Ófeigur - 01.03.1908, Blaðsíða 23
23
á þetta aðeins sem hagfræðislega heildarreglu, án
þess að byggja nokkuð á því, og sömuleiðis benti
eg á undantekningarnar. En A. K. fínst sjálfsagt að
mótmæla þessu, fyrst eg sagði það, og svo rogast
hann fram með eina undantekninguna, (K. N. I3.)
sem gilda sönnun gegn reglunni. Gáfuleg röksemda-
færsla, það!?
Pó varð eg einna mest forviða, er A. K. í nið-
urlagi rits síns, snarar því brigzli á nasir mér, að eg
sé að berjast fyrir einokun. Satt að segja hélt eg
að sú vitleysa væri löngu dauð hér í héraðinu,
að samtök almennings (kooperation) til þess að
draga í eitt, og undir eigin stjórn, þau störf og um-
ráð sem stéttir og einstakir menn hafa haft einræði
um, væri sama sem einokun, En viti menn, þarna
er hún þá snarlifandi enn, og A. K. skortir ekki
kjark til þess, að hampa henni frammi fyrir almenn-
ingi. Og hvað mundi veita manninum kjark til þess?
Það er varla nema um tvent að gera: annaðhvort ó-
trúlegt gáleysi og skeytingarleysi, eða hitt, að hann
af yfirlögðu ráði kastar þessu gamla agni kaupmann-
anna fyrir almenning í þeirri von að einhverjir renni
á það. Nú gefur á að Iíta hve margir gleypa þá
flugu.
Pað er annars eftirtektavert, að hvarvetna þar
sem A. K. í flugriti sínu gerir tilraun til að and-
mæla Ofeigi um aðalefnið, þar hefir hann ekki ann-
að fyrir sig að bera en gamla uppvakninga og aftur-
göngur frá fyrstu árum K. í*. Vekur það grun um
að A. K. hafi ekki gert sér mikið far um, að íylg-