Gripla - 20.12.2017, Blaðsíða 86
GRIPLA86
inn við ótta keisara og ólaf Tryggvason fer fram og hvernig Hákon
bregst við eftir kristnitökuna þegar hann herjar á Gautland á leið sinni frá
Danmörku til Noregs.33 Strax í kjölfarið kemur í 291 frásögn af því þegar
Haraldur Gormsson ætlar að herja á ísland vegna níðs sem íslendingar hafa
ort um konunginn. Þessa er að engu getið í Perg 7.
Munurinn á gerðunum kann að lýsa hugmyndafræði þeirra sem settu
saman söguna. Sögugerðin í Perg 7 virðist hafa sprottið úr umhverfi þar
sem konungsvald er virt eða að minnsta kosti ríkir virðing fyrir valdhöfum,
en sá sem setti saman söguna í 291 hefur kært sig kollóttan um slíka virð-
ingu. í umræðu um Jómsvíkinga sögu er algengt að finna það viðhorf að
sagan sýni fjandsamlegt viðhorf til konungsvaldsins.34 Torfi H. Tulinius
hefur aftur á móti fært rök fyrir því að sagan leiði í ljós mikilvægi kon-
ungsvaldsins og þá niðurstöðu hef ég stutt með greiningu á persónum og
atburðum sögunnar.35 Neikvætt viðhorf sögunnar beinist gegn einstökum
konungum en ekki konungsvaldinu sem slíku. Munur á viðhorfi til kon-
unga í þessum tveimur sagnagerðum birtist ef til vill skýrast í því hvernig
dauða Haralds Gormssonar er lýst og rennir stoðum undir þá ályktun að
farið sé hratt yfir sögu í fyrstu köflunum til þess að milda viðhorf til kon-
unga, sérstaklega þó Haralds Gormssonar.
um aðdraganda dráps Haralds eru gerðirnar nokkuð samhljóða. Harald-
ur á í bardaga við Svein son sinn en dregur sig í hlé vegna myrkurs. Hann
hefur króað lið Sveins af inni í vogsbotni, er því í lykilstöðu og heldur upp
á land ásamt nánustu mönnum sínum. Þeir fara inn í skóg og orna sér við
eld. í framhaldinu kemur í 291 hin alræmda lýsing á því þegar Pálnatóki
drepur Harald:
En konungurinn í annan stað bakast við eldinn og bakar bring-
spöluna á sér og er kastað undir hann klæðum, og stendur hann
á knjánum og ölbogunum og lýtur hann niður mjög við, er hann
bakast við eldinn. Hann bakar og við axlirnar, og ber þá upp við
mjög stjölinn konungs. Pálnatóki heyrði görla mál þeirra, og þar
33 Sjá, Jómsvíkinga saga, 97–98.
34 Sjá t.d. Ólafur Halldórsson, „Inngangur,“ 52–53; Melissa Berman, „the Political Sagas,“
Scandinavian Studies 57 (1985): 116–117. Sbr. D. a. Miller, The Epic Hero (Baltimore: John
Hopkins university Press, 2000), 38.
35 Torfi H. Tulinius, The Matter of the North, þýð. randi C. Eldevik (odense: odense un i-
versity Press, 2002), 210; Þórdís Edda Jóhannesdóttir, „Jómsvíkinga saga,“ 134–143.