Ófeigur - 01.03.1908, Blaðsíða 16

Ófeigur - 01.03.1908, Blaðsíða 16
16 með sölu á henni, þá bjóði kaupmenn hærra en ella í þá vöru, og fái meira af henni til meðferðar. — Eg hélt nú, satt að segja, að A. K. væri skyn- samari en svo, að hann réðist á þennan einfalda og augljósa sannleika, en þarna stendur það í ritinu, og það með svo geystum og glamrandi orðum, að það minnir á skröltið sem einusinni heyrðist á Pingvöll- um. En hversvegna ætli kaupmenn sé annars að auglýsa, að þeir borgi hærra verð en aðrir, fyrir þessa eða hina vöruna? Það mun þó aldrei veia til þess, að ná í meira af henni hjá seljendum en aðrir? Eða ætli kaupmenn geri það helzt þegar var- an er að falla, og litlar Iíkur eru til þess að hún seljist vel? Hversvegna fékk A. K. svo mikið af gærum í haust sem leið? F*að er hrapallegt að þurfa að eyða orðum um annað eins og þetta, og það við menn, sem þykjast vera með öllu viti, og í flestan sjó fær- ir. — Ekki gengur A. K. betur að skilja það, sem eg sagði um afleiðingar af fallandi verði íslenzkra af- urða, og framboði þeirra af mörgum smákaup- mönnum. Spyr hann með spekingssvip hvernig eigi «að botna þá lokleysu.» Pað er nú auðveldara en A. K. hyggur, og skal eg nú hjálpa skilnings- leysi hans með sönnu dæmi, sem eg vona fastlega að hann skilji, og geti notað fyrir «botn» í sínar eigin «Iokleysur.» K. f*. færðist lengi undan að fást við saltkjöts- sölu til útlanda, því að kaupfélagsmenn álitu, að eins og kaupmenn hefðu rekið liana, væri hún óheppi-

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.