Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2004, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 13.05.2004, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ Reynir Sveinsson, formaður stjórnar Kölku svarar lesendabréfi: Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Góðvinur minn GylfiGuðmundsson sendimé r bré f í síðasta blaði Víkurfré tta  ar sem hann l sti á skemmtilegan hátt viðskipt- um sínum við starfsmenn Kö lku sem er n ja sorpeyðing- arstö ðin okkar Suðurnesja- manna. Ekki veit ég nákvæmlega hvern- ig samskiptum þínum Gylfi við starfsmenn Kölku lauk, en eitt mátt þú vita að stjórn Kölku hef- ur sett sér það að markmiði að þjónusta stöðvarinnar verði til fyrirmyndar. Umhverfi verður snyrtilegt og ímynd Kölku verður okkur Suð- urnesjamönnum til sóma, en framkvæmdum er ekki lokið við hlið og girðingu umhverfis stöð- ina, nú á næstu dögum verður lokið við að setja upp fína girð- ingu ásamt tilheyrandi hliðum og merkingum sem á að gefa til kynna hvernig menn eiga að um- gangast þessa glæsilegu stöð. Vel má vera að þú með þessa fínu kerru frá Húsasmiðjunni ( ég held að við séum að auglýsa alltof mikið fyrir Húsasmiðjuna með þessum skrifum okkar ) haf- ir náð að komast inn á svæði þar sem gestir með fínar kerrur eiga ekkert erindi. En kæri Gylfi það er gult skilti utan við aðkomuna að Kölku með upplýsingum um opnunar- tíma og fl. Getur verið að þú eins og sannur Í slendingur hafir ekki lesið upplýsingarnar fyrr en allt er komið í kalda kol hjá þér - frekar óþægileg staða fyrir reyndan skólamann?  annig er með allt sem er nýtt, það verður að fást reynsla á hlut- ina og kann að vera og eru raun- ar miklar líkur á því að opnunar- tími Kölku verði endurskoðaður einhvern tíma síðar. Vel getur verið að skiltið hafi ekki sést, það minnir mig á sög- una um Sandgerðinginn sem fór gangandi frá Sandgerði til Kefla- víkur. Hann sagði að þokan hafi verið svo svört á Miðnesheiðinni að hann hafi ekki séð fet fram fyrir sig, verið rammvilltur, þar til að hann sté næstum því með vinstri löppina fram af berginu við Helguvík.  á fyrst var honum nóg boðið og hann gekk aftur beinustu leið heim til Sandgerðis. Að lokum Gylfi, Kalka á eftir að vera viðkomustaður margra Suð- urnesjamanna um ókomna tíð og stjórnin leggur áherslu á að starfsmenn taki vel á móti öllum viðskiptavinum Kölku. É g hvet því alla til að sýna smá þolinmæði á meðan stöðin er að komast af stað þar til byrjun- arörðugleikar okkar verða að baki. Ps. Vopnaðir hermenn við veginn að Helguvík og Kölku á dögun- um voru ekki á vegum stjórnar til að koma í veg fyrir að „ kallar“ með fínar kerrur villist ekki inná svæðið. Með sumarkveðju Reynir Sveinsson, formaður Kö lku. Ég er alveg í rusli yfir þessu Fjölmenni var við 50 ára af- mæli Kristjáns Gunnarsson- ar formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis sem haldið var í Stapanum þann 6. maí sl. Meðal gesta voru forseti Í s- lands og fjölmargir samherj- ar úr stjórnmálunum og verkalýðsmálunum sem fögnuðu með Kristjáni og konu hans Guðrúnu Ö nnu Jóhannsdóttur. 20. tbl. 2004 umbrot 12.5.2004 15:20 Page 18

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.