Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2004, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 13.05.2004, Blaðsíða 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Landsliðskonurnar ErlaÞorsteinsdóttir og ErlaReynisdóttir munu spila með liði Grindavíkur á næstu leiktíð. Þær skrifuðu undir samninga þess efnis á föstudag- inn og munu að sjálfsögðu koma til með að styrkja Grindavíkurliðið verulega, enda báðar þrautreyndar landsliðskonur og margfaldir meistarar með Keflavík. Þær nöfnur hafa verið með sterk- ustu leikmönnum Keflavíkurliðs- ins að undanförnum árum og hafa tekið þátt í gríðarlegri vel- gengni liðsins sem náði hámarki síðasta vetur þegar Keflavík vann alla titla sem voru í boði. Erla Þorsteins, sem gengdi fyrir- liðastöðunni hjá Keflavík í vetur, sagði í samtali við Víkurfréttir að ástæðan fyrir félagaskiptunum væri alls ekki ósætti. „Það er viss áskorun fyrir okkur að fara til Grindavíkur eftir að hafa spilað í 10 ár með meistaraflokki Kefla- víkur. Það verður auðvitað rosa skrítið að spila á móti Keflavík en þetta verður allt í góðu lagi. Við erum búnar að ræða við stjórnarfólk og stelpurnar í liðinu og þau sýna okkur mikinn skiln- ing.“ Erla sagðist ekki hafa áhyggjur af gengi fyrrum félaga sinna. „Þær eru í toppmálum þó að við förum. Þær eru með það góða breidd og það kemur alltaf maður í manns stað. Ég er líka viss um að ungu stelpurnar hjá Keflavík geti grætt á því að fá að spila meira þegar við erum farnar.“ Svandís Sigurðardóttir mun einnig leika með Grindvíkingum á næstu leiktíð, en hún lék með ÍS í vetur. Grindvíkingar gengu loksfrá ráðningu þjálfarafyrir karla- og kvenna- liðin í körfubolta. Kristinn Friðriksson var ráðinn þjálfari karlaliðsins, en samning- urinn milli Kristins og körfu- knattleiksdeildarinnar er til þrig- gja ára. Kristinn kemur í stað Friðriks Inga Rúnarssonar sem tók sér frí frá körfuboltanum eftir leiktíð- ina. Falur Harðarson, sem þjálfaði Keflavík ásamt Guðjóni Skúla- syni á síðustu leiktíð, hafnaði til- boði Grindvíkinga um starfið en mun þess í stað taka að sér þjálf- un yngri flokka Keflavíkur. Grindvíkingar tilkynntu nokkru síðar að Örvar Kristjánsson hafi verið ráðinn til að þjálfa kvenna- liðið næsta vetur. Örvar hefur ekki þjálfað meistaraflokk áður, en hefur nokkra reynslu af þjálf- un yngri flokka hjá Njarðvík. Grindvíkingar ráða loks þjálfara ERLURNAR FARNAR TIL GRINDAVÍKUR Umferð verður ekkihleypt á fyrsta kaflatvöfaldrar Reykjanes- brautar fyrr en 1. október. Verktakarnir segjast geta lok- ið framkvæmdum 1. júlí og opnað fyrir umferð. Vegagerðin er ekki reiðubúin til að inna af hendi 15 milljóna króna aukaþóknun fyrir skemmri framkvæmdatíma og verða verktakarnir því fram á haust að klára verkið með lág- marksmannskap. Áætlanir gerðu ráð fyrir verk- lokum þann 1. desember, en gengi verkið hraðar fyrir sig hljóðaði samningurinn upp á að verktakar fengju greitt ákveðið flýtifé frá 1. október. Verktakar hafa sent Vegagerðinni erindi þess efnis að möguleiki sé á þvi að brautin verði opnuð þann 1. júlí ef til kemur viðbótarflýtifé, en þeirri tillögu var hafnað. Fulltrúar Vegagerðarinnar sögðu í samtali við Víkufréttir að ekki hafi þótt ástæða til að ganga að tilboðinu þar sem samningar hefðu gefið ríflegan tíma til verksins og eru þeir sáttir við það fyrirkomulag sem þar kemur fram. Halldór Ingólfsson, staðarstjóri verktakanna á Reykjanesbraut- inni segir að allt stefni í að framkvæmdir muni standa fram á haust vegna þess að meirihluti mannskapsins og tækjanna sé farin í önnur verkefni sem eru framar í forgangsröðinni. „Vegagerðin vildi ekki taka þátt í þessum kostnaði. Þetta hefði getað klárast í sumar með lítilli fyrirhöfn, en þetta virðist bara snúast um viljaleysi ráðherra. Hann gæti gert þetta mögulegt, en nú verðum við hér fram á haust með lágmarksmannskap.“ Halldór bætti því við að málið snerist ekki um fjármuni því að upphæðin sem um ræðir er ein- ungis um 2% af kostnaði við verkið. „Það virðist bara sem Suðurnesjamenn hafi færst aft- ar í forgangsröð ráðuneytisins.“ Steinþór Jónsson, talsmaður áhugahóps um örugga Reykja- nesbraut, sagði í samtali við Víkurfréttir að hópurinn legði áherslu á að sú flýting sem bar- átta þeirra og verklag verktak- anna hefðu skilað verði ekki til einskis. „Það mun hryggja okk- ur ef þetta verður niðurstaðan. Þó maður skilji forsendur begg- ja aðila verðum við að finna lausn á þessu máli.“ Steinþór bætti því við að hópur- inn leggði einnig ofuráherslu á að fá svör frá ráðherra varðandi framhald tvöföldunarinnar alla leið inn að Fitjum. „Við munum ekki láta af þrýstingi fyrr en verkinu lýkur að fullu.“ Tvöföld Reykjanesbraut lokuð til 1. október Umferð verður ekki hleypt á fyrsta kafla tvöfaldrar Reykja- nesbrautar fyrr en 1. október. Verktakarnir segjast geta lok- ið framkvæmdum 1. júlí og opnað fyrir umferð. 20. tbl. 2004 umbrot 12.5.2004 15:08 Page 24

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.