Ófeigur - 01.03.1908, Blaðsíða 2

Ófeigur - 01.03.1908, Blaðsíða 2
2 lesendurnir séð hvað það var, sem siðbótamannin- um lá á hjarta, nefnilega að fletta ofan af syndum mírium og K. F\, hirta mig fyrir «stórlygar» mínar í Ófeigi á hina réttlátu kaupmannastétt, sem leggur svo mikið í sölurnar til þess, að leysa fáráða alþýðu úr læðingi kaupfélagsskaparins, með ávöxtunum af hinui kærleiksríku samkepni sinni. En þótt hirtingin sé hörð, og hrís hofgæðings- ins sár, þá hefir þó þetta fyrsta «kristilega« smárit hans aflað mér meiri ánægju en hrygðar, þótt ótrú- legt sé. Vér kaupfélagsmenn höfum farið mjög á mis við þá fræðslu og fagnaðarboðskap, sem vér vitum að hin nýja íslenzka kaupmannastétt flytur almenningi við búðarborð sín, á skrifstofum sínum og í heim- sóknum til skiftavinanna, því þótt oss hafi stöku sinnum borist óniur af þessum boðskap í sögum og orðrómi, þá verður slíku eigi fulltreyst. En nú hefir A. K. hafið fræðslustarf, sem honum væntanlega end- ist aldur og elja til að framhalda til heilla fyrir land og lýð, og til viðvörunar gegn kaupfélagsspillingunni, sem hann í verki hefir dyggilega unnið á móti. Mun það varla leynast lesendum hans, að hann er sér þess með vitandi, að hann vinnur fyrir almenning, og að gagnvart kaupfélagsskapnum hvílir sú siðferðis- skylda á honum, að setja alþýðu hærra mark og göfugra en það, sem K. P. hefir sett og kept að. Munu og viðskiftamenn hans geta um það borið, að hann kitlar ekki hinar lægri hvatir þeirra, heldur horfir hátt, sem hofgæðingi sæmir.

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.