Víkurfréttir - 03.08.2017, Page 20
20 fimmtudagur 3. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR
mannahelgin til þessa? Af hverju?
„Fyrsta þjóðhátíðin mín var árið 2014
með vinkonum mínum. Það var ótrú-
lega gaman og gleymist seint. Þjóðhátíð
2015 skemmtum við Kristrún vin-
kona mín okkur konunglega og margar
skemmtilegar og fyndnar minningar frá
þeirri þjóðhátíð með henni.“
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um
Verslunarmannahelgina?
„Mér finnst nauðsynlegt að njóta,
skemmta sér vel með vinum og fjöl-
skyldu, nýta þessa fríhelgi eins vel og
maður getur, þ.e.a.s. ef maður er í fríi.“
Hvað ertu búin að vera að gera í sumar?
„Ótrúlega lítið annað en að vinna. Ég fór
í útilegu í Úthlíð með nokkrum vinum
fyrr í mánuðinum sem var ótrúlega
gaman. Ég er búin að liggja í sólbaði,
líklega eins og hver annar Íslendingur,
þegar sólin lætur sjá sig. Ég er búin að
fara á helling af fótboltaleikjum hjá kær-
astanum og á leiki hjá Breiðablik sem
tengdó hefur náð að draga mig með á.“
Hvað er planið eftir sumarið?
„Eftir sumarið ætla ég að taka við nýrri
stöðu sem yfirþjálfari hjá fimleikadeild
Keflavíkur sem ég er mjög spennt fyrir.
Það verður örugglega brjálað að gera í
því þar sem ég verð með alla hópana og
að sjá um mót og svona. Ætli ég reyni
samt ekki að troða einni útlandaferð inn
í vetur, að heimsækja pabba til Noregs
eða eitthvað álíka.“
Skyndiákvörðun
til Eyja og sleppir
stressi
KRISTJANA VIGDÍS INGVADÓTTIR
Hvað ætlarðu að
gera um Versl-
unarmannahelg-
ina?
„Ég ætla að fara
á Þjóðhátíð þetta
árið.“
Er t u v anafö st
um Verslunar-
mannahelg ina
e ð a b re y t i rð u
reglulega til?
„Ég myndi ekki segja að ég væri vana-
föst þegar kemur að Verslunarmanna-
helginni. Ég hef yfirleitt verið að vinna
þessa helgi og fyrir 18 ára aldur fór ég
alltaf á Unglingalandsmót með körf-
unni. En það mætti segja að ákvörðunin
um að kaupa miðann til Eyja núna hafi
verið skyndiákvörðun eins og þær gerast
bestar.“
Hver er eftirminnilegasta Verslunar-
mannahelgin til þessa? Af hverju?
„Ég hugsa að það hafi bara verið árið
2015 þegar ég fór í fyrsta skiptið á Þjóð-
hátíð. Stemningin í dalnum, blysin,
brekkusöngurinn og margt fleira er eitt-
hvað sem ég hugsa að ég gleymi aldrei
og þess vegna langar mig aftur. Ég man
einnig mjög vel eftir Verslunarmanna-
helginni 2016 þegar ég var í Reykjavík
og keypti mér tvær rosa fínar flíkur á
götumarkaði. Það var rosa fín stemning
þá í bænum.“
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um
Verslunarmannahelgina?
„Eins væmið og það hljómar þá er bara
mikilvægast að njóta með vinum og/
eða fjölskyldu og ekki stressa sig of
mikið yfir umferðinni ef maður ætlar að
ferðast eitthvað.“
Hvað ertu búin að gera í sumar?
„Ég er að vinna á Þjóðskjalasafninu og
hef verið að nýta helgarnar mjög vel í að
ferðast um landið. Ég fór hringinn í maí
og hef svo farið hingað og þangað í leit
að góðu veðri. Lengst keyrði ég norður
á Akureyri yfir helgi til þess að finna
sólina og það var alveg þess virði.“
Hvað er planið eftir sumarið?
„Ég fer aftur í háskólann að klára síðasta
árið í sagnfræðinni og samhliða því ætla
ég að sinna þeim félagsstörfum sem ég er
búin að skuldbinda mig í.“
Vanafastur
um Versló og
drekkur bjór
AROWN FANNAR RÚNARSSON
Hvað ætlarðu að gera um Verslunar-
mannahelgina?
„Ég er að vinna auka í þetta skiptið.“
Ertu vanafastur um Verslunarmanna-
helgina eða breytirðu reglulega til?
„Ég hef farið síðustu fimm skipti á Þjóð-
hátíð, þannig ég er frekar vanafastur
með það.“
Hver er eftirminnilegasta Verslunar-
mannahelgin til þessa? Af hverju?
„Þjóðhátíð 2014, vegna þess að allt
draslið mitt fauk í burtu og það tapaðist
á fyrsta kvöldi en maður reddaði sér
samt einhvern veginn.“
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um
Verslunarmannahelgina?
„Bjór.“
Hvað ertu búinn að gera í sumar?
„Barcelona, Los Angeles, Las Vegas, Te-
nerife og vinna.“
Hvað er planið eftir sumarið?
„Planið er að ferðast meira og vinna
meira.“
Minigolf í Hraun-
borgum á meðan
aðrir djamma
KRISTÍN SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR
Hvað ætlarðu að
gera um Versl-
unarmannahelg-
ina?
„Ég er í vakta-
vinnu og verð því
heima að vinna
um Verslunar-
mannahelgina.“
Er t u v an afö s t
um Verslunar-
mannahelg ina
eða breytiru reglulega til?
„Það er misjafnt hvað ég geri. Það fer
bara eftir status hjá mér hvert ár.“
Hver er eftirminnilegasta Verslunar-
mannahelgin til þessa? Af hverju?
„Klárlega í fyrra vegna þess að ég var
kasólétt. Við kærastinn áttum góða helgi
og skelltum okkur í minigolf í Hraun-
borgum á meðan allir aðrir djömmuðu.“
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um
Verslunarmannahelgina?
„Góður félagsskapur.“
Hvað ertu búin að gera í sumar?
„Ég kom úr fæðingarorlofi í júní, svo
ég er aðalega búin að vera vinna en við
fjölskyldan höfum reynt að gera eitthvað
skemmtilegt á fríhelgum.“
Hvað er planið eftir sumarið?
„Ég ætla að halda áfram að vinna, halda
áfram í skólanum og njóta lífsins með
fjölskyldu og vinum.“
„Það er klárlega fyrsta þjóðhátíðin mín.
Þá var ég ný orðin 17 ára og við fórum
nokkrir vinir saman með foreldrum
mínum. Það að upplifa brekkusöng-
inn og blysin í fyrsta skiptið var alveg
magnað. Ég mæli með því fyrir alla sem
hafa ekki farið á Þjóðhátíð að skella sér
allavega á sunnudeginum til þess að
upplifa þessa stund.“
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um
Verslunarmannahelgina?
„Að fara í útilegu í góðum félagsskap.“
Hvað ertu búin að gera í sumar?
„Í byrjun sumars tók ég við sem for-
stöðumaður Fjörheima og 88 hússins.
Ég er einnig yfirflokkstjóri í vinnuskól-
anum svo það er búið að vera nóg að
gera í vinnunni. Ég legg áherslu á það
að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi
og finnst æðislegt að nýta góða veðrið
í útivist, til dæmis að fara út að hlaupa,
hjóla eða fara í fjallgöngu. Ég fer mikið
í sund og hef gaman að því að prufa
nýjar sundlaugar. Ég hef aðeins ferðast
um landið og átt góða daga í höfuð-
borginni.“
Hvað er planið eftir sumarið?
„Planið er að sinna vinnunni af fullum
krafti og halda áfram að lifa heilbrigðum
lífsstíl.“
Eltir góða veðrið
með vininum
Pétri
ÆVAR MÁR ÁGÚSTSSON
Hvað ætlarðu að
gera um Versl-
unarmannahelg-
ina?
„Ég ætla að skella
mér í kósý úti-
legu með Pétri
vini mínum. Við
vitum ekki hvert
en ætli við eltum
ekki bara góða
veðrið.“
Ertu vanafastur um Verslunarmanna-
helgina eða breytirðu reglulega til?
„Ég get nú ekki sagt að ég sé vanafastur.
Ég held ég hafi aldrei farið tvisvar á sama
stað um Verslunarmannahelgina eftir að
ég fór að fara sjálfur.“
Hver er eftirminnilegasta Verslunar-
mannahelgin til þessa? Af hverju?
„Í fyrra nýtti ég sumarið í að heimsækja
mikið af eyjum í kringum Ísland. Yfir
Verslunarmannahelgina var ég á Vest-
fjörðum og skoðaði Vigur sem er algjör
paradís. Annars var þjóðhátíð 2009 líka
meiriháttar.“
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um
Verslunarmannahelgina?
„Mér finnst ekkert nauðsynlegt um
Verslunarmannahelgina. Bara að njóta
og ekki skemmir að hafa rétta fólkið í
kringum sig.“
Hvað ertu búinn að gera í sumar?
„Í sumar hef ég unnið frekar mikið. Ég
sótti reyndar tvö brúðkaup núna í júlí.
Það verður ljúft að leggja land undir fót
næstu helgi.“
Hvað er planið eftir sumarið?
„Eftir þetta svokallaða sumar okkar er ég
að íhuga að fara í fyrstu sólarstrandar-
ferðina. Svo stefni ég á aðrar tvær góðar
ferðir erlendis.“
Nauðsynlegt
að njóta um
Verslunar-
mannahelgina
ERIKA DORIELLE SIGURÐARDÓTTIR
Hvað ætlarðu að
gera um Versl-
unarmannahelg-
ina?
„Ég ætla að fara á
þjóðhátíð í ár.“
Er t u v anafö st
um Verslunar-
mannahelg ina
e ð a b re y t i rð u
reglulega til?
„Síðustu þrjú ár
hef ég verið vanaföst og farið á þjóð-
hátíð, en ætli það komi ekki að því að
maður breyti til og geri eitthvað annað.
Annars er alltaf jafn gaman á þjóhátíð.“
Hver er eftirminnilegasta Verslunar-
Forstöðumaður
Fjörheima fer á
Flúðir
GUNNHILDUR GUNNARSDÓTTIR
Hvað ætlarðu að
gera um Versl-
unarmannahelg-
ina?
„Planið er að fara
í útilegu á Flúðir
með kærastanum
og vinum okkar.“
Er t u v anafö st
um Verslunar-
mannahelg ina
e ð a b re y t i rð u
reglulega til?
„Ég myndi alls ekki segja að ég væri
vanaföst. Mér finnst samt sem áður
lykilatriði að fara í útilegu um versl-
unarmannahelgina og leitast ég mikið
eftir því að fara á einhvern stað þar sem
boðið er upp á dagskrá yfir helgina.“
Hver er eftirminnilegasta Verslunar-
mannahelgin til þessa og af hverju?
Ætlar að gefa
lifrinni frí um
Verslunar-
mannahelgina
ÁSDÍS RÁN KRISTJÁNSDÓTTIR
Hvað ætlarðu að
gera um Versl-
unarmannahelg-
ina?
„Ég verð að vinna
um Verslunar-
mannahelgina. Ég
er ný komin heim
ú r d j am m fe rð
svo ég ætla gefa
l i f r inni minni
smá frí.“
Ertu vanaföst um Verslunarmanna-
helgina eða breytirðu reglulega til?
„Síðustu tvö ár hef ég farið til Eyja og
mér finnst það svo gaman að mig langar
aldrei neitt annað en að fara á Þjóð-
hátíð.“
Hver er eftirminnilegasta Verslunar-
mannahelgin til þessa og af hverju?
„Fyrir tveimur árum þegar ég og vin-
kona mín ákváðum klukkan hálf 4 á
föstudagsmorgun að fara til Eyja og
vorum mættar í Herjólf klukkan 11
morguninn eftir.“
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um
Verslunarmannahelgina?
„Það eru góðir vinir, gott grillkjöt og nóg
af útilegu gítarstemningu.“
Hvað ertu búin að gera í sumar?
„Ég er búin að vinna mikið. Þess á milli
hef ég reynt að ferðast um landið, farið
út í Viðey, upp á jökla og ég er núna ný
komin heim frá Spáni.“
Hvað er planið eftir sumarið?
„Eftir sumarið er stefnan sett á nám í
mannfræði við Háskóla Íslands og að
flytja í borgina.“
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnu-
kirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
Forvarnir með næringu
STAPAFELL
Hafnargötu 50, Keflavík
NÝTT
Opið alla daga
fram á kvöld
LAUS STÖRF
Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanes-
bæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari
upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykja-
nesbær - laus störf.
HEIÐARSEL Leikskólakennari
HJALLATÚN Leikskólakennarar
HJALLATÚN Deildarstjóri
NJARÐVÍKURSKÓLI Myndmenntakennari 50%
UMHVERFISSVIÐ Sérfræðingur á sviði
byggingarframkvæmda
Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til
stofnana sem eru í leit að starfsfólki.
Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.
Verslunarmannahelgin
Sumarfrí!
Vegna sumarleyfa koma
Víkurfréttir næst út fmmtudaginn
17. ágúst. Stöndum vaktina á vf.is
Fasteignamat hækkar
um 8,8% í Garði
■ Fasteignamat mannvirkja í Garði
hækkar um 8,8% á næsta ári. Þetta
var upplýst á fundi bæjarráðs Garðs.
Samkvæmt tilkynningu frá Þjóðskrá
Íslands hækkar heildarmat fasteigna
í Íslandi um 13,8% frá yfirstandandi
ári.
Garðmenn fá hálfa
milljón frá Bláa lóninu
■ Sveitarfélagið Garður á hlutafé í
Bláa lóninu. Garðmenn fengu á dög-
unum arðgreiðslu vegna rekstrar-
ársins 2016 frá Bláa lóninu.
Í gögnum bæjarráðs Garðs kemur
fram að sveitarfélagið fái greiddan arð
vegna rekstrar Bláa lónsins árið 2016
að fjárhæð kr. 564.265.