Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.09.2017, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 21.09.2017, Blaðsíða 1
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M • fimmtudagur 21. september 2017 • 37. tölublað • 38. árgangur Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Kynslóð heiðruð Á RÚM Í HVERJU EINASTA LANDI Í EVRÓPU Sport12 Kóngar í Suðurnesjamagasíni fimmtudagskvöld kl. 20 og 22 á Hringbraut og vf.is Kaflaskil í endur- skipulagningu fjár- mála Reykjanesbæjar fimmtudagskvöld kl. 20 og 22 á Hringbraut og vf.is ■ S r. Fr i t z M á r Jörgenson Bernd- sen hefur verið val- inn af kjörnefnd Keflavíkurpresta- kalls til þjónustu við prestakallið. Biskup mun skipa Fritz Má í embættið frá 1. október til næstu fimm ára. Sóknarprestur Keflavíkurkirkju er sr. Erla Guðmundsdóttir en þrír sóttust eftir embættinu. ■ Knattspyrnudeild Keflavíkur óskar eftir því við íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjanesbæjar að horft verði til uppbyggingar á æfingasvæði við Reykjaneshöll og litið verði til þess í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2018 að þar komi nýr gervigras- völlur í fullri stærð. Íþrótta- og tómstundaráð er meðvitað um að æfingasvæði við Iðavelli er víkjandi á skipulagi og að æfingatímar á besta tíma í Reykjaneshöll eru full- nýttir. Ráðið tekur undir beiðni knatt- spyrnudeildarinnar og vonar að hægt sé að tryggja fjármagn til hönnunar og undirbúnings á þessu verkefni sem muni nýtast báðum félögunum í Reykjanesbæ til framtíðar. ■ Ólafur Eyjólfsson, formaður Ungmennafélags Njarð- víkur, hefur sent bæjaryfirvöldum áskorun um að nýtt íþróttahús rísi í Dalshverfi í Innri Njarðvík. Hann bendir á í áskoruninni að íþróttahúsið í Njarðvík sé fyrir löngu sprungið. Hann skorar á bæjaryfirvöld að byggt verði fullvaxið íþróttahús sem tengist við íþróttahús nýja skólans í Dals- hverfi og að aðalsvæði UMFN verði staðsett við nýja skóla- svæðið í Dalshverfi. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar tók við áskorun- inni sem síðan mun hafa sína leið í bæjarkerfinu. Nýjasti skólinn í Reykjanesbæ mun rísa í Dalshverfi í Innri Njarðvík. Niðurstaða undirbúningshóps sem skilaði skýrslu í júní 2016 var að byggður verði heildstæður skóli, leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli, frístundaskóli og fé- lagsmiðstöð. Skólinn sem staðsettur er í austasta hluta bæjarins á jafnframt að geta þjónað grenndarsamfélaginu sem eins konar menningarmiðstöð. Skólinn á að bera þess merki að horft sé til framtíðar um leið og kröfum samtímans er mætt. Megin einkenni skólans verður sveigjanleiki, sveigjanleiki í kennsluháttum, í nýtingu rýmis, í skipulagi vinnudags og skilum á milli skólastiga. ●● Íþróttahúsið●í●Njarðvík●sprungið●og●formaðurinn●vill●„nýja●ljónagryfju“: ●● Þriggja●ára●samningavinnu●við●kröfuhafa●lokið: Aðalsvæði UMFN verði í Dalshverfi Sr. Fritz Már valinn prestur í Kefla- víkurprestakalli Gervigras ofan Reykjaneshallar? ■ Bæjarráð Grindavíkur samþykkti að hafa tjaldstæði Grindavíkurbæjar opið út nóvember og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 að upphæð 2.050.000 kr. sem fjármagn- aður verður með hækkun tekna á tjaldstæðinu. Tjaldstæðið hefur notið mikilla vin- sælda í sumar og talið er að met verði sett í aðsókn á þessu ári. Ferðamenn eru farnir að lengja tíma sinn á ferða- lögum með tjöld og í húsbílum hvort sem það er að vori til eða hausti. Tjaldstæðið opið út nóvember Réttir í Grindavík Víkurfréttamynd: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir ■ „Loksins, loksins“, sögðu bæjar- fulltrúar Reykjanesbæjar á bæjar- stjórnarfundi í gær en þá samþykkti bæjarstjórn samhljóða aðgerðir vegna endurskipulagningar efna- hags bæjarins og Reykjaneshafnar. Hér er um að ræða endalokin á vinnu við endurreisn fjármála Reykjanes- bæjar sem staðið hafa yfir með við- ræðum við kröfuhafa undanfarin þrjú ár. „Við erum að tala um kaflaskil í endurskipulagningu fjármála Reykja- nesbæjar. Áður hafði verið lögð fram aðgerðaráætlun og nú er búið að tryggja sátt um forsendur hennar. Síðan verður það verkefni komandi bæjarstjórna að fylgja henni og tryggja þannig að bæjarfélagið sé undir lög- boðnum skuldaviðmiðum,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri. Heildarskuldir Reykjanesbæjar eru um 44 milljarðar og verkefnið var að lækka þær um rúma 6 milljarða. Það er gert með ýmsum hætti, m.a. með eftirgjöf á vöxtum og tilfærslu í félagslegu húsnæðiskerfi bæjarins. Reykjanesbær hefur fengið lánslof- orð frá Lánasjóði sveitarfélaga að fjár- hæð um 3,6 milljarða króna sem gerir bæjarfélaginu kleift að endurfjár- magna m.a. skuldir Reykjaneshafnar. Lánsloforðinu er sett það skilyrði að endurskipulagning fjárhags samstæðu Reykjanesbæjar leiði til þess að mark- miðum aðlögunaráætlunar fyrir árin 2017-2022, sem bæjarstjórn Reykja- nesbæjar samþykkti þann 18. apríl 2017, verði náð. Þá verður Eignarhaldsfélaginu Fast- eign skipt upp í tvö félög, annars vegar félag sem heldur utan um eignir sem tengjast grunnþjónustu sveitar- félagsins (EFF1) og hins vegar félag sem heldur utan um eignir sem ekki tengjast grunnþjónustu sveitarfélags- ins (EFF2). Skuldir félaganna verða endurfjármagnaðar og gerðir við þau nýir leigusamningar til langs tíma. Reykjanesbær mun nýta sér lánafyrir- greiðslu frá Lánasjóði sveitarfélaga og taka lán sem verður endurlánað til Reykjaneshafnar. Reykjaneshöfn mun nýta lánið til þess greiða upp hluta skulda hafnarinnar. Nú liggur fyrir vilji mikils meirihluta kröfuhafa Reykjaneshafnar fyrir því að fallast á uppgreiðslu og skilmálabreytingar sem lagðar hafa verið til. Með þessum aðgerðum, og ýmsum öðrum, gerir aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar ráð fyrir að sveitar- félagið nái undir lögboðið 150% skuldaviðmið fyrir árslok 2022. Það veltur þó á því að helstu forsendur aðlögunaráætlunar gangi eftir og að mikils aðhalds verði gætt í rekstri Reykjanesbæjar næstu ár.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.