Gripla - 20.12.2017, Blaðsíða 77
77
Aldur Jómsvíkinga sögu hefur verið umdeildur þó að raunar hafi flestir
komist að þeirri niðurstöðu að sagan hafi fyrst verið rituð nálægt 1200.
aftur á móti hefur lítil eining ríkt um hver gerðanna endurspegli elstu gerð
sögunnar. Auðvelt er að draga þá ályktun að gerðin í 291 hljóti að vera elst
þar eð hún er varðveitt í handriti frá 13. öld. Þetta er meðal annars niður-
staða Bjarna Aðalbjarnarsonar, N. F. Blake og ólafs Halldórssonar.10 Þessa
niðurstöðu hef ég einnig rökstutt og mun víkja betur að hér á eftir. Aðrar
ályktanir hafa verið rökstuddar og raunar hafa allar gerðirnar verið nefndar
sem fulltrúar elstu gerðar. Finnur Jónsson og Lee M. Hollander töldu að
Perg 7 væri fulltrúi elstu og bestu gerðarinnar, Sofus Larsen færði rök
fyrir að 510 varðveitti elstu gerð textans en G. A. Gjessing benti á að sam-
viskusemi og nákvæm vinnubrögð Arngríms lærða væru meðal annars rök
fyrir því að hann hefði ótvírætt þýtt söguna eftir bestu og elstu gerðinni.11
Gustav Storm tók undir röksemdarfærslu Gjessing.12 í niðurstöðum sínum
og stemma gerir John Megaard ráð fyrir að aldursröð sagnagerðanna sé
sem hér segir: Þýðing arngríms, 510, Flateyjarbók, Perg 7 og 291.13 Að mati
Megaard er elsta handritið því fulltrúi yngstu gerðarinnar.
Þá má einnig geta umræðunnar um uppruna fyrsta hluta sögunnar.
Sumir voru þeirrar skoðunar að fjarvera fyrsta hlutans í 510 gæti verið til
marks um að hann hafi alls ekki verið í sögunni upphaflega.14 Aðrir færðu
hins vegar rök fyrir því að þessir kaflar væru nauðsynlegur inngangur
10 Bjarni Aðalbjarnarson, Om De Norske Kongers Sagaer. norske Videnskaps-akademi I
oslo. II, Historisk-filosofisk Klasse. Skrifter (oslo: Dybwad, 1937), 203; n. f. Blake,
„Introduction,“ The Saga of the Jomsvikings, útg. n. f. Blake (London: thomas nelson,
1962), xix; Ólafur Halldórsson, „Inngangur,“ Jómsvíkinga saga (reykjavík: Prentsmiðja Jóns
Helgasonar, 1969), 21.
11 Finnur Jónsson, Den Oldnorske og Oldislandske Litteraturs Historie. 2. útg. (Kaupmannahöfn:
Gad, 1920), 655–656; Lee M. Hollander, „Studies in the Jómsvíkingasaga,“ Arkiv för nordisk
filologi 33 (1917): 210; Sofus Larsen, „Jomsborg, dens Beliggenhed og Historie,“ Aarbøger
for nordisk Oldkyndighed og Historie III (1927–1928): 57–58; G. a. Gjessing, „forord,“
Jomsvikinga-saga i latinsk oversættelse af Arngrim Jonsson, útg. G. a. Gjessing (Kristianssand,
1877), xvii.
12 Gustav Storm, „Om redaktionerne af Jomsvikingasaga,“ Arkiv för nordisk filologi I (1883):
244–245.
13 John Megaard, „Studier i Jómsvíkinga sagas stemma: Jómsvíkinga sagas fem redaksjoner
sammanlignet med versjonene i Fagrskinna, Jómsvíkingadrápa, Heimskringla og Saxo,“ Arkiv
för nordisk filologi 115 (2000): 179.
14 Carl af Petersens, „förord,“ Jómsvíkinga saga efter Arnamagnæanska handskriften n:o 291 4to
(Kaupmannahöfn: 1882), ic; G. a. Gjessing, „forord,“ i; finnur Jónsson, Den Oldnorske og
Oldislandske Litteraturs Historie, 660–662.
ÞrJÁr GErÐ Ir J Ó M S V Í K I N G A S Ö G U