Fréttablaðið - 26.01.2018, Síða 20

Fréttablaðið - 26.01.2018, Síða 20
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Nýlega var tilkynnt að síðustu sex þættir af Game of Thrones kæmu á skjáinn árið 2019. Það eru heldur færri þættir en hafa venjulega verið í seríunum. Aðdáendur eiga þó væntanlega eftir að bíða spenntir eftir lokaþáttunum en harma sjálfsagt líka þegar seríunni lýkur. Þá er um að gera að bregða sér af bæ og heimsækja staði í Evrópu og fá upplifunina af þátt­ unum beint í æð. Gerður hefur verið listi yfir vinsælustu staðina sem ferða­ menn heimsækja eftir að hafa horft á þættina. Númer eitt á listanum er Trest­ eno í Króatíu. Glæsilegur grasa­ garður sem er stutt frá Dubrov­ nik. Það er hægt að taka rútu eða leigubíl til Tresteno. Garðurinn Á slóðum Game of Thrones Aðdáendur Game of Thrones geta fetað í fótspor persónanna í þáttunum og heimsótt áhuga- verða staði í heiminum. Reyndar hefur ferðamannastraumur aukist umtalsvert á þessa staði. Lokasería þáttanna verður sýnd á næsta ári. Kirkjufell kemur við sögu í Game of Thrones. The Dark Hedges á Írlandi koma við sögu í Game of Thrones. kemur mikið við sögu í þriðju seríu af Game of Thrones. Númer tvö á listanum er Alcázar á Spáni. Þar er glæsileg höll sem er ein sú elsta á Spáni og fallegur garður þar í kring. Höllin er enn í notkun og spænska fjöl­ skyldan dvelur þar oft. Höllin er á heimsminjaskrá UNESCO. Höllin var mikið notuð í fimmtu seríu þáttanna. Númer þrjú á listanum er Kirkjufell á Íslandi. Hið glæsi­ lega og tignarlega fjall rétt við Grundarfjörð hefur dregið til sín ferðamenn frá öllum heim­ inum vegna Game of Thrones. Fjallið og Kirkjufellsfoss sem er steinsnar frá koma við sögu í sjöttu seríu. Kirkjufell þykir einn fegursti staður landsins. Númer fjögur á listanum er Bardenas Reales á Spáni. Þetta er frægur þjóðgarður í suðaustur­ hluta Navarra á Spáni sem hefur verið eftirsóttur hjá ferðamönn­ um. Þarna eru miklar sléttur umhverfis fjöllin. Jarðvegurinn er að mestu leir, svæðið líkist eyði­ mörk og gróður er af skornum skammti. Númer fimm er The Dark Hedges á Írlandi. Ferðamanna­ fjöldi hefur margfaldast þarna eftir sýningu á Game of Thrones. Þetta þykir leyndardómsfullur staður þar sem trén eru óvenju­ leg að lögun og eru friðuð. Þessi staður hefur verið mikið notaður í þáttunum, sérstaklega vegurinn sem liggur um skóginn. Númer sex er Italica Ruins á Spáni. Gamall rómverskur bær í Sevilla á Spáni þar sem eru vel varðveittar fornminjar, meðal annars leikvangur. Upptökur fóru fram í bænum fyrir lokaþátt­ inn í sjöundu þáttaröð. Game of Thrones þættirnir eru þeir vinsælustu í heiminum en þeir eru framleiddir af HBO. Sýn­ ingar hófust árið 2011. Þættirnir hafa unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal Emmy og Golden Globe en þeir eru byggðir á met­ sölubókum George R. R. Martins, fyrsta bók hans kom út árið 1996 og sú síðasta 2011. Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 14-28 NÝ SENDING AF SUNDFÖTUM SJÁÐU ÚRVALIÐ Á WWW.CURVY.IS EÐA KOMDU VIÐ ÍVVERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 2 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 6 -2 5 7 8 1 E D 6 -2 4 3 C 1 E D 6 -2 3 0 0 1 E D 6 -2 1 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.