Ófeigur - 01.03.1908, Blaðsíða 13

Ófeigur - 01.03.1908, Blaðsíða 13
13 að sanna með rökum en eigi reynslu, að þá fyrst væri kaupfélagi auðvelt að fullnægja allra jDörfum, er allir væru eindrægir félagsmenn, og væru lausir við alt umstang og sjálfboðna jDjónustu kaupmanna, sem ruglar allar áætlanir, og truflar markaðinn innan- lands og utan, Petta segir líka heiibrigð skynsemi hverjum hugsandi manni, sem reynir að gera sér ljóst hvað jsað er, að koma skipulagi og reglu á hverskonar starfsemi. f*að er fáránleg kenning, að félag 2000 manna, sem eru samtaka, sé ómáttugra að standa í nokkrum stórræðum, og afla sér trausts og álits, sem mesta þýðingu hefir í viðskiftalífinu, en félag 200 manna, sem ekki eru samtaka, og sí- felt eru truflaðir af andstæðum áhrifum. Eftir því ætti verzlun A. K. að vera því styrkari og vissari, sem hún hefði færri og óvissari viðskiftamenn. — Þessi kenning A. K. er, eins og fleira í riti hans, furðu gáleysisleg og vanhugsuð; og þó þykist eg hafa orðið þess var, að hann hefir ekki árangurs- laust flutt hana sumum kaupfélagsmönnum; en ekki er auðvelt að sjá, hversvegna hann þá keppist eftir, að ná í viðskifti þeirra. Auðvitað mundi þetta horfa nokkuð öðruvísi við, ef tilgangur K. Þ. og regla væri eigi víðtækari en hjá A. K„ nefnilega að vinsa úr efnuðustu mennina, ná í viðskifti þeirra og ábyrgð, en láta þá ósjálfstæðu og efnalitlu eiga sig sjálfa, eða ef kaupfélagsmenn hugsuðu ekki hærra en við- skiftamenn A. K virðast hugsa, að ná í einhvern augnabliks hagnað fyrir sjálfa sig, án þess að hirða um aðra eða heildina.

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.