Fréttablaðið - 26.01.2018, Side 18

Fréttablaðið - 26.01.2018, Side 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 512 5439 , „Ég hef verið í og kringum landsliðshópinn undanfarið og lít á það sem raunhæft markmið að vinna mér fast sæti þar,“ segir Sigtryggur Arnar Björnsson sem spilaði tvo landsleiki gegn Belgíu á síðasta ári. MYND/ANDRI MARINÓ Eftir þrjú tímabil með körfu­boltaliði Skallagríms sneri Skagfirðingurinn Sigtryggur Arnar Björnsson heim og spilar nú með heimaliði sínu Tinda­ stól í Domino’s deildinni. Liðið tryggði sér fyrsta stóra titil sinn fyrr í þessum mánuði þegar það varð bikarmeistari eftir stórsigur á Íslandsmeisturum KR. Nú er markið sett á fyrsta Íslandsmeist­ aratitilinn í sögu félagsins auk þess sem Arnar, eins og hann er alltaf kallaður, hannar eigin íþrótta­ fata línu með bróður sínum. Það eru því spennandi mánuðir fram undan hjá þessum 24 ára körfu­ boltamanni sem hefur átt frábært tímabil með liði sínu. Körfuboltinn heillaði Körfuboltaferill Arnars hófst þó ekki með Tindastól heldur með Breiðabliki en fjölskyldan flutti í Árbæ í Reykjavík þegar hann var átta ára gamall. „Ég byrjaði fljót­ lega að æfa fótbolta með Fylki og körfubolta með Breiðabliki. Þegar ég mætti á mína fyrstu körfu­ boltaæfingu fann ég strax að þetta var íþrótt fyrir mig. Ég náði fljótt góðum tökum á leiknum þann­ ig að ég ákvað að hætta í fótbolta og einbeita mér að körfunni. Ég spilaði með Breiðabliki í fimm ár og vann fjóra Íslandsmeistaratitla.“ Munur á aðstæðum Þegar Arnar var fjórtán ára gamall varð mikil breyting á lífi hans en þá flutti hann ásamt fjölskyldunni til Halifax í Kanada en hann er næstelstur í fjögurra systkina hópi. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Framhald af forsíðu ➛ „Ég kláraði framhaldsskólann í Kanada og tók líka eitt ár í háskóla og æfði og spilaði með báðum skólaliðunum. Helsti munurinn á körfuboltanum í Kanada og hér heima er að úti var meira lagt upp úr líkamlegri þjálfun. Við lyftum á morgnana fyrir skóla og síðan var æfing eftir skóla. Leikmenn­ irnir þar voru miklir íþróttamenn en leikskilningurinn virðist vera meiri hér heima. Kanadískur körfubolti er hins vegar á hraðri uppleið og vann m.a. landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri heimsmeistaratitilinn í fyrra. Það hjálpaði mér mikið persónu­ lega og í körfuboltanum að búa úti og mun ég vafalaust búa að þeirri reynslu alla ævi.“ Leið vel í Borgarnesi Eftir sex ár flutti fjölskyldan aftur heim og eftir smá yfirlegu ákvað Arnar að ganga til liðs við Skalla­ grím í Borgarnesi sem þá spilaði í Domino’s deildinni. „Ég hafði sam­ band við þáverandi formann deild­ arinnar, Kristin Óskar, og spurði hvort ekki vantaði leikstjórnanda og sagði honum að ég hefði áhuga á að spila með liðinu. Eftir árin í Kanada var ég líka spenntari fyrir því að búa úti á landi en í borginni. Kristinn tók mjög vel í fyrirspurn mína og bauð mér að koma og búa hjá fjölskyldunni og var ég mjög þakklátur fyrir það.“ Ferillinn hjá Skallagrími ein­ kenndist af upp­ og niðursveiflum. „Við féllum fyrsta tímabilið mitt en komumst svo strax aftur upp árið eftir á mjög dramatískan og eftir­ minnilegan hátt. Við féllum síðan aftur síðasta vetur með 14 stig sem er stigafjöldi sem oftast dugir til að halda sæti í úrvalsdeild. Þó svo að ekki hafi alltaf gengið vel hjá liðinu þessi þrjú ár leið mér virkilega vel í Borgarnesi. Maður fann fyrir stuðningi og jákvæðni frá fólkinu í bænum sama hvernig okkur gekk. Ég kynntist hellingi af frábæru fólki á þessum tíma, þar á meðal kærustunni minni Bjarneyju Sól.“ Góð tilfinning að vinna Fyrsta tímabilið með Tindastól hefur byrjað mjög vel hjá honum persónulega og einnig liðinu sem situr í 2.­4. sæti deildarinnar. „Það er mjög gott að vera kominn aftur á Krókinn. Fólkið hér er vingjarn­ legt og tók vel á móti mér. Þetta er körfuboltabær og það fylgjast flestir með liðinu. Það er því gaman að kíkja í Skagfirðingabúð eftir góða sigurleiki.“ Bikarmeistaratitillinn var gríðar­ lega sætur sigur og segir Arnar að hann muni gefa liði Tindastóls aukið hungur og sjálfstraust inn í framhaldið. „Við fengum loksins þessa tilfinningu að vinna eitthvað stórt og það er klárlega tilfinn­ ing sem ég, liðið og bæjarfélagið viljum upplifa aftur sem fyrst. Nú er næsta markmið okkar að halda okkur í topp fjórum í deildinni til þess að eiga heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Við teljum okkur vera sigurstranglega í Síkinu, heimavelli okkar, á móti hvaða liði sem er í þessari deild.“ Háleit markmið Það er augljóst mál að Arnar ætlar sér ekkert annað en stóra titilinn í vor. „Markmið liðsins eru alveg skýr varðandi það. Auk þess stefni ég á að komast í landsliðshópinn og jafnvel út í atvinnumennskuna en það hefur lengi verið draumur hjá mér. Ég hef verið í og kringum landsliðshópinn undanfarið og lít á það sem raunhæft markmið að vinna mér fast sæti þar. Núna hugsa ég þó aðallega um einn dag í einu og hvernig ég get bætt mig frá degi til dags. Ég tel það vera bestu leiðina til þess að ná árangri.“ Körfuboltinn á stærstan sess í lífi Arnars og hefur hann haft lítinn tíma til að hugsa um annað undanfarin ár. „Ég hef í raun ekki enn ákveðið hvað ég vil gera í framtíðinni, annað en að spila körfubolta. Körfuboltaferillinn er ekki langur og því þarf að hafa eitthvað annað fyrir stafni. Ég kláraði tvö ár í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst á meðan ég bjó í Borgarnesi og er planið að ljúka því. Reyndar hef ég lengi haft áhuga á tannlæknanámi en hef ekki enn látið verða af því.” Hannar íþróttaföt Helsta áhugamál Arnars um þessar mundir er fatamerkið Trainclean sem hann stofnaði með bróður sínum, Sigmari Loga Björnssyni, en hugmyndin kviknaði þegar þeir bjuggu í Kanada. „Við höfum báðir mikinn áhuga á bæði íþróttum og tísku. Því fannst okkur upplagt að hanna eigin íþróttafatalínu sem væri vönduð og seld í takmörkuðu magni.“ Bræðurnir fóru rólega af stað og selja hönnun sína einungis gegnum Facebook­síðu Trainclean. „Við bjóðum upp á alls konar flíkur fyrir bæði kyn, t.d. boli, peysur og buxur, auk þess sem fleira er í vinnslu. Einnig langar okkur að hanna treyjur og fatnað fyrir íþróttafélög hér á landi. Verka­ skiptingin milli okkar er þannig að Sigmar sér að mestu um hönnunar­ hliðina og ég um viðskiptahliðina sem er góða blanda.“ Hann segir nafnið Trainclean standa fyrir „þjálfun án notkunar ólöglegra efna“ sem eru skilaboð sem þeir vilji reyna að koma út til sem flestra sem stunda íþróttir og líkamsrækt. „Það væri gaman að sjá allar helstu fyrirmyndirnar í íþróttum á Íslandi klæðast þessu merki til þess að koma skilaboð­ unum til yngri kynslóðarinnar.“ Þar sem Arnar æfir 2­3 sinnum á dag, auk þess að sinna Trainclean, er lítill tími fyrir önnur áhugamál. „Nýlega fékk ég þó mikinn áhuga á CrossFit og hef verið að stúdera það upp á síðkastið og um leið hvernig ég get nýtt það til að bæta mig í körfubolta. Á kvöldin eftir æfingu finnst mér best að slaka á með kærustunni, drekka te og lesa góða bók eða horfa á Netflix.“ Lið Tindastóls varð bikarmeistari fyrr í þessum mánuði. Nú er stefnan sett á fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Arnar er lengst til vinstri á myndinni. Arnar ásamt kærustu sinni, Bjarneyju Sól. Arnar í bol úr línu þeirra bræðra sem nefnist Trainclean. Lágmark 10 manns. Nánari upplýsingar á sjavarbarinn.is fyrir hópa Frábærar veislur Grandagarði 9 - Sími 517 3131 - sjavarbarinn.is Lambalæri bernaise og lambakótelettur 3.600 kr. Þorramatur og heit og köld sviðaveisla 3.600 kr. Siginn fiskur og saltfiskur með hömsum 2.900 kr. Sjávarréttasúpa, smáréttir, salatbar og viðeigandi meðlæti, kaffi og hjónbandssæla innifalið 89% af lesendum dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 18–49 ára lesa Fréttablaðið daglega. *Fréttablaðið og Morgunblaðið. Heimild : Prentmiðlamæling Gallup okt. - des. 2017. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . JA N ÚA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 2 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 6 -2 A 6 8 1 E D 6 -2 9 2 C 1 E D 6 -2 7 F 0 1 E D 6 -2 6 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.