Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.09.2017, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 21.09.2017, Blaðsíða 15
15fimmtudagur 21. september 2017 VÍKURFRÉTTIR Reykjanesbær: - Alla virka daga frá 20. september til 6. október frá kl. 08:30 til 15:00. - Alla virka daga frá 9. október til 27. október frá kl. 08:30 til 19:00. - Laugardaginn 14. október frá kl. 10:00 til 12:00, laugardaginn 21. október og á - kjördag 28. október, frá kl. 10:00 til 14:00 Grindavík: - Alla virka daga frá 20. september til 20. október frá kl. 08:30 til 13:00. Þó verður lokað á skrifstofunni dagana 27. september til 6. október. - Dagana 23. til 27. október frá kl. 08:30 til 18:00. Á sama tíma fer fram atkvæðagreiðsla utan kjörfundar um tillögu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar um sameiningu sveitar- félaganna sem fram fer 11. nóvember 2017. Eftir 28. október verður þó einungis unnt að greiða atkvæði utan kjörfundar á opnunartíma. Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við kosninguna. Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram 23. til 27. október nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnunum. Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjör- degi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl 16:00 þriðjudaginn 24. október 2017. Slík atkvæðagreiðsla má ekki fara fram fyrr en þremur vikum fyrir kjördag. AUGLÝSING UM ATKVÆÐA- GREIÐSLU UTAN KJÖRFUNDAR Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 20. september 2017 Ásdís Ármannsdóttir Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga, sem fram eiga að fara 28. október 2017, er hafin á skrifstofum sýslumannsins á Suðurnesjum að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ og Víkurbraut 25, Grindavík og verður sem hér segir: ■ Kaupfélag Suðurnesja og Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega fræðsludagskrá í vetur sem miðar að því að auka þekkingu og samkeppnisfærni á Suðurnesjum. Boðið verður upp á fjölbreyttar kynn- ingar, námskeið og vinnustofur sem henta jafnt frumkvöðlum, fyrirtækjum í nýsköpun, fyrirtækjum í ferðaþjón- ustu, samtökum og almenningi sem vill bæta við sig þekkingu. „Eitt af markmiðum Kaupfélags Suðurnesja er að vera hreyfiafl fram- fara. Með fjölbreyttu fræðslustarfi fyrir almenning, samtök og atvinnulíf stuðlum við að sterkara samfélagi. Verum minnug þess að góðir hlutir gerast vegna skipulags en slæmir hlutir yfirleitt af sjálfu sér,“ segir Skúli Skúlason, formaður Kaupfélagsins. Undir þetta tekur Dagný Gísladóttir verkefnastjóri hjá Heklunni og bætir við að kynningarnar skapi jafnframt tækifæri á samtali og tengslamyndun sem sé ekki síður mikilvægt. Enginn aðgangseyrir er á fræðslu- fundina sem haldnir verða í hádeg- inu á þriðjudögum í fundarsal Kross- móa og boðið verður upp á léttar veitingar. Hægt verður að nálgast upplýsingar um dagskrána á heklan.is og ksk.is og á samfélagsmiðlum. Sameiginleg fræðsla og kynning hjá Kaupfélaginu og Heklunni Skúli Skúlason og Dagný Gísladóttir. VF-mynd/pket. Stofna félag með ódýrt leiguhúsnæði Stofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins „Íbúðafélag Suðurnesja hsf.“, sem er óhagnaðardrifið leigufélag, var haldinn í síðustu viku. Félags- menn leigufélagsins munu geta leigt húsnæði á lægra verði en gengur og gerist á almennum markaði. Um er að ræða langtíma leiguréttaríbúðir en á hinum Norðurlöndunum eru þær ca. 20% af húsnæðismarkaði. Þórólfur Júlían Dagsson, einn af aðalmönnum leigufélagsins, sagði á fundinum að drifkraftur félags- ins væri húsnæðisskortur í Reykja- nesbæ þar sem fjölskyldur séu eða eigi von á að missa húsnæði og hafi ekkert húsnæðisöryggi, sem séu mannréttindi. Þá fór Hólmsteinn A. Brekkan yfir stöðuna í löndum í kringum okkur þar sem um 20% húsnæðismarkaðsins eru svipuð, svokölluð „non profit félög“ eða fé- lög sem eru rekin með engum hagn- aðarsjónarmiðum. Aðalmenn félagsins eru þau Einar M. Atlason, Jóhann Már Sigur- björnsson, Margrét Sigrún Þórólfs- dóttir, Ragnhildur L. Guðmunds- dóttir og Þórólfur Júlían Dagsson, en varamenn þau Eiríkur Barkarson, Eyrún Sif Rögnvaldsdóttir, Hrafn- kell Brimar Hallmundsson, Sigríður Karólína Hrannardóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir. Rekstur sveitarfélagsins í góðu samræmi þrátt fyrir fólksfjölgun ■ Ágætis jafnvægi er á rekstri bæjarsjóðs sveitarfélagsins Voga að sögn Ás- geirs Eiríkssonar, bæjarstjóra, en hann segir reksturinn í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins í pistli sínum á heimasíðu Voga. „Segja má að á tekjuhliðinni hafi ríkt óvissa um útsvars tekjurnar, ekki síst í ljósi þess að íbúum hefur farið fjölg- andi og talsverðar kjarabætur verið á vinnumarkaði. Fjárhagsáætlun ársins stenst í öllum megin dráttum, enn sem komið er,“ segir Ásgeir en síðustu þrjú ár hefur íbúum sveitarfélagsins Voga fjölgað um 12%. Leikfélagið leitar að þátttak- endum fyrir Dýrin í Hálsaskógi ■ Leikfélag Keflavíkur mun í vetur setja upp sýninguna Dýrin í Hálsa- skógi en stefnt er að því að frumsýna í byrjun nóvember. Leikfélagið leitar að börnum sem fædd eru 2005 til 2008 sem hafa mikinn áhuga á söng, dansi og leiklist til að taka þátt í leikritinu, en hægt er að skrá sig hér. Prufurnar fara fram þann 18. sept- ember næstkomandi í Frumleik- húsinu að Vesturbraut 17 en leik- stjóri verksins er Gunnar Helgason. Nánari upplýsingar um prufurnar má finna á Facebook-síðu Leikfélags Keflavíkur. ■ Helgi Hjaltalín Eyjólfsson verður með leiðsögn um sýningu sína Horfur sunnudaginn 24. septem- ber næstkomandi kl. 15, en sýningin var opnuð á Ljósanótt í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Á þessari sýningu reynir (jaðar- settur) miðaldra kalmaður stað- settur í Höfnum, að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa ver- öld sem við byggjum. Helgi Þorgils Friðjónsson skrifar í sýningarskrá og segir m.a.: „Þrátt fyrir fegurðina og drifkraftinn og framtíðarsýnina, jafn undarlegt og það virðist, er líka undir- liggjandi ógn. Ekki á þessum stað sýnist mér, en í röngu samhengi, eins og sagan sýnir, geta jafnvel fegurstu hugmyndir orðið ógnvekjandi. Jafnvel frelsishugmyndir er hægt að steypa í sjálfhverft fast mót. Frelsi, jafnrétti og bræðralag, getur verið steypt í mót sérhópa. Þarna einhvers staðar er gegnumgangandi þráður í verkum Helga. Kyrrstaða milli ógnar, sögu og fegurðar.“ Helgi er fæddur árið 1968 og eftir nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands stundaði hann nám við Kun- stakademie Dusseldorf, AKI í Hol- landi og San Francisco Art Institute. Hann hefur verið virkur í sýningar- haldi jafnt hér heima sem erlendis síðan á námsárunum og hefur sinnt ýmsum störfum tengdum myndlist. Sýningin stendur til 5. nóvember og opið er alla daga frá kl. 12 til 17. Karlakór Keflavíkur að hefja vetrarstarfið - opnar æfingar ■ Karlakór Keflavíkur er nú að hefja 63. starfsár kórsins. Kórinn hefur endurráðið Jóhann Smára Sævars- son sem stjórnanda 2017-2018 en hann stýrði kórnum starfsárið 2016- 2017. Margt spennandi er framundan hjá kórnum svo sem heimsókn annarra kóra og þátttaka í Allra heilagra messu í Keflavíkurkirkju. Þá eru áform um heimsókn kórsins til annarra landa á dagkrá í vetur. Kórinn býður áhugasömum söng- mönnum í heimsókn á opnar æfingar í september. Æfingar eru á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 19:30 til kl. 21:30. Horfur - Listamannsleiðsögn á sunnudaginn í Duus Safnahúsum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.