Fréttablaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 25
Uniconta er nýtt og öflugt bókhaldskerfi í skýinu sem byggir á öllum nýjustu tæknilausnum Microsoft og er því mun öflugra og fljótvirkara en þau kerfi sem hafa staðið íslenskum fyrirtækjum til boða hingað til, segir Ingvaldur Thor Einarsson, framkvæmdastjóri Uni- conta Ísland. Fyrirtækið var sett á laggirnar haustið 2015 og hefur einkarétt á dreifingu á Uniconta bókhaldskerfinu hér á landi. Ingvaldur segir notendur sam- mála um að Uniconta sé hraðasta bókhaldskerfi í heimi. „Uniconta býður upp á fullkomin forritaskil (API) sem gerir samþættingu við önnur kerfi einfalda. Á Lausnatorgi Uniconta geta notendur valið úr tugum viðbótarlausna sem eru að fullu samþættar við Uniconta. Bókhaldskerfið er einnig fullkomin viðskiptalausn en samt einföld í innleiðingu og uppsetningu og við erum að bjóða áskriftarverð sem eru mun lægri en það sem áður hefur þekkst. Við höfum séð dæmi um að fyrirtæki spari sér tugi millj- óna með því að velja Uniconta.“ Hentar öllum Kerfið er að sögn Ingvalds hannað af Erik Damgaard sem hefur á 33 ára ferli hannað bókhaldskerfi eins og Concorde XAL og Dynamics AX. „Erik er án efa fremsti sérfræðingur okkar tíma í hönnun og uppbygg- ingu bókhaldskerfa. Við höfum svo lagað kerfið að íslenskum aðstæðum þannig að það henti íslenskum fyrirtækjum af öllum stærðargráðum.“ Notandinn vinnur í biðlara á eigin tölvu en gögnin eru öll vistuð í öruggu umhverfi í skýinu. „Þau bókhaldskerfi sem eru í boði á Íslandi voru flest hönnuð undir lok síðustu aldar og byggja á tækni þess tíma, þegar nettengingar voru hægar og dýrar og afkastageta vél- búnaðar afar takmörkuð miðað við það sem við þekkjum í dag.“ Uniconta hentar íslenskum fyrirtækjum af öllum stærðar- gráðum sem gera kröfu um hraða og virkni að sögn Ingvalds. „Kjarnamarkhópurinn okkar er meðalstór og stór fyrirtæki en það er líka fjöldi einyrkja og lítilli fyrirtækja sem notar Uniconta með góðum árangri. Kerfið inni- heldur fullkomið birgðakerfi með framleiðslueiningu, verkbókhald og viðskiptatengslakerfi (CRM) og er í stöðugri framþróun. Í hverjum mánuði bætast við nýjar aðgerðir og möguleikar í takt við þarfir markaðarins.“ Góðar móttökur Viðtökurnar hafa verið vonum framar hjá viðskiptavinum, segir Ingvaldur. „Við trúum því að ánægðir notendur séu besta aug- lýsingin. Við hlustum á viðskipta- vini okkar og gerum okkar besta til að mæta þeirra þörfum á skilvirkan og einfaldan hátt. Einnig erum við með fjölda frábærra þjónustuaðila sem sérhæfa sig í innleiðingum, samþættingu og þjónustu þannig að viðskiptavinir geti alltaf leitað til þjónustuaðila sem skilur hans þarfir og hefur þekkingu á því sviði. Auk þess leggjum við mikið upp úr samstarfi við bókhalds- og endur- skoðunarfyrirtæki þannig að við- skiptavinir okkar geti alltaf fundið fagaðila til að aðstoða við uppgjör og reikningsskil í Uniconta.“ Hann lítur björtum augum til næstu 2-3 ára. „Markmið okkar er að vera leiðandi lausn hér á landi innan þriggja ára og það gerum við með því að hlusta á þarfir viðskipta- vina okkar og svara þörfum þeirra með skilvirkari og hagkvæmari hætti en hefur hingað til verið gert.“ Nánari upplýsingar má finna á www.uniconta.is. Öflugra bókhaldskerfi en áður Bókhaldskerfið Uniconta er fullkomin viðskiptalausn en um leið einföld í innleiðingu og uppsetn- ingu. Uniconta Ísland býður áskriftarverð sem eru mun lægri en áður hefur þekkst hér á landi. Unnur Björnsdóttir, tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Uniconta, og Ingvaldur Thor Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Uniconta. Félagið býður upp á nýtt og öflugt bókhaldskerfi sen hentar öllum gerðum fyrirtækja. MYND/ANTON BRINK Nýtt öflugt bókhaldskerfi í skýinu frá manninum sem færði okkur Dynamics Ax Prófaðu frítt í 30 daga www.uniconta.is Frá aðeins 1.999 á mánuði (án vsk) Erik Damgaard Stofnandi Uniconta KYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S T U DAG U R 2 6 . ja N úa r 2 0 1 8 ENDURSKOÐUN OG BóKHALD 2 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 5 -F D F 8 1 E D 5 -F C B C 1 E D 5 -F B 8 0 1 E D 5 -F A 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.