Víkurfréttir - 30.11.2006, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 30. NÓVEMBER 2006 27STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Skólavegi 12
230 Keflavík
www.geimsteinn.is
U p p s k e r u h á t í ð
G e i m s t e i n s
2 0 0 6
Geimsteinn gerir upp árið
með stórtónleikum á Ránni
fimmtudaginn 30. nóvember
kl. 21.00
Diskar útgáfunnar seldir
á snar lækkuðu verði !
Fram koma:
Baggalútur
Breiðbandið
Koja
Rúnar Júlíusson
Sviðin Jörð
Æla
Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum,
opnar í dag sýningu að Túngötu 2, gamla Félags-
bíói, þar sem yfirskriftin er: „Sjö bananar og þrjár
sítrónur.“
Þar má sjá myndir frá níu félögum úr Ljósopi þar
sem yrikisefnið er fjölbreytt, en innan sýningar-
innar er einnig lítil lokaður salur þar sem sýndar
verða myndir undir þemanu 18+ og segir Krist-
ján Carlsson Gränz, formaður félagins, að hver
geti lagt sína túlkun
á þ a ð . Sý n i ng i n
stendur til 10. Des-
ember og er opin frá
kl. 18-22 alla daga.
Í samtali við Víkur-
fréttir sögðu þeir
Kristján og Olgeir
Andrésson félagi í
Ljósopi, sem hlaut
þriðju verðlaun í ljós-
my ndasamkeppni
NFS í sumar, að
félagið hafi verið í
sífelldum vexti frá
stofnun þess í janúar.
„Það er mikil gróska
á þessu sviði og nú eru félagarnir hjá okkur orðnir
um 40 og fjölgar stöðugt eins og verkefnunum. Þeir
eru á öllum aldri og bæði karlar og konur.“
Sýningin sem opnar í dag er þriðja sýningin á
vegum Ljósops en áður hafa þeir sýnt í Reykjanes-
höllinni og í Svarta Pakkhúsinu. Kristján og Olgeir
segja að talsverðar framfarir séu á milli sýninganna
bæði hvað varðar gæði og vinnslu sem skilar betri
myndum.
„Það skiptir miklu að geta sótt í reynslubankann
hjá öðrum ljósmyndurum og fá góð ráð, sérstak-
lega um það sem á að varast, til að verða betri
ljósmyndari,” segir Kristján og bendir á Olgeir
félaga sinn sem gott dæmi um það, en hann hefur
einungis stundað ljósmyndun í rúmt ár og hefur
náð mikilli færni.
Búnaður ljósmyndara spannar allt litrófið í þessum
málum, allt frá litlum heimilisvélum upp í Large
Format filmuvélar
og stafrænar vélar af
fullkomnustu gerð.
Í húsnæði félagsins
í Féalgsbíói hefur
einmitt nýlega verið
komið upp fram-
köllunarherbergi
og eftir áramót er
stefnt að því að
vera með tilsögn í
framköllun. Þar er
einnig stúdíó sem
er allnokkuð notað
og kaffiaðstaða en
þeir Kristján og
Olgeir kunna Spari-
sjóðnum í Keflavík miklar þakkir fyrir að leyfa
þeim að hafa afnot af húsnæðinu sem sé mikill
styrkur fyrir félagið.
Þeir sem vilja kynna sér frekar starfsemi félags-
ins er bent á heimasíðuna ljosop.blogspot.com en
fundir eru líka haldnir annan hvern þriðjudag í
húsnæði félagsins. Næsti fundur verður þann 5.
desember og er allt áhugafólk um ljósmyndun vel-
komið.
„Sjö bananar og þrjár sítrónur“
LJÓSOP OPNAR SÝNINGU
Í FÉLAGSBÍÓI Í DAG
GÍSLI GUNNARSSON ÓLAFUR HARÐARSON
OL
GE
IR
A
ND
RÉ
SS
ON
JÓ
HA
NN
H
AN
NE
SS
ON
SARA ROSS BJARNADÓTTIR
RÓSINKAR ÓLAFSSONRUT INGÓLFSDÓTTIR