Víkurfréttir - 13.05.2004, Blaðsíða 22
KEFLAVÍK
Saga Keflavíkur í efstu deild er
löng og hafa þeir unnið til fjög-
urra Í slandsmeistaratitla og
tveggja bikarmeistaratitla. Gengi
liðsins hefur þó verið misjafnt
síðustu ár og féllu þeir úr efstu
deild árið 2002 eftir tíu ára setu.
Ú tlegðin var þó ekki löng þar
sem Keflvíkingar unnu 1. deild-
ina með sannfærandi hætti síð-
asta sumar og fóru upp um deild
á ný.
Gengi Keflavíkur á undirbún-
ingstímabilinu hefur verið ágætt
þar sem þeir hafa unnið flesta æf-
ingaleiki sína og voru taplausir í
Deildarbikarnum áður en þeir
féllu óvænt úr keppni í 8-liða úr-
slitum.
Leikmannamál Keflvíkinga hafa
verið nokkuð í umræðunni síðan
í vetur þar sem þeir leituðu sér-
staklega að markmanni í stað
Ó mars Jóhannssonar sem flutti
til Svíþjóðar eftir síðustu leiktíð.
Liðið leitaði fanga utan land-
steinanna þar sem markmenn frá
Danmörku, ýskalandi og Serbíu
voru skoðaðir, en að lokum sneri
Ó lafur Gottskálksson aftur á
fornar slóðir og mun verja mark
Keflvíkinga ásamt hinum unga
og efnilega Magnúsi ormar.
Framlína liðsins er sennilega
helsti styrkleiki þess, en þar fara
fremstir órarinn Kristjánsson,
Hörður Sveinsson og heimamað-
urinn Guðmundur Steinarsson
sem snýr aftur til Keflavíkur eftir
að hafa leikið með Fram og dan-
ska liðinu Brönshöj síðustu miss-
eri. essir piltar hafa staðið sig
vel í vor og hefur Hörður vakið
sérstaka athygli fyrir vaska fram-
göngu og markheppni.
Milan Stefán Jankovic er þjálfari
Keflavíkur og hefur verið mikil
ánægja með hans störf. Honum
líst vel á átök sumarsins. „ É g
held að þetta verði skemmtileg-
asta og erfiðasta sumarið hingað
til. Ö ll liðin eru vel búin og með
góða leikmenn og toppaðstöðu
þannig að þetta verður skemmti-
legt og gott sumar.“ Hann sagði
stöðuna góða í sínum herbúðum
þar sem engar stórar breytingar
hafa orðið á hópnum.
Milan bætir því við að hann telji
líklegt að Hörður Sveinsson eigi
eftir að vekja mikla athygli á
leiktíðinni. „ Hann hefur sýnt í
vetur að hann er mjög góður leik-
maður og mun vonandi standa
sig í sumar.“
Keflvíkingum er spáð ágætu
gengi í sumar þar sem fjölmiðlar
hafa spáð liðinu um miðja deild.
Væntingar stuðningsmanna eru
miklar eftir árs fjarveru úr úrvals-
deild og er víst að liðið ætti að
geta varið sæti sitt í deildinni og
hefur mannskap til þess að koma
skemmtilega á óvart.
GRINDAVÍK
Grindvíkingar sluppu naumlega
við fall úr Landsbankadeildinni í
fyrrasumar þar sem jöfnunar-
mark frá Sinisa Kekic á lokamín-
útum síðasta leiks sumarsins
bjargaði þeim á einhverjum æsi-
legasta lokaspretti í sögu efstu
deildar. Hefðu þeir fallið hefði
það verið í fyrsta sinn sem
Grindvíkingar lentu í því, en þeir
spiluðu fyrst í efstu deild árið
1995 og hafa haldið sæti sínu
síðan.
Undirbúningstímabilið hefur
ekki gengið sem skyldi hjá liðinu
en þeir komust ekki upp úr sín-
um riðli í Deildarbikarnum og
hafa ekki riðið feitum hesti frá
æfingaleikjum vorsins. Grindvík-
ingar hafa hins vegar bætt
nokkrum mönnum við sig að
undanförnu en, þar ber hæst
markvörðinn Albert Sævarsson,
sem snýr aftur úr atvinnu-
mennskunni og mun styrkja liðið
mikið, enda einn besti markmað-
ur landsins.
ar að auki hafa Grindvíkingar
m.a. fengið til liðs við sig hinn
efnilega framherja Ó skar Ö rn
Hauksson, sóknartengiliðinn
Orra Frey Vigfússon og tvo leik-
menn frá Bosníu og Serbíu.
Á móti kemur að Grindvíkingar
sáu á eftir sínum besta manni eft-
ir síðustu leiktíð þegar landsliðs-
maðurinn Ó lafur Ö rn Bjarnason
hélt til Noregs í atvinnumennsku.
Lykilmaður á næstu leiktíð verð-
ur þó Grétar Hjartarson og sást
glögglega á síðasta sumri hversu
mikilvægur hann er fyrir liðið, en
þessi fyrrum markakóngur gat
ekkert leikið með sínum mönn-
um á síðustu leiktíð vegna
meiðsla.
jálfari Grindvíkinga er Zeljko
Sankovic og hefur hann stundað
þjálfun hér á landi frá árinu 1997.
Hann hefur ekki þjálfað lið í
efstu deild á Í slandi áður.
„ É g held að við eigum eftir að
sjá góðan fótbolta í sumar. Í s-
lensk knattspyrna er afskaplega
athyglisverð og er á hraðri upp-
leið.“ Zeljko segir Ó skar Ö rn lík-
legan til að vekja mikla athygli
enda sé hann á leiðinni að verða
mjög góður leikmaður. „ É g er
ánægður með stöðuna hjá okkur
núna, við erum með góða leik-
menn og athyglisvert lið, en ég
þarf tíma til að sjá hvað er besta
byrjunarliðið og hvaða leikaðferð
við munum nota.“
Grindvíkingum er ekki spáð
góðu gengi á leiktíðinni þar sem
flestir fjölmiðlar hafa spáð þeim í
neðri hluta deildarinnar, jafnvel
falli. Slíkar hrakspár eru ein-
kennilegar þar sem liðið hefur
góðum hóp á að skipa og virðst
hafa alla burði til þess að stríða
sigurstranglegri liðunum.
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
sportið
jálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Landsbankadeildinni spá
Grindvíkingum 9. sætinu og falli úr deildinni í sumar. Keflvíkingum
er spáð 6. sætinu í þessari könnun, sem var kynnt á hinum árlega
kynningarfundi fyrir Í slandsmótið sem haldinn var í Smáralind á
mánudaginn.
ar var búist við því að karlalið KR verji Í slandsmeistaratitilinn frá því
í fyrra og að Í BV vinni sigur í kvennadeildinni.
Zeljko Sankovic, þjálfari Grindvíkinga, er hreint ekki sammála þessari
spá. „ É g held bara að þeir hafi verið að gantast eitthvað! Við erum
með mun sterkara lið en þeir virðast halda.“
Milan Jankovic, þjálfara Keflavíkur, leist nokkuð vel á spána. „ að
kemur samt á óvart að Grindavík sé spáð falli.“
FÓTBOLTASUMARIÐ 2004
Um helgina fer boltinn að rúlla í Landsbankadeildinni og er allt
útlit fyrir spennandi og skemmtilega deild í sumar. Keflvíkingar
eiga aftur sæti á meðal þeirra bestu og eru ásamt Grindvíking-
um fulltrúar Suðurnesjamanna í efstu deild.
Grindavík spáð falli
Grindavík
spáð falli!
20. tbl. 2004 umbrot 12.5.2004 14:58 Page 22