Fréttablaðið - 26.01.2018, Page 30

Fréttablaðið - 26.01.2018, Page 30
Það hefur löngum verið sagt að fólk ætti að nota túrmerik sem mest í matargerð vegna hollustu þess. Ný rannsókn sem gerð var hjá UCLA, eða Kaliforníuháskól- anum, bendir til að túrmerik geti haft mjög góð áhrif á minnið hjá eldra fólki. Kúrkúmín er efni í túrmeriki sem gefur því gula litinn en er jafn- framt heilsubætandi. Rannsóknin sýndi að kúrkúmín getur haft mjög góð áhrif á minni fólks. Auk kúrkúmíns inniheldur túrmerik öflug andoxunarefni sem hafa mjög góð áhrif á heilsuna. Á Indlandi þar sem túrmerik er mikið notað í matargerð er Alzheimer-sjúk- dómurinn mun sjaldgæfari en annars staðar. Fjörutíu manns á aldrinum 50-90 ára sem glímdu við einhvers konar minnistap tóku þátt í rann- sókninni. Hluti þátttakenda fékk sem svarar 90 milligrömmum af kúrk- úmín tvisvar á dag í átján mánuði en hinir fengu lyfleysu. Fylgst var með blóði þátttakenda allan tímann og sömuleiðis fóru þeir í alls kyns próf. Þeir sem fengu kúrkúmín sýndu jákvæða niðurstöður með betra minni og hæfni til að einbeita sér jókst sömuleiðis. Röntgenmyndir af heila sýndu einnig lægra beta-amylo- id og tau-prótín sem er tengt við Alz- heimer-sjúkdóminn. Rannsakendur telja að kúrkúmín gæti líka haft áhrif á þunglyndi. Stærri rannsókn er í undirbúningi. Túrmerik getur bætt minnið Túrmerik bætir minnið auk þess sem það hefur góð áhrif á einbeitingu. Myrkir músíkdagar fara meðal annars fram á Listasafni Íslands. Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980 af Tónskálda- félagi Íslands sem vettvangur fyrir íslensk tónskáld til að fá verk sín flutt. Í dag er áhersla hátíðarinnar á að flytja og kynna samtímatón- list með áherslu á nýja íslenska tónlist og flytjendur. Hátíðin var sett í gær, fimmtudag, og er boðið upp á fjölbreytta tónlistarveislu í dag og á morgun. Tónleikarnir eru haldnir í tónlistar- og ráð- stefnuhúsinu Hörpu sem og á öðrum stöðum vítt og breitt um miðborgina, meðal annars í Fríkirkjunni, Iðnó og Listasafni Íslands. Nánari dagskrá má sjá á vef- síðunni darkmusicdays.is en hátíðinni lýkur með eftirpartíi á Húrra annað kvöld klukkan ellefu þar sem DJ Sigrún þeytir skífum. Myrkir músíkdagar í 38. sinn Þessar kartöflur eru víst skornar bandvitlaust. NORDICPHOTOS/GETTY Háskólanemar hafa reiknað út bestu leiðina til að skera kart-öflur fyrir ofnbakstur. Nemendur við Edge-hótelskólann, sem er hluti af háskólanum í Essex, unnu með stærðfræðinemum úr Samuel Whitbread Academy í Shef- ford og þróuðu aðferð til að skera kartöflur sem þeir kalla Edge-hótel- skóla aðferðina. Aðferðin snýst um að hámarka yfirborðsflatarmál kartaflnanna, sem er gert með því að skera þær í helm- inga og svo á ská þannig að til verði 30 gráðu horn, í staðinn fyrir að skera þær í helminga og skera helmingana svo þvert og búa til 90 gráðu horn, sem er algengast. Þessi aðferð var þróuð með flóknum útreikningum til að komast að því hvernig væri hægt að hafa flatarmál skorna hlutans sem allra stærst og gerir flatarmálið 65% stærra en á kartöflum sem eru skornar í 90 gráðu horn. Þetta leiðir til þess að kartöflurnar verða stökkari og bragðbetri. Nemendurnir bökuðu gríðar- legt magn af kartöflum til að prófa aðferðina og gáfu almenningi og fagfólki í veitingageiranum smakk, til að sýna fram á gæði aðferðarinnar. Viðbrögðin voru mjög jákvæð og þó nokkrir kokkar hafa tekið þessa aðferð upp. Hin fullkomna leið til að skera kartöflur Hárkúr Gula miðans er bætiefnablanda sem er sérstaklega samsett fyrir hárið. Blandan inniheldur valin bætiefni fyrir hárið, þar á meðal nauðsynlegar amínósýrur, stein- efni og vítamín sem stuðla að heilbrigðum og góðum hárvexti. Ánægðir notendur taka eftir því að hárið verður áberandi mýkra, hárlos verður minna og hárvöxtur styrkist og eykst. Meðal innihaldsefna í Hárkúr eru inósítól, kólín, járn og sink sem eru nauðsynleg fyrir heil- brigðan hárvöxt og koma í veg fyrir að hárið slitni og verði líflaust. Hárkúr inniheldur einnig B–vítamín, bíótín og fólínsýru sem stuðla að heilbrigði hársekkja og frísklegu útliti hársins. Þá inniheldur Hárkúr þara sem er ríkur af snefilefnum sem styðja við hárvöxtinn. Hárkúr er einnig þekktur fyrir að styrkja neglur og húð. Hárkúr er ein vinsælasta varan frá Gula miðanum sem fólk kaupir aftur og aftur. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is Hárrétt ákvörðun 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 2 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E D 6 -2 A 6 8 1 E D 6 -2 9 2 C 1 E D 6 -2 7 F 0 1 E D 6 -2 6 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.