Fréttablaðið - 26.01.2018, Síða 2

Fréttablaðið - 26.01.2018, Síða 2
Það er gömul saga að þegar líður að kosningum fer Gróa gamla á Leiti á kreik. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs Veður Suðaustan strekkingur í dag og snjókoma en rigning á láglendi síðdegis á sunnan- og vestanverðu landinu. Þurrt að kalla norðan heiða, hlýnandi veður. sjá síðu 18 Skíðað í myrkrinu Þótt dagurinn sé ekki enn orðinn sérstaklega langur er svo sannarlega hægt að skella sér á skíði líkt og þessir þremenningar gerðu í Bláfjöllum í gær. Opið var í allflestar brekkur skíðasvæðisins í átta stiga frosti. Dagana á undan hafði svæðið verið lokað vegna snjókomu og roks. Fréttablaðið/Vilhelm Kópavogur Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir ummæli sem honum eru eignuð í bréfi frá lögmanni húsfélags í bænum, og eigi að hans mati að sýna sérstaka óvild í garð eldri borgara, uppspuna frá rótum og dylgjur ónafngreindra manna. Furðu sæti að lögmannsstof- an Veritas hafi tekið að sér að „bera út slíkar aðdróttanir“ þar sem nafn hennar þýði sannleikur á latínu. Þetta sagði Ármann á fundi bæjar- ráðs Kópavogs í gær þegar lagt var fram erindi Veritas varðandi rétt húsfélagsins að Fannborg 3-9 til 36 bílastæða við fasteignirnar. Lögmaðurinn Skarphéðinn Pét- ursson sendi bænum bréfið þann 17. janúar og í því segir að tillaga bæjaryfirvalda að deiliskipulagi, fyrir stækkun fasteigna að Digra- nesvegi 1, sem hafi þann tilgang að tryggja aukið húsnæði undir skrifstofur bæjarins, muni skerða rétt íbúanna til bílastæða. Þeir hafi mótmælt tillögunni, enda húsfélagið tryggt sér bílastæðin árið 1979, og muni krefjast skaðabóta ef réttindin verða skert. „Fór svo að meðferð hennar var frestað af hálfu bæjarins, enda ljóst að kosningar eru á næsta leiti og vart von á að boðaður yfirgangur bæjaryfirvalda myndi beinlínis auka kosningavinsældir kjörinna fulltrúa. Hins vegar var umbjóðanda mínum tilkynnt af bæjarstjóra að henni yrði framfylgt af hörku eftir kosningar og íbúar Fannborgar 3-9, sem flestir eru eldri borgarar, væru ekkert of góðir til þess að leggja við Kópavogskirkju og ganga heim til sín!“ segir í bréfi lögmannsins sem Ármann svaraði með bókun á bæjarráðsfundinum. „Það er gömul saga að þegar líður að kosningum fer Gróa gamla á Leiti á kreik. Það er hins vegar ný saga að hún skuli vera komin með lögmann. […] Það er kannski kaldhæðni örlag- anna að Gróa á Leiti hafi endað þar,“ sagði Ármann. Í umsögn bæjarritara sem lögð var fram á fundinum kemur fram að deiliskipulagstillagan var auglýst í apríl í fyrra. Hún hafi aftur á móti ekki verið send Skipulagsstofnun innan sex mánaða frá því að frestur til athugasemda rann út. Tillagan hafi ekki verið afgreidd af bæjar- stjórn innan þess tíma og því engin tillaga að breyttu deiliskipulagi til meðferðar hjá henni. haraldur@frettabladid.is Bæjarstjóri segir Veritas vinna fyrir Gróu á Leiti Æðsti embættismaður Kópavogs er ósáttur við lýsingar á samskiptum hans við íbúa í Fannborg. Í bréfi Veritas lögmannsstofu er fullyrt að hann hafi hvatt íbúa til að leggja við Kópavogskirkju og ganga heim. „Uppspuni frá rótum og dylgjur.“ bæjaryfirvöld í Kópavogi kynntu í vor deiliskipulagstillöguna svo stækka megi bæjarskrifstofurnar við Digranesveg 1 í átt að Fannborg. Fréttablaðið/Vilhelm Vatnsheldir gæðaskór Skornirthinir.iS Verð 16.995 Stærðir 36-47 Frá Lytos með innbyggðum broddum í sóla. alþingi Una Hildardóttir, vara- þingmaður Vinstri grænna, flutti jómfrúrræðu sína á Alþingi í peysu sem kom þingheimi kunnuglega fyrir sjónir þar sem Katrín Jakobs- dóttir, forsætisráðherra og flokks- systir Unu, hefur staðið í ræðustól í nákvæmlega eins flík. Una segir um tilviljun að ræða og fánalituð peysan sé ekki nýr einkennisbúningur VG á þingi og þær Katrín deili heldur ekki sömu peysunni. „Þetta eru tvær peysur. Þetta er ekki alveg svo gott að ég hafi þurft að fá lánaða peysu hjá Katrínu,“ segir Una sem ákvað fyrir allnokkru að halda sína fyrstu þing- ræðu í peysunni. „Ég frétti fyrir áramót að ég myndi fara inn á þing á næstunni. Ég hafði séð þessa peysu í búðarglugga fyrir löngu og ákvað þá að vera í henni þegar ég flytti jómfrúrræðu mína. Þessi jómfrúrræða var mjög góð afsökun til að fara í Geysi og kaupa mér nýja peysu.“ Una segir peysuna síðan hafa hangið og beðið eftir stóra deginum. Í millitíðinni fóru henni að berast myndir af Katrínu í eins peysu, meðal annars frá móður sinni og vinum. „Ég hugsaði mig því vel og lengi um hvort ég ætti að fara og skipta henni og fá nýja en fyrst ég var löngu búin að ákveða þetta lét ég slag standa.“ – þþ Jómfrú stal stíl forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir og Una hildar- dóttir samstiga í peysuvali. lögreglumál Maður sem lög- reglan leitaði í gær vegna andláts konu í austurborginni í fyrrinótt hefur hlotið marga refsidóma fyrir fíkniefnabrot, auðgunarbrot og alvarleg ofbeldisbrot. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins og einn- ig að fyrri unnusta mannsins hafi látist af fíkniefnaeitrun árið 2014. Talið er að konan hafi látist af of stórum skammti lyfja. Maðurinn mun hafa látið sig hverfa af vett- vangi. Ekki var ljóst er Fréttablaðið fór í prentun hvort lögreglan var búin að ná tali af manninum. – aá Lögregla leitaði ofbeldismanns leitað var að manni sem hvarf eftir lát konu. Fréttablaðið/Vilhelm 2 6 . j a n ú a r 2 0 1 8 F ö s T u D a g u r2 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð 2 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 5 -F 9 0 8 1 E D 5 -F 7 C C 1 E D 5 -F 6 9 0 1 E D 5 -F 5 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.