Víkurfréttir - 30.11.2006, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
Fyrirtæki í Reykjanesbæ, K-Matt, hefur nýlega hafið innflutning á bylt-
ingarkenndu tæki fyrir sjúk-
linga sem eru háðir notkun
súrefniskúta, Eclipse að nafni.
Kristján Matthíasson rekur K-
Matt ásamt konu sinni, Sigríði
Ragnarsdóttur, en nýverið var
fyrsta Eclipse-súrefnissían af-
hent Gunnari Guðnasyni.
Gunnar hefur í rúm fimm ár
verið algerlega háður notkun
súrefniskúta allan sólarhring-
inn. Þegar hann þurfti að not-
ast við súrefniskútana var mikil
fyrirhöfn í kringum það og
þurfti hann að vera með allt að
10 kúta inni á heimilinu í einu
að því ógleymdu að ekki þarf
að fylla á tækið eins og kútana.
Eclipse-tækið vinnur súrefni úr
andrúmsloftinu og er mjög létt
og meðfærilegt að sögn Krist-
jáns, eða um 7,6 kíló.
Verkefnið hófst fyrr í ár þegar
Kristján var að hjálpa Gunn-
ari við að finna betri lausnir
á sínum málum en eftir sam-
skipti við framleiðendur Eclipse
í Bandaríkjunum afréð hann að
hefja innflutning á tækinu og
stofnaði fyrirtækið ásamt eigin-
konu sinni.
Kristján segir að tækið hafi
vakið athygli, m.a. hafi yfir-
læknir og starfsfólk lungna-
deildar Landspítalans kynnt
sér tækið og leist þeim afar vel
á. Nú bíða nokkrir aðilar eftir
eintökum. „Tækið er notað um
allan heim enda mjög meðfæri-
legt þannig að ég sé fram á að
það muni ná fótfestu hér. Ég sé
líka fyrir mér að nokkur störf
muni skapast hér á svæðinu í
þjónustu við eigendur.“
Kristján ákvað í samstarfi við
þrjá aðra góða vini Gunnars,
Jón Eyfjörð, Sigurð Friðriksson
og þann þriðja sem ekki lætur
nafns síns getið að afhenda
Gunnari tækið til afnota og
sagði Gunnar í samtali við Vík-
urfréttir að honum litist mjög
vel á og það veitti honum mikið
frelsi og í raun nýtt líf.
Fékk byltingarkennt
súrefnistæki til afnota
Gott að eiga góða að!