Fréttablaðið - 26.01.2018, Page 20
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Nýlega var tilkynnt að síðustu sex þættir af Game of Thrones kæmu á
skjáinn árið 2019. Það eru heldur
færri þættir en hafa venjulega
verið í seríunum. Aðdáendur
eiga þó væntanlega eftir að bíða
spenntir eftir lokaþáttunum
en harma sjálfsagt líka þegar
seríunni lýkur.
Þá er um að gera að bregða
sér af bæ og heimsækja staði í
Evrópu og fá upplifunina af þátt
unum beint í æð.
Gerður hefur verið listi yfir
vinsælustu staðina sem ferða
menn heimsækja eftir að hafa
horft á þættina.
Númer eitt á listanum er Trest
eno í Króatíu. Glæsilegur grasa
garður sem er stutt frá Dubrov
nik. Það er hægt að taka rútu eða
leigubíl til Tresteno. Garðurinn
Á slóðum Game of Thrones
Aðdáendur Game of Thrones geta fetað í fótspor persónanna í þáttunum og heimsótt áhuga-
verða staði í heiminum. Reyndar hefur ferðamannastraumur aukist umtalsvert á þessa staði.
Lokasería þáttanna verður sýnd á næsta ári.
Kirkjufell kemur
við sögu í Game
of Thrones.
The Dark Hedges á Írlandi koma við sögu í Game of Thrones.
kemur mikið við sögu í þriðju
seríu af Game of Thrones.
Númer tvö á listanum er
Alcázar á Spáni. Þar er glæsileg
höll sem er ein sú elsta á Spáni og
fallegur garður þar í kring. Höllin
er enn í notkun og spænska fjöl
skyldan dvelur þar oft. Höllin
er á heimsminjaskrá UNESCO.
Höllin var mikið notuð í fimmtu
seríu þáttanna.
Númer þrjú á listanum er
Kirkjufell á Íslandi. Hið glæsi
lega og tignarlega fjall rétt við
Grundarfjörð hefur dregið til
sín ferðamenn frá öllum heim
inum vegna Game of Thrones.
Fjallið og Kirkjufellsfoss sem
er steinsnar frá koma við sögu í
sjöttu seríu. Kirkjufell þykir einn
fegursti staður landsins.
Númer fjögur á listanum er
Bardenas Reales á Spáni. Þetta er
frægur þjóðgarður í suðaustur
hluta Navarra á Spáni sem hefur
verið eftirsóttur hjá ferðamönn
um. Þarna eru miklar sléttur
umhverfis fjöllin. Jarðvegurinn er
að mestu leir, svæðið líkist eyði
mörk og gróður er af skornum
skammti.
Númer fimm er The Dark
Hedges á Írlandi. Ferðamanna
fjöldi hefur margfaldast þarna
eftir sýningu á Game of Thrones.
Þetta þykir leyndardómsfullur
staður þar sem trén eru óvenju
leg að lögun og eru friðuð. Þessi
staður hefur verið mikið notaður
í þáttunum, sérstaklega vegurinn
sem liggur um skóginn.
Númer sex er Italica Ruins á
Spáni. Gamall rómverskur bær
í Sevilla á Spáni þar sem eru vel
varðveittar fornminjar, meðal
annars leikvangur. Upptökur
fóru fram í bænum fyrir lokaþátt
inn í sjöundu þáttaröð.
Game of Thrones þættirnir eru
þeir vinsælustu í heiminum en
þeir eru framleiddir af HBO. Sýn
ingar hófust árið 2011. Þættirnir
hafa unnið til fjölda verðlauna,
þar á meðal Emmy og Golden
Globe en þeir eru byggðir á met
sölubókum George R. R. Martins,
fyrsta bók hans kom út árið 1996
og sú síðasta 2011.
Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 14-28
NÝ SENDING
AF SUNDFÖTUM
SJÁÐU ÚRVALIÐ Á WWW.CURVY.IS
EÐA KOMDU VIÐ ÍVVERSLUN
OKKAR AÐ FÁKAFENI 9
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
2
6
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
D
6
-2
5
7
8
1
E
D
6
-2
4
3
C
1
E
D
6
-2
3
0
0
1
E
D
6
-2
1
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K