Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2004, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 13.05.2004, Blaðsíða 23
Þjónustu- og ábyrgðaraðili fyrir OPTICAL STUDIO DUTY FREE STORE – LEIFSSTÖÐ GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR OPTICAL STUDIO HAFNARGÖTU 45 • SÍMI 421 3811 VORTILBOÐ! SÓLGLER* í þínum styrkleika fylgja kaupum á nýjum gleraugum – FRÍTT – út maí! *Styrkleiki 0 til – 6.00 / 0 til + 4.00, sjónskekkja til 1.00. VÍKURFRÉTTIR I 20. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 13. MAÍ 2004 I 23 Bestu og efnilegustu leikmenn Njarðvíkinga í körfuknattleik voru krýndir á uppskeruhátíð félagsins í gærkvöldi. Hátíðin hófst á því að formaðurinn Hafsteinn Hilmarsson fór yfir árangur vetrarins sem var um margt ágætur, sérstaklega í yngri flokkunum. Við þetta tækifæri voru einstakir leikmenn heiðraðir fyrir framlag sitt í vetur og voru veitt verðlaun fyrir bestu æfingasókn, mestu framfarir og besta leikmann allra flokka. Logi Gunnarsson, atvinnumaðurinn knái sem gerði garðinn frægan með Njarðvík áður en hann hélt í víking, afhenti sigurvegurum verðlaunin. Í meistaraflokki kvenna sýndi Sigurlaug Rúna Guðmundsóttir mestar framfarir í vetur og Sæunn Sæmundsdóttir þótti besti varnarmaðurinn. Besti leikmaðurinn var Auður Jónsdóttir og kom það val fæstum á óvart. Auður, sem er fyrirliði Njarðvíkinga, átti gott tímabil og hélt liðinu oft uppi, sérstaklega á þeim tíma sem Andreu Gaines naut ekki við. Sundkrakkarnir frá Í RBfóru um síðustu helgi ível heppnaða keppnis- ferð til Hvammstanga  ar sem  au tóku  au  átt í Fjö lskyldu- móti Húna, en keppendur voru alls 255 frá 11 fé lö gum. Kepp- endur voru á aldrinum 8 til 16 ára og gekk keppnishald vel fyrir sig  ar sem allir skemmtu sé r konunglega í veðurblíð- unni. Lið ÍRB sendi alla yngri flokka sína til keppni að frátöldum krökkunum í afrekshópi félags- ins og var árangurinn mjög góð- ur. Liðið vann til langflestra verðlauna og sagði Klemenz Sæ- mundsson, formaður sunddeildar Keflavíkur, að keppendur ÍRB hefðu margir verið að bæta sig. Markverðast þótti samt afrek Gunnars Arnarsonar sem var 2/10 frá sveinameti í 100m bringu. Krakkarnir sneru heim á sunnu- deginum eftir frábæra helgi og barst Víkurfréttum m.a. tölvu- póstur þar sem ánægð móðir vill skila þakklæti til þjálfaranna og fararstjóranna. „Þetta var fyrsta mót minnar 10 ára dóttur og hvað hún var glöð og ánægð með helgina. Að fara í fyrsta skipti að heiman á mót er mikil upplifun. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar er að gera góða hluti. Takk kærlega fyrir. Kveðja Elín Gunnarsdóttir.“ Næsta verkefni ÍRB er Spari- sjóðsmótið sem sunddeild Kefla- víkur stendur fyrir ásamt Spari- sjóðinum í Keflavík þann 22. maí. Mótið fer fram í Sundmiðstöð- inni í Keflavík og er búist við rúmlega 100 keppendum á aldr- inum 7 til 12 ára frá um 10 félög- um. UPPSKERUHÁTÍÐ NJARÐVÍKUR Tap og sigur hjá Keflavíkur- stúlkum Kvennalið Keflavíkur lék tvo leiki í deildarbikarkeppninni um helgina og vann einn og tapaði öðrum. Á föstudaginn töpuðu þær, 4- 1, fyrir liði Þróttar úr Reykja- vík, en náðu sér aldeilis aftur á strik á laugardaginn með stórsigri á liði Sindra, 7-0. YFIRBURÐIR SUNDFÓLKS ÍRB 20. tbl. 2004 umbrot 12.5.2004 14:16 Page 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.