Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.09.2017, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 21.09.2017, Blaðsíða 16
16 fimmtudagur 21. september 2017VÍKURFRÉTTIR Vikuna 2.–8. október næstkomandi verður haldin Heilsu- og forvarnar- vika á Suðurnesjum. Markmiðið með heilsu- og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa og því er leitað til ykkar. Vonumst við til að fyrirtæki og stofnanir í bæjunum taki virkan þátt í verkefninu með því að bjóða bæjarbúum upp á eitthvað heilsutengt þessa vikuna. Markmiðið er að heilsu- og forvarnarvikan sé fjölbreytt og höfði til sem flestra. Stofnanir sveitarfélaganna taka þátt í verkefninu og er það von okkar að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og íþrótta- og tómstundafélög á Suðurnesjum sjái hag sinn í þátttöku verkefnisins. HEILSU OG FORVARNARVIKA SUÐURNESJA 2.–8. OKTÓBER 2017 ERTU MEÐ? Til að vera með í viðburðardagatalinu skal skila inn upplýsingum til fulltrúa sveitarfélaganna fyrir 22. september n.k. Hafþór Barði Birgisson hafthor.birgisson@reykja- nesbaer.is Guðbrandur Stefánsson gudbrandurjs@svgardur.is Björg Erlingsdóttir bjorg@grindavik.is Stefán Arinbjarnarson stefan@vogar.is Rut Sigurðardóttir rut@sandgerdi.is Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í bílaþrif í Keflavík. Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur á svæðinu. Stutt lýsing á starfi: · Vinna við bílaþrif fyrir Thrifty bílaleigu ásamt almennri aðstoð við þjónustufulltrúa eins og skutl viðskiptavina til og frá starfsstöð Hæfniskröfur: · Að vera laghentur og duglegur · Gilt bílpróf skilyrði og vera jafnvígur á beinskiptan og sjálfskiptan bíl· Framúrskarandi þjónustulund· Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð Unnið er á vöktum 06:00-18:00 og 18:00-06:00 (5/4). Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.brimborg.is (laus störf). Umsóknarfrestur er til 30. september 2017. STARFSMAÐUR Í BÍLAÞRIF í BÍLALEIGU Í KEFLAVÍK „Næst á dagskrá er að vera þolinmóð og stunda endurhæfingu,“ segir Sara Hrund Helgadóttir eftir sitt sjötta höfuðhögg Sara Hrund leggur skóna á hilluna

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.