Ófeigur - 01.03.1908, Blaðsíða 3

Ófeigur - 01.03.1908, Blaðsíða 3
3 Þetta var það sem gladdi mig, að sjá nú, svart á hvítu, hvað þessi siðbótarmaður vill; að fá nú kenninguna jafnframt verkunum, En þegar eg hafði lesið ritið, sem höf. var svo göfuglyndur að gefa mér, þá fanst mér þó furðu lítið bera á hugsjónunum, en því meira á gremju yfir villukenningum Ófeigs, og blygðunarleysi mínu, að nota opinberar hagskýrslur, að því er mér skilst, heimildarlaust, þ. e. án leyfis kaupmanna(!!) til þess, sem hann kallar að blekkja menn, og útbreiða róg um kaupmenn, með upplognum tölum. Eg er því neyddur til að bera hönd fyrir höfuð mér í Ófeigi, og gera kaupfélagsmönnum grein fyr- ir, hvað mín og kaupmanna hér á Húsavík hefir á milli farið. En fyrst ætla eg, eins og málafærslumenn- irnir segja, að líta á formhlið málsins. Vil eg þá fyrst spyrja A. K. sjálfan, og lesendur Ófeigs, hvort þeim finnist það virkilega drengilegt, að taka »prívat« handrit mitt, sem A. K., fyrir atvik og meinleysi, getur klófest, og ráðast á það með opin- beru flugriti, sem útbýtt er takmarkalaust til almenn- ings, ekki einungis lesenda Ófeigs, sem eru lokað félag, heldur til hvers sem hafa vill, jafnt til þeirra er aldrei sjá Ófeig, og ekkert þekkja málavöxtu. Og þetta gerir A, K., þótt hann ætti kost á, að taka til máls í Ófeigi, ef hann teldi sig þurfa að leiðrétta umsögn hans. Loforð um það hafði hann bæði frá mér og varaformanni K. Þ. — A. K. kveðst rita móti Febrúarhefti Ófeigs 1907. Pá kom ekkert hefti út af Ófeigi, en í Febr. byrjaði eg að semja ritgerð- 1*

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.