Fréttablaðið - 26.01.2018, Side 24
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
Ingvi Björn Bergmann starfaði hjá Deloitte í Kaupmannahöfn árin 2010-2012.
Starfsmenn Deloitte á Íslandi geta sótt um að komast í starfaskiptiprógramm á
annarri skrifstofu Deloitte víða
um heim og hafa nokkrir Íslend
ingar nýtt það undanfarin ár. Einn
þeirra er Ingvi Björn Bergmann
sem starfaði í Kaupmannahöfn
árin 2010 til 2012. Hann hóf störf
hjá Deloitte árið 2004 og segist
strax hafa haft mikinn áhuga á að
fá tækifæri til að starfa erlendis og
sóst eftir því. „Ýmsir þættir spiluðu
inn í hvers vegna Kaupmanna
höfn varð fyrir valinu. Fjölskyldan
hafði verið í sumarfríi þar eitt árið
og við féllum alveg fyrir borginni.
Eiginkona mín, Karen Íris Braga
dóttir, stefndi á mastersnám í
fjármálum í erlendum háskóla og
fann nám við Copenhagen Busi
ness School. Einnig spilaði inn í
ákvörðun okkar að það er mjög
gott að ala upp börn í Danmörku.
Við eignuðumst annað barn okkar
stuttu eftir að við fluttum út og
voru strákarnir báðir í leikskóla
þennan tíma.“
Meiri sérhæfing
Skrifstofa Deloitte er staðsett
á Islandsbrygge í Kaupmanna
höfn sem er rétt við miðbæinn.
Þar störfuðu um 1.500 manns
meðan Ingvi Björn starfaði þar en
Deloitte var stærsta ráðgjafar og
endurskoðunarfyrirtæki Dan
merkur. Endurskoðunarsviðinu
var skipt upp í deildir eftir sér
hæfingu, en í deildinni sem Ingvi
Björn starfaði í var 120 manna
teymi sem nær eingöngu sinnti
endurskoðun á félögum skráðum
í dönsku kauphöllina. „Mest
starfaði ég fyrir stærstu skipa
félög Danmerkur sem voru með
starfsemi í öllum heimsálfum og
alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki.“
Vinnuumhverfið á Ísland og
í Danmörku er svipað að sögn
Ingva Björns enda unnið eftir
sömu aðferðafræði hjá Deloitte
úti um allan heim. Sérhæfingin
ytra var þó töluvert meiri og
auðveldara fyrir starfsfólk að ein
blína á ákveðnar atvinnugreinar
og öðlast mjög sérhæfða þekk
ingu í henni. „Danir eru einnig
mjög skipulagðir og mönnun og
skipulag verkefna er unnin mjög
tímanlega.“
Mættir snemma
Kynni hans af dönskum kollegum
sínum voru góð. Hann segir því
oft kastað fram að Danir séu latir
til vinnu og vinni helst enga yfir
vinnu og séu komnir í bjórinn
upp úr hádegi. „Það var ekki mín
upplifun. Eðli starfsins er þannig
að það er mikið álag á tímabilinu
janúar til mars. Dönsku kolleg
arnir voru engir eftirbátar þeirra
íslensku í að sitja og vinna langt
fram eftir kvöldi og um helgar. Það
má þó segja að þeir séu agaðri en
við Íslendingar. Flestir eru mættir
snemma á morgnana eða í síðasta
lagi klukkan 8 og engum óþarfa
tíma er eytt í langan hádegismat
eða til að sinna persónulegum
erindum á vinnutíma.“
Hann segist hafa öðlast mikla
reynslu á þessum tíma. „Það eru
mikil tækifæri í sérhæfingu, að
læra af vinnubrögðum annarra og
öðlast alþjóðlegt tengslanet sem
nýtist í framtíðinni. Deloitte í Dan
mörku hefur lagt mikla áherslu
á skilvirkni og góð samskipti
við viðskiptavininn með öflugu
markaðsstarfi og leiðtogaþjálfun
stjórnenda.“
Góður tími
Árin tvö í Kaupmannahöfn voru
góður tími fyrir fjölskylduna enda
er borgin yndisleg og hefur upp á
mjög margt að bjóða. „Það er mikil
afþreying í boði og alltaf eitthvað
nýtt að sjá og skoða. Þar sem við
vorum með tvö mjög ung börn
á þessum tíma voru leikvellirnir
mikið nýttir en borgaryfirvöld í
Kaupmannahöfn hafa staðið sig
svakalega vel í að búa til góðar
aðstæður fyrir barnafjölskyldur.
Að búa erlendis án alls tengslanets
styrkti mjög fjölskylduböndin
og strákarnir okkar hafa mikla
tengingu við landið enda höfum
við farið mjög reglulega í frí til
Kaupmannahafnar eftir að við
fluttum heim.“
Lærdómsríkur tími
í Kaupmannahöfn
Ingvi Björn Bergmann starfaði um tveggja ára skeið hjá Deloitte í Kaupmannahöfn. Tíminn var
afar lærdómsríkur fyrir hann og um leið var þetta skemmtilegur tími með fjölskyldunni.
4 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U ReNDuRsKoÐuN oG BóKhALD
starfsfólk hjá Fjárstoð er tilbúið til að taka að sér stærri sem smærri verkefni. MYND/sTeFÁNSífellt algengara verður að fyrirtæki og stofnanir kjósi að útvista launavinnslu, bókhaldi
og öðrum verkferlum á fjármála
sviði, enda fylgir því ákveðinn
ávinningur og hagræði. Að sögn
Barða Ingvaldssonar, sviðsstjóra
uppgjörssviðs hjá Fjárstoð, felst
styrkur fyrirtækisins í stærðinni og
samsetningu hópsins. „Við erum
með endurskoðanda, viðskipta
fræðinga, hagfræðing, rekstrarhag
fræðing, viðurkennda bókara og
öfluga launafulltrúa auk bókara
af gamla skólanum. Við getum
því tekist á við mjög fjölbreytt og
krefjandi verkefni,“ segir hann. „Þá
er það kostur að mörg okkar hafa
verið hinum megin við borðið og
verið mögulegur kaupandi að svona
þjónustu. Við eigum því auðveldara
með að setja okkur í spor viðskipta
vinarins en margir aðrir.“
Fjölbreytt verkefni
Viðskiptavinir Fjárstoðar eru allt
frá einstaklingum og einyrkjum í
rekstri til félagasamtaka, fjármála
fyrirtækja, skráðra fyrirtækja, sendi
ráða og opinberra stofnana. Starfs
fólkið hefur mikla reynslu af öllum
algengustu bókhalds og launa
kerfum á markaðnum og lagar sig
að þörfum viðskiptavinarins hverju
sinni. Verkefnin eru fjölbreytt. „Við
sjáum um að færa bókhald, reikna
laun, gera ársreikninga og skatt
framtöl en við bjóðum einnig upp
á endurskoðun, reikningagerð,
greiðsluþjónustu, mánaðarupp
gjör og ýmiss konar greiningar
og úttektir. Þá höfum við verið að
færa okkur yfir á nýjar brautir, svo
sem útlánaeftirlit og regluvörslu
og höfum fylgst grannt með nýjum
lögum um persónuvernd og reglu
gerðum sem munu hafa mikil áhrif
á fjölda fyrirtækja,“ segir Barði.
Viðskiptavinir hafa ólíkar þarfir
og útvistun þarf ekki að snúast um
allt eða ekkert. „Sum fyrirtæki kjósa
að láta okkur vinna mánaðarupp
gjör einfaldlega vegna þess að þeim
finnst kostur að fá aðhald utan
frá. Þá er algengt að við sinnum
einungis afmörkuðum verkefnum
í bókhaldi, færum kostnaðarreikn
inga eða sendum út sölureikninga,
og leysum af í forföllum,“ segir Soffía
Sigurjónsdóttir, sviðsstjóri bók
haldssviðs. „Það færist í vöxt að við
sinnum launavinnslu fyrir hluta
starfsmanna hjá fyrirtækjum, ýmist
vegna launaleyndar eða vegna þess
að viðkomandi starfsmenn passa
ekki inn í hefðbundið ferli hjá
fyrirtækinu,“ segir Áslaug Hansen,
sviðsstjóri launasviðs.
Gott skipulag
Auk stóru alþjóðlegu endurskoð
unarfyrirtækjanna er fjöldi smárra
fyrirtækja að bjóða þjónustu sína
hér á landi, og þá oft á afmörk
uðum sviðum. Þriðji valkosturinn
er fyrirtæki eins og Fjárstoð sem
er nógu stórt fyrirtæki til að bjóða
fjölbreytta og faglega þjónustu
en er á sama tíma nógu lítið til að
þjónustan sé persónuleg. „Bestu
viðskiptavinirnir eru þeir sem gera
mestar kröfur og vilja hafa reglu
á hlutunum. Það hvetur okkur til
dáða og gagnast um leið þeim við
skiptavinum sem eru minna skipu
lagðir og agaðir,“ segir Soffía.
Fjárstoð flutti skrifstofur sínar að
Höfðabakka 9 síðasta vor. Hægt er
að nálgast upplýsingar á heimasíð
unni fjarstod.is eða í síma 556 6000.
hagkvæmni í rekstri er
ávinningur viðskiptavina
Fjárstoð leggur
áherslu á að
tryggja viðskipta-
vinum sínum
gæði, hagkvæmni
og persónu-
lega þjónustu.
Fjárstoð er fjöl-
skyldufyrirtæki
sem stofnað var
árið 2001 og eru
starfsmenn 15
talsins í dag.
2
6
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
D
5
-F
D
F
8
1
E
D
5
-F
C
B
C
1
E
D
5
-F
B
8
0
1
E
D
5
-F
A
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K