Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 13.05.2004, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ Vatnsleysustrandarhreppur: Kallinn á kassanum Umfelgunarverð frá kr. 4.750. - Einn fluttur á sjúkrahús eftir fjölmargar bílveltur ■ Einn var fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu á Grindavíkurvegi í síðustu viku. Bifreið sem ekið var í átt til Grindavíkur fót útaf veginum nærri afleggjaranum að Bláa lóninu. Af ummerkjum á vettvangi að dæma virðist bíllinn hafa farið fjölmargar veltur áður en hann staðnæmdist á barmi hraungjótu. Ö kumaður var einn í bílnum að sögn lögreglumanna á vettvangi. Hann mun hafa slas- ast á baki. Bifreiðin er mikið skemmd eftir velturnar og brak úr bílnum og ýmsir munir voru dreifðir yfir stórt svæði. Sjónar- vottur að slysinu sagði bifreiðina hafa verið á mikilli ferð. V atnsleysustrandarhreppur áæ tlar að seljavatnsveitu bæ jarins til Hitaveitu Suður-nesja til að fjámagna framkvæ mdir við stæ kkun grunnskólans í hreppnum, en  æ r framkvæ mdir munu væ ntanlega kosta allt að 200 milljónum króna. Í nýrri þriggja ára áætlun er stefnt að því að íbúum hreppsins fjölgi um 200 á næstu 3-4 árum og er talið nauðsynlegt að stækka grunnskólann um allt að 1000 fermetra eigi þessi fjölgun að verða að veruleika. Í áætluninni er einnig gert ráð fyrir að auka framboð einbýlishúsalóða um 25-30 og fjöl- býlishúsalóða um 20-30. Til þess að fjármagna framkvæmdirnar þarf að breyta eignasafni hreppsins og er talið heppilegast að selja vatnsveituna til Hitaveitu Suðurnesja og að setja hluta af fasteignum hreppsins í fasteignafélag eins og hefur tíðkast í mörgum öðrum sveitarfélög- um. Sé grunnskólinn settur inn í slíkt félag og vatnsveitan seld fæst fjármagn til að halda áfram uppbyggingunni sem hefur verið í Vogum, en íbú- um þar hefur fjölgað um rúm 30% á síðustu 6 árum og eru nú um 920 talsins.  á yrði einnig mögulegt að ljúka við gangstígagerð og aðrar umhverfisfram- kvæmdir og skuldir að upphæð 140 milljónum króna yrðu greiddar upp. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við þessar breytingar strax á þessu ári og framkvæmdum við skólann ljúki sumarið 2005. stuttar f r é t t i rVatnsveitan seld fyrir stærri skóla Tvö og hálft kíló af hassi fannst í póstsendingu sem barst tillandsins  ann 6. maí. Póstsendingin var stíluð á tvítuganSuðurnesjamann, en Tollgæ slan í Reykjavík lagði hald á efn- ið. Lö greglan í Keflavík fé kk málið til rannsóknar og voru tveir menn handteknir sl. fö studag í heimahúsi í Reykjanesbæ , en mennirnir tóku við póstsendingunni.  rír menn hafa verið handteknir vegna málsins og hefur einn þeirra verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. maí nk. Þrír Suðurnesjamenn viðriðnir málið Tvö og hálft kíló af hassi í póstsendingu: KALLLINN LÉT sjá sig á íbúafundi bæjarstjóra í Innri-Njarðvík á þriðju- dagskvöld. Kallinn sat nokkuð aftar- lega en mikið rosalega þótti honum merkilegt að sjá hve mikið er að gerast í Reykjanesbæ. Það er gjör- samlega allt á fullu. BÆJARSTJÓRI GREINDI mjög skil- merkilega frá framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru í bænum og það eru engar smáframkvæmdir - fram- kvæmdir fyrir rúmar sexþúsund- milljónirkróna. VÍKINGASAFNIÐ rís við Fitjarnar og sett verður upp ferðamannaaðstaða við Reykjanesvirkjun. Komið verður á fót íþróttaháskóla og svæðið í kringum Reykjaneshöllina verður eitt íþróttamannvirki. Og Stapinn verður tónlistar- og ráðstefnumið- stöð. Í HUGA KALLSINS er ekki hægt að gagnrýna bæjarstjóra fyrir nokkurn skapaðan hlut því á fundinum skýrði hann frá skuldastöðu bæjar- ins - sem að mati Kallsins er nokkuð góð miðað við Reykjavík, Hafnar- fjörð og Akureyri. ÁFRAM ÁRNI segir Kallinn fullum fetum! Kveðja, kallinn@vf.is 20. tbl. 2004 umbrot 12.5.2004 15:41 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.