Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.09.2017, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 21.09.2017, Blaðsíða 18
„Það er frábær tilfinning að verða meistari en Njarðvík hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitil frá árinu 1981,“ sagði Rafn Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að Njarðvíkingar gull- tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag. Njarðvík er komið í Inkasso-deildina í knattspyrnu karla en liðið er sem stendur í efsta sæti 2. deildar með 47 stig þegar einn leikur er eftir í deildinni. Næsta lið er átta stigum á eftir þeim í öðru sæti. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, afhenti Njarð- víkingum bikarinn í lok leiks Njarðvíkur og KV í ekta íslenskum aðstæðum, roki og rigningu. Hverju eigið þið þennan árangur að þakka? „Markmiðasetningin okkar var á hreinu frá upphafi. Við ætluðum að komast upp og þá var næst á dag- skrá að setja saman góðan hóp og það hafðist. Kjarninn var til staðar frá því á síðustu leiktíð og mikið af sömu leikmönnunum. Við fengum líka góða styrkingu inn í liðið, allt hefur gengið upp og við endum á því að vera lang efstir í deildinni sem er frábært.“ Gekk allt upp í sumar? „Við byrjuðum á því að gera tvö jafnt- efli en eftir það höfum við verið á góðu skriði. Núna erum við komnir með tólf leiki í röð án þess að tapa, það er nokkuð gott.“ Inkasso-deildin er verulega sterk eins og við höfum séð í sumar. Hvernig ætlið þið að takast á við nýja verk- efnið? „Við höfum séð það síðustu ár að lið sem komast upp um deild hafa lent í veseni en við þurfum bara að vera klárir í það verkefni. Stemningin í hópnum okkar er mjög góð, liðið hefur beðið eftir því í mörg ár að komst upp og í ár tókst okkur það.“ Heldur þú að þú þurfir að styrkja hópinn eitt- hvað fyrir næsta sumar og kemur þú til með að þjálfa liðið á næsta ári? „Já, við Snorri verðum áfram með l iðið og munum v inna með þennan hóp. Ég býst ekki við öðru en að flestir verði áfram. Við þurfum kannski aðeins að bæta við þann hóp sem við erum með nú þegar og þá verðum við í toppmálum.“ VF-myndir/pket. Íþróttir á Suðurnesjum fimmtudagur 21. september 2017 Sigurjón og Björn Lúkas sigursælir í MMA í Skotlandi Björn Lúkas Haraldsson og Sigur- jón Rúnar Vikarsson, bardaga- menn frá Mjölni, unnu báðir bar- daga sína í MMA á Headhunters bardagakvöldinu í Skotlandi sem fram fór síðastliðinn laugardag. Sigurjón keppti sinn fyrsta MMA- bardaga, en hann keppti við Ross Mcintosh. Bardagann sigraði Sigur- jón eftir klofna dómaraákvörðun. Sigurjón byrjaði að æfa með Mjölni árið 2015, en fyrir það hafði hann æft box og varð Íslandsmeistari í boxi árið 2011. Þar að auki er hann með blátt belti í brasilísku jiu-jitsu. Björn Lúkas keppti sinn annan MMA-bardaga og sigraði hann Georgio Christofi með uppgjafar- taki í 1. lotu. Þess má geta að Björn hefur sigrað báða andstæðinga sína í fyrstu lotu. Björn hefur mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondo og jiu-jitsu. Sigurjón Rúnar fagnar sigri. Björn Lúkas í búrinu. ■ Anita Lind Daníelsdóttir leikmaður Keflavíkur, var fimmta markahæst í 1. deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún spilaði með U-19 landsliðinu í sumar og skoraði meðal annars mark á móti Svartfjallalandi. Við spurðum Anitu um fótboltasumarið og hver framtíðarplön hennar séu. Hvernig fannst þér sumarið ganga hjá ykkur? „Mér fannst sumarið ganga vel. Við áttum góða leiki og börðumst en það eru sumir leikir sem við hefðum geta gert betur en þannig er bara fótbolt- inn, það gengur ekki alltaf allt upp.“ Var hópurinn þéttur í sumar? „Það er alltaf stemning hjá okkur. Liðsheildin eykst alltaf eftir það sem líður á sumarið svo við erum allar góðar vinkonur og styðjum hvor aðra út í eitt.“ Þú skoraðir mark með U-19 lands- liði Íslands gegn Svartfjallalandi, hvernig tilfinning var það? „Það er alltaf gaman að skora og sér- staklega fyrir landsliðið. Það er alltaf heiður að fá að taka þátt í landsliðs- verkefnum.“ Hvað ert þú að fara að gera í vetur? „Í vetur mun ég halda áfram að bæta mig sem leikmann og setja mér ný markmið fyrir næsta tímabil.“ Ertu með einhver framtíðarplön í sambandi við fótboltann? „Já, ég ætla að halda áfram í boltanum og halda stöðunni minni með U-19 ára landsliðinu. Ég stefni líka á það að fara í háskóla til Bandaríkjanna til þess að spila fótbolta og stunda nám.“ Ertu með einhverja skemmtilega fótboltasögu frá því í sumar fyrir okkur? „Þegar við áttum útileik á móti Hömrunum lögðum við eldsnemma af stað og á Borgarnesi bilaði rútan um kl. 8 um morguninn. Við þurftum að bíða eftir nýrri rútu sem var frá árinu 1970 en Sveindís tók karíókí fyrir okkur í hljóðkerfinu sem vakti mikla lukku. Þetta lið er það besta sem ég veit um. Við hlæjum endalaust saman og það er alltaf mikið fjör hjá okkur á æfingum og á leiðinni í leiki.“ Ætla að halda áfram að bæta mig ●● segir●Anita●Lind●leikmaður●Keflavíkur●í●1.●deild●kvenna Anita Lind og liðsfélagar leggja á ráðin í leik í sumar. -Njarðvík komst upp í Inkasso-deild karla í knattspyrnu Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn síðan 1981 Andri Fannar hampar 2. deildar bikarnum, félagar hans fagna fyrir aftan hann. Meistaralið Njarðvík ur í 2. deild Íslandsmótsins í kna ttspyrnu. Allt í kringum félagið fór á annað stig ■ Andri Fannar Freysson, fyrirliði Njarðvíkur, segir að þetta sé ansi skemmtilegt og góð tilfinning að hafa náð að komast upp í Inkasso- deildina. Hvernig er sumarið búið að vera hjá ykkur? „Allt í kringum félagið fór á annað stig og stemningin er búin að vera frábær, nema kannski fyrir utan nokkur skakkaföll í ferðalögum,“ sagði fyrirliðinn kátur. Hvernig leggst Inkasso-deildin í þig? „Ég hef spilað þarna einu sinni áður og það er stórt stökk að fara þangað en það verður bara meiri áskorun fyrir okkur að leggja harðar að okkur, fá kannski einhverja nýja inn og koma tilbúnir á næsta ári. Það er allavega mikil spenna í mann- skapnum eftir sigurinn og vera komnir upp.“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.