Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.09.2017, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 21.09.2017, Blaðsíða 8
8 fimmtudagur 21. september 2017VÍKURFRÉTTIR Ástkær eiginkona mín og besti vinur, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Björg Valtýsdóttir, aðstoðaryfirtollvörður, Njarðvíkurbraut 28, Innri Njarðvík, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. september. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið og Krabbameinsfélag Suðurnesja. Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 22. september klukkan 13. Kristinn Pálsson Sigrún Eva Kristinsdóttir Martin Hernandez Ásdís Björk Kristinsdóttir Jóhann Axel Thorarensen Páll Kristinsson Pálína Gunnarsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,   Guðríður Elíasdóttir, Suðurgötu 17, Sandgerði,   Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, laugardaginn 9. september. Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði, föstudaginn 22. september kl.13.   Ellý Björnsdóttir Magnús Þorgeirsson, Halldóra Svava Sigvarðardóttir Viðar Ólafsson, Vigdís Sigvarðardóttir Sigurður Tryggvason, Jens Snævar Sigvarðarson Elías Sigvarðarson Kristjana Magnúsdóttir, Guðmundur Sigvarðarson barnabörn og barnabarnabörn. Starfsmaður í eftirskólaúrræði kl. 13-16 Hlutastarf við ræstingar Starfsfólk á heimili fatlaðra barna Þjónustufulltrúi Fagmanneskja í starf með fötluðum LAUS STÖRF Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanes- bæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. FJÖRHEIMAR HÆFINGARSTÖÐ VELFERÐARSVIÐ STJÓRNSÝSLUSVIÐ HÆFINGARSTÖÐ Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði. VIÐBURÐIR HEILSU- OG FORVARNARVIKA 2. - 8. OKTÓBER Sunnudaginn 24. september kl. 15:00 verður Helgi Hjaltalín Eyjólfsson með leiðsögn um sýningu sína Horfur í Duus Safnahúsum. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. LISTASAFN REYKJANESBÆJAR - LISTAMANNALEIÐSÖGN Fimmtudaginn 21. september kl. 11.00 kemur Margrét Knútsdóttir ljósmóðir á Foreldramorgunn og fjallar um andlega og líkamlega líðan eftir barnsburð. Þriðjudaginn 26. september kl. 17.00 verður Draugaleg Uppskeruhátíð Sumarlesturs. Halla Karen les draugasögur og börn eru hvött til að fara á draugaveiðar í safninu. Allir hjartanlega velkomnir. BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Ætlar þitt fyrirtæki að taka þátt í heilsu- og forvarnarviku með því að bjóða upp á heilsubætandi dagskrá? Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi 22. september í netfangið hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is Harpa Rakel Hallgrímsdóttir er jógakennari og búsett í Grindavík. Að eigin sögn ætl- aði hún aldrei að kenna jóga, hvað þá stunda það þar sem henni fannst hún ekki hafa eirð í sér til að njóta þess að vera í núinu. Draumur Hörpu er að opna jógasetur og mun það gerast þegar það á að ger- ast. Í haust ætlar Harpa hins vegar að leyfa sér að njóta og rækta líkama og sál. Hvenær byrjaðir þú að stunda jóga og hvenær ákvaðst þú að gerast jógakennari? „Áður en ég byrjaði að stunda jóga hafði ég prófað einn og einn tíma. Mér fannst það spennandi en samt ekki fyrir mig, mér fannst ég ekki hafa þessa eirð í mér. Ég byrjaði að stunda jóga af alvöru í byrjun árs 2014 að mig minnir. Það var eiginlega bara til- viljun því ég var að skúra leikskólann og þar var lokaður jóga hópur og á meðan þær stunduðu skrapp ég heim. Halldóra Halldórs jógakennari var alltaf að benda mér á að prófa í stað þess að hoppa heim á meðan. Þann- ig ég prófaði og bæði ég og Halldóra getum sagt að ég hafi ekkert slakað á, ekki í eina sekúndu. Erfiðasta æfingin var slökunin þar sem ég var búin að telja allar línur og skrúfur í loftinu. En eftir tímann vissi ég að þetta væri eitt- hvað sem ég þyrfti þannig ég ákvað að mæta aftur og hef aldrei séð eftir því. Ég fór svo í fyrsta jóganámið sum- arið eftir það en það skondna var að ég ætlaði aldrei að kenna. Ég hafði prófað Aerial jóga í Reykjavík og orðið ástfangin af því en ég var mjög feimin, kvíðin og hrædd við að vera með of miklu fólki og var alltaf í hræðslukasti fyrir utan áður en ég fór í tíma. Ég keypti mér því sjálf Aerial búnað og fór í námið til þess eins að þurfa ekki að mæta aftur heldur ætl- aði ég bara að stunda það ein heima í friði. Eftir námið plataði kennarinn sem átti Byoga, þar sem ég stundaði námið mig í að vera með námskeið og þá var ekki aftur snúið.“ Prana jógasetur, hvaðan kemur hugmyndin af því? „Ég get ekki sagt að ég eigi hug- myndina alveg sjálf. Ég og Margrét Kristín, sem er annar jóga- kennari hér í Grindavík, keyrðum eitthvern tímann á milli í jóga og töluðum um hvað það þyrfti jógasetur í Grindavík og þá keyrir bíll fram hjá með merkinu Prana og við litum á það sem tákn að ef við myndum stof na jógas e tur myndi það vera nafnið. Prana er úr jógafræðunum og er lífsorkan okkar.“ Stefnir þú enn að því að opna jóga- setur í Grindavík? „Já klárlega, en plönin hafa örlítið breyst því á lóðinni sem ég keypti má ég ekki byggja íbúðarhús. Planið var að byggja saman íbúð og jógasetur því fáir í þessu samfélagi hafa efni á tveimur íbúðum, ég ætlaði að búa í annarri íbúðinni og hafa jógasetur í hinni. Núna er lóðin farin á sölu og ég finn nýja leið. Ég trúi því að þegar það eigi að koma og tíminn er réttur þá komi það. Allt er eins og það á að vera. Þangað til hef ég tekið allt úr stofunni heima hjá mér og gerði lítið pláss fyrir um átta manns þar sem ég og aðrir getum haldið áfram stunda jóga, þroskast og vaxa saman.“ Þú ert með Aerial jóga fyrir ungl- inga. Er ekki gott fyrir þá að komast í jóga og gleyma aðeins stund og stað í hraða samfélagsins í dag? „Alveg nauðsynlegt. Það er endalaust áreiti á unga fólkið í dag og margar freistingar sem kalla. Börn og ungl- ingar þurfa að læra að það sé í lagi að vera maður sjálfur, að tilfinningar séu eitthvað sem allir upplifa og að það sé í lagi að finna til. Ég tel að ein besta forvörn fyrir börn og unglinga sé trú á eigin getu og samskiptahæfni sem gott er að styrkja í nánum hóp eins og jóga. Þar finna þau tæki og tól til að komast í gegnum þær reynslur sem munu móta líf þeirra. Það er líka alltaf nóg að gera og mikið álag á þeim svo það er yndislegt að gefa sér smá tíma og sleppa því að hugsa um hvað þau þurfi að gera og vera bara í núinu að njóta.“ Þú hefur einnig verið með jóga fyrir börn á leikskólaaldri. Er ekki skemmtilegt að kenna svona ungum einstaklingum? „Ég elska að vera með þennan hóp. Það er aldrei hægt að vita hvernig tíminn fer. Til að byrja með var ég með jógastundirnar skipulagðar fá a-ö og barði mig niður fyrir að ná ekki að fylgja því eftir en núna er planið sí- breytilegt. Það er svo misjafnt hvað hentar hverjum hóp og hvernig þau mæta. Eina sem er alltaf fast er öndun í byrjun og slökun í lokin. Börn elska slökunina, en fyrir okkur eldri er oft erfitt að tileinka sér slökun þar sem við fáum samviskubit yfir því að eyða tíma í ekki neitt og hugsum um allt sem við eigum eftir að gera. Börn fæðast með hæfileikann að vera í núinu en við fullorðna fólkið erum alltaf að kippa þeim frá því og því eiga þau til að gleyma hvernig það er. Þess vegna er svo mikilvægt að byrja ung að stunda jóga og núvitund til að viðhalda því sem er börnunum eðlislægt.“ Geta allir stundað jóga? „Ekki spurning. Jóga er fyrir alla. Konur, karlar, krakkar, ung börn, unglingar og aldraðir geta fundið tíma við sitt hæfi. Jóga snýst ekki um að vera góður í jóga eða keppa um að geta farið í erfiðar stöður. Margir halda að þeir verði að vera í góðu formi líkamlega og andlega þannig að þeir geti róað hugann og haldið honum rólegum í langan tíma en aðalatriðið er að mæta, njóta og koma fram við sig af vinsemd og án dóm- hörku þrátt fyrir að hugurinn fari á flakk því hann gerir það hjá öllum. Í jóga og núvitund æfum við okkur að staldra við, auka meðvitund okkar og horfa á okkur sjálf og heiminn án dómhörku.“ Hvað er á döfinni hjá þér á næst- unni? „Það er sitt lítið af hverju. Það er nóg að gera en ég er með fjóra jógatíma á viku heima í stofu eins og er og svo mun ég hjálpa til við að efla núvitund í skólasamfélaginu í Grindavík ásamt Halldóru Halldórsdóttur. Einnig var ég að hefja nám í heilsunuddi og þrái að tvinna þetta saman í framtíðinni. Annars er markmiðið í haust aðalega að leyfa mér að njóta og rækta líkama og sál. Ég get ekki gefið af mér ef ég sinni mér ekki. Við þurfum alltaf að byrja á okkur sjálfum, eins í neyðar- ástandi í flugvélum, fyrst setjum við grímuna á okkur sjálf, svo á aðra. Þannig núna er tími til að læra að lifa við breyttar aðstæður og rækta fjöl- skyldu- og vinasambönd.“ Besta forvörnin er að hafa trú á eigin getu Jóga snýst ekki um að vera góður í jóga eða keppa um að geta farið í erfiðar stöður. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.