Fréttablaðið - 26.01.2018, Side 22

Fréttablaðið - 26.01.2018, Side 22
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@365.is, s. 512 5095 Hjá dk hugbúnaði starfa 58 manns, af þeim eru 16 í þróunardeildinni, 9 í hýsingardeildinni og 26 í almennri þjónustu. dk er í glæsilegu húsnæði við Smáratorg 3 (Deloitte-turninn), á 15. hæð. MYND/ANTON BRINK Fyrirtækið dk hugbúnaður er leiðandi á sviði viðskipta-hugbúnaðar hér á landi fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja. Fyrirtækið verður 20 ára í nóvem- ber og starfsemin hefur farið ört vaxandi undanfarin ár. Í dag vinna 58 starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Rúmlega 6.000 fyrirtæki nýta sér viðskiptahugbúnað dk og þeim fjölgar um 500 á hverju ári,“ segir Dagbjartur Pálsson, en hann er framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar ásamt bróður sínum, Magnúsi Pálssyni. Margar sérlausnir „Kerfið okkar er mjög sveigjanlegt, en takmarkaðir notkunarmöguleik- ar eru veikleiki margra bókhalds- kerfa á íslenska markaðnum og oft er ekki hægt að laga hugbúnaðinn að sérþörfum fyrirtækja,“ segir Dag- bjartur. „Við höfum þróað fjölda sérlausna fyrir bæði íslenskan og erlendan markað. Við erum með framtalskerfi fyrir aðila sem eru í framtalsgerð, lausnir fyrir almenn þjónustufyrirtæki eins og bók- haldsstofur, endurskoðunarstofur, lögfræðistofur og verkfræðistofur. Lausnir fyrir verslanir og veitinga- hús, þar sem við bjóðum margar greiðslulausnir. Hótelbókunarkerfi, veitingahúsakerfi og verslunarkerfi fyrir hótel og gististaði. Við erum líka með töluvert mikið af sér- lausnum fyrir stéttarfélög, en þau eru nánast öll með dk hugbúnað. Síðan erum við með sérlausnir fyrir bændur og alla aðila í búrekstri sem heitir dkBúbót. Hún gerir bændum kleift að vera með margvíslegan rekstur, ferðaþjónustu og alls konar aukabúskap eins og sölu veiðileyfa, gröfurekstur, skólaakstur og leigu á vélum og tækjum, í viðbót við hefðbundinn búskap. Svo höfum við líka sérlausnir fyrir útgerðir varðandi aflauppgjör og sjómanna- laun.“ Öflug tól fyrir stjórnendur „Einn helsti kostur dk viðskipta- hugbúnaðarins er öflug innbyggð greiningartól og stjórnenda- verkfæri,“ segir Dagbjartur. „Greiningarvinnslurnar í dk byggja á rauntímagögnum og sýna því stöðuna eins og hún er hverju sinni. Með stjórnendaverkfærum er mjög auðvelt að fylgjast með „stóru myndinni“ og bora sig niður eftir upplýsingum eftir því sem þörf er á. dk býður upp á mismunandi sýn á gögnin sem svipar til svo- kallaðra OLAP-teninga. Þannig er hægt að skoða gögnin út frá mismunandi hliðum og skilgreina eigin sýn á þau,“ segir Dagbjartur. „Í sölukerfinu er hægt að skoða sömu sölugögn út frá tímabilum, viðskiptavinum, flokkum við- skiptavina, svæðum, vörum, vöruflokkum, sölumönnum eða deildum. Kosturinn við að hafa þetta innbyggt er að það er ekki þörf á neinum hliðarkerfum fyrir þessa sýn og ekki þarf að passa upp á neinar tengingar milli kerfa. Þessi stjórnendaverkfæri keyra á snjallsímum, spjaldtölvum (iPad) og gegnum vefinn, þannig að það er hægt að nálgast upplýsingar og skrá upplýsingar á mjög fjölbreyti- legum tækjum,“ segir Dagbjartur. Stærsta hýsingarþjónusta landsins „Við erum með stóra og mikla hýsingardeild og rekum skýja- þjónustu fyrir stór og smá fyrir- tæki. Við bjóðum fyrirtækjum að hafa öll kerfin sín hýst hjá okkur,“ segir Dagbjartur. „Það eru margar lausnir í boði þar og þetta sparar fyrirtækjum mikið í tækjabúnaði til að hýsa gögn. Alls nýta um 4.000 fyrirtæki þessa þjónustu og við erum í raun langstærstir í fjölda fyrirtækja í þessari þjónustu. Skýjaþjónustan og bókhalds- kerfið vinna saman og nánast öll fyrirtæki sem eru í hýsingu hjá okkur hafa líka aðgang að hug- búnaðinum okkar þar,“ segir Dagbjartur. „Þau geta átt hann sjálf og geymt hann hjá okkur eða leigt aðgang að honum í áskrift. Þá borga þau aukalega fyrir aðgang- inn.“ Afmælisútgáfa væntanleg „Það er ýmislegt að breytast í bók- haldskerfinu,“ segir Dagbjartur. „Stefnan er að koma með veglega afmælisútgáfu seinnipartinn á árinu. Þá kynnum við betur þessar nýjungar í kringum snjall- tækin og veflausnir. Það verður líka nýtt andlit á hugbúnaðinum. Viðmótið breytist örlítið og ein- hverjar vinnslur færast í nýrri búning, en margar vinnslur hafa verið að færast í nýrri búning hjá okkur nýlega og við ætlum að klára það endanlega í þessari afmælisútgáfu.“ Sérfræðingur í afgreiðslukerfalausnum nýtir bókhaldskerfið. MYND/ANTONBRINK dk býður upp á lausnir sem má nálgast samstundis í snjallsímanum, á vefnum og spjaldtölvum. Hér er dk afgreiðslu- app, dk stjórnendaapp, dk reikningaapp, dk pantanaapp og dk veitingahúsaapp sem hefur notið mikilla vinsælda hjá veitingahúsum síðan það kom út. MYND/DK HUGBÚNAÐUR Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . jA N ÚA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U ReNDURSKOÐUN OG BóKHALD 2 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 6 -1 1 B 8 1 E D 6 -1 0 7 C 1 E D 6 -0 F 4 0 1 E D 6 -0 E 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.