Gripla - 20.12.2017, Blaðsíða 140
GRIPLA140
tidsskik, hvormed vore Landsmænd maa døje, navnlig Beboerne
i den nordlige Egn, saa at de ogsaa udtaler Vokalen „e“ som „je,“
og fra dem har det grebet vidt og bredt om sig blandt andre.4
Síðari athugasemd:
mer ser legi vult clariss. vir, mier sier. Fateor nunc vitiose
passim ita pronuntiari, sed pessime: omnes antiqvæ membranæ
constanter absqve spurio hoc i Boreali tales voces omnes scriptas
referunt, nihil est aliud mier sier qvam prava consvetudo.5
„mer ser“ vil den berømmelige Mand skal læses „mier sier“. Jeg
indrømmer, at det nu overalt fejlagtigt udtales saaledes, men det
er meget daarligt: alle gamle Pergamenter gengiver bestandig alle
saadanne ord uden dette falske nordlige „i“; „mier sier“ er intet
andet end slet Vane.6
Í fyrri athugasemdinni segir Brynjólfur heiti rúnarinnar ᚠ (fé) ávallt ritað
„fe“ en ekki „fie“. Hér vísar hann sennilega til þess að í fornum handritum
standi „e“ en ekki „ie“ í þessu orði og í kjölfarið segir Brynjólfur að þannig
skuli ávallt rita og bera fram. Vitnisburður stafsetningar bendir til þess
að tvíhljóðun é hafi verið gengin yfir um 1500 (sjá 2. kafla) og almennt
mun hafa verið ritað og prentað „ie“ (eða „je“) fyrir é á 17. öld.7 Auk þess
að benda á stafsetningu fornra handrita rökstyður Brynjólfur ritun „fe“ í
stað „fie“ þannig að je-framburður sé nýlegur ósiður sem byrjað hafi meðal
Norðlendinga en frá þeim breiðst út um landið þvert og endilangt. Hann
segir jafnframt að nýi ósiðurinn plagi norðlendinga sérstaklega, enda beri
þeir sérhljóðann (hljóðstafinn) „e“ fram je, þ.e. kalli bókstafinn „e“ je.
4 Breve fra og til Ole Worm III: 1644–1654, þýð. H. D. Schepelern með aðstoð Holger friis
Johansen (Kaupmannahöfn: Det danske Sprog- og Litteraturselskab, 1968), 468.
5 Ole Worm's Correspondence, 134.
6 Breve fra og til Ole Worm III, 471.
7 Björn Magnússon ólsen, „Overgangen é — je i islandsk,“ Arkiv för nordisk filologi 3 (1886):
190; Stefán Karlsson, „tungan,“ Íslensk þjóðmenning 6, ritstj. frosti f. Jóhannsson, 1–54
(reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1989), 45 [Endurprentun: Stefán Karlsson, Stafkrókar.
Ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni af sjötugsafmæli hans 2. desember 1998, ritstj.
Guðvarður Már Gunnlaugsson, 19–75 (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi,
2000), 58].