Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.09.2017, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 21.09.2017, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 21. september 2017VÍKURFRÉTTIR Nafn: Helga Guðrún Sigurðardóttir. Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti. Í hvaða skóla ertu? Holtaskóla. Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? Ég er í 10. bekk og er 14 ára. Hvað finnst þér best við það að vera í Holtaskóla? Líklegast bekkurinn og vinir. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera þegar þú útskrifast úr skólanum? Ég er búin að ákveða að fara í framhaldsskóla, en ekkert sérstakt svo sem, bara að klára hann. Ertu að æfa eitthvað? Ég er að æfa fótbolta. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst lang skemmti- legast að spila fótbolta. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Örugglega að bíða því ég er svo óþolinmóð. Hvað er skemmtilegasta fagið? En leiðinlegasta? Skemmtilegasta fagið er íþróttir eða stærðfræði og leiðinlegasta er danska. Án hvaða hlutar geturðu ekki verið? Ég gæti ekki lifað án fótbolta, símans míns og bolta. „Ég vil láta eitthvað gott af mér leiða. Ef ég get hjálpað einhverjum ungl- ingum með það að líða betur þá er ég rosaleg glöð,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, en í byrjun sumars var hún ráðin sem forstöðumaður 88 hússins og Fjörheima. Gunnhildur, sem útskrifaðist fyrr á árinu sem uppeldis- og mennt- unarfræðingur, hefur alltaf sóst í það að vinna með börnum. „Ég var búin að vinna í fjögur ár sem starfsmaður í Fjörheimum. Þegar ég sá þetta starf svo auglýst fannst mér það mjög spennandi, að fá að vera sú sem skipuleggur og heldur utan um starfsemina. Ég var búin að fá smá reynslu sem forstöðumaður frístundaheimilisins í Myllubakka- skóla. Þar áttaði ég mig á því að ég væri til í að vera yfirmaður og að fá aðeins að koma inn með mínar hug- myndir, hafa áhrif og bera ábyrgð,“ segir Gunnhildur. Hún segir uppeldis- og menntunar- fræðina hjálpa sér mikið í sínu starfi og að það nám hafi kennt henni mikið um það hvernig hún gæti bætt sig sem einstakling. „Í þessu námi var mikið val og ég tók það eiginlega allt í tómstunda- og félagsmálafræði og lærðu þar af leiðandi mikið um félagsmiðstöðvar og ungmennahús. Námið kenndi mér svo rosalega mikið um samskipti við fólk og í rauninni bara hvernig maður á að ná árangri í daglegu lífi.“ Vilja að unglingarnir hafi gaman Mikil og fjölbreytt starfssemi á sér stað, bæði í 88 húsinu, sem er ung- mennahúsið, og einnig í félagsmið- stöðinni Fjörheimum. „Við hugsum fyrst og fremst um skemmtana- gildi. Við viljum að unglingarnir komi hingað til að hafa gaman. Svo leggjum við mikla áherslu á forvarnir og í því samhengi finnst mér mjög mikilvægt að við starfs- mennirnir séum góðar fyrirmyndir.“ Gunnhildur sjálf vill leggja áherslu á fræðslu um andlega líðan ungmenna og fá skólanna í bænum í samstarf. „Mig langar mjög mikið að tala um þessa andlegu líðan, út af öllum þessum fréttum um kvíða unglinga.“ Unglingarnir reka félagsmið- stöðina Hún segir mikilvægt fyrir unglinga í nútímasamfélagi að gera eitt- hvað uppbyggjandi þegar tæknin sé svona mikil. „Unglingar hanga rosalega mikið heima og tala saman á netinu. Hér bjóðum við þeim að nýta frítíma sinn á uppbyggilegan hátt. Frístundir eru mikilvægar sem forvarnir og í átt að því að lifa heil- brigðum lífstíl.“ Í Fjörheimum er starfandi ungling- aráð með 40 meðlimum, en þau sjá mikið um það að skipuleggja starf félagsmiðstöðvarinnar. „Við leggjum mikla áherslu á lýðræði í starfinu. Unglingarnir reka félagsmiðstöðina og við starfsmennirnir erum í raun- inni bara þeirra hjálparhönd. Út á það gengur starfið hérna.“ Um það bil 40 ungmenni taka þátt í starfinu á hverju kvöldi, þrátt fyrir að stutt sé síðan starfið fór aftur af stað eftir sumarið. Gunnhildur segir það mikla bætingu og vill þakka starfs- fólkinu sínu fyrir. „Við værum ekki að ná svona góðum árangri án þeirra. Þau eru rosalega dugleg og áhugasöm.“ Markmið Gunnhildar sem for- stöðumanns er að ná að virkja krakkana og fræða þá um ýmis málefni. „Svo lengi sem ég næ góðri virkni í starfinu og finn að ég er að hafa jákvæð áhrif þá er ég sátt. Þetta er klárlega mitt svið, að vinna með börnum og unglingum. Ég hef gaman að því að eiga samskipti við þau og starfa með þeim, fyrir mér er það einhvers konar lífsfylling.“ Hægt er að kynna sér starfsemi 88 hússins og Fjörheima á Fa- cebook. -Gunnhildur Gunnarsdóttir er nýr forstöðu- maður 88 hússins og Fjörheima „Ef ég get hjálpað unglingum að líða betur er ég glöð“ Uppáhalds matur: Lax.Uppáhalds tónlistarmaður: Shawn Mendes. Uppáhalds app: Ekkert uppáhalds en nota mest Snapchat og Instagram.Uppáhalds hlutur: Líklega bikar sem ég vann í fótboltanum.Uppáhalds þáttur: Riverdale og Skam. Gæti ekki lifað án fótbolta FS-ingur: Elva Rún Æv- arsdóttir. Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut. Hvaðan ertu og aldur? Úr Keflavík og er 19 ára. Helsti kostur FS? Það er stutt að fara í skól- ann. Áhugamál? Ferðast. Hvað hræðistu mest? Svona lítil skordýr og að fljúga. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Páll Orri sem stjórnmálamaður. Hver er fyndnastur í skólanum? Lilja Ösp. Hvað sástu síðast í bíó? IT. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Tyggjó og coke. Hver er þinn helsti galli? Ég get verið frek. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Instagram, Snapchat og Mes- senger. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi hafa frjálsa mæt- ingu. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „Án djóks“ og „skilurðu“. Hvernig finnst þér félagslífið í skól- anum? Ágætt bara. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Eftir FS ætla ég allavega að byrja á því að vinna og svo kannski í snyrtifræði. Hver er best klædd/ur í FS? Helgi Líndal og Rósmarý Kristín. Elva Rún er FS-ingur vikunnar Eftirlætis- Kennari: Anna Taylor, hún er „fave“. Fag í skólanum: Spænska. Sjónvarpsþættir: Friends. Kvikmynd: The conjuring. Hljómsveit/tónlistarmaður: The Weekend. Leikari: Tom Hanks. Vefsíður: Netflix. Flíkin: Kápa frá 66°norður. Skyndibiti: Villi. Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Ég á ekkert guilty pleasure, mér er skítsama að fólk viti á hvað ég hlusta. Orri Guðjónsson, 19 ára:Það er gott að chilla á Studio 16 og hlusta á tónlist þar. Svo eru beikonborgararnir mjög góðir bæði á Olsen Olsen og Lang-best. Bernaise sósan á Langbest er líka geggjuð. Cafe Petite er líka mjög kósý staður. FS-ingar mæla með… Dagný Halla Sigrún Birta Orri Guðjóns Sigrún Birta Eckard, 17 ára: Chai Latte á Kaffi Keflavík er geggjað, það besta í heimi. Ég mæli með því að fara á rúntinn á Hafnargötunni og kaupa sér ís á Ungó. Svo er kjúklingasalatið á Lang- best mjög gott. Dagný Halla Ágústsdóttir, 17 ára: Ég mæli algjörlega með hár- greiðslustofunni Háráttu. Þær sem vinna þar eru algjörir snill- ingar og það er svo heimilislegt að vera þar. Þegar ég fer á Ráð- húskaffi fæ ég mér alltaf kaffi og kleinuhring, svo er besti bröns í heimi á Kaffi Keflavík. Ég mæli með því að kaupa sér ís í Ungó og l a b b a s v o strandlengj- una. PI PA R\ TB W A -S ÍA Stærð: 391 m2 Byggt: 1960 Tegund: Atvinnuhúsnæði Húsinu fylgir 2.626 m2 lóð Fasteignamat: 9.450.000 kr. Fasteignir til sölu á Ásbrú Á innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, þróttmikið og litríkt samfélag með öfluga menntastofnun, fjölda spennandi fyrirtækja, gróskumikla nýsköpun og blómstrandi mannlíf. Hröð uppbygging í gagnaveraiðnaði og örþörungarækt, ásamt nálægð við Keflavíkurflugvöll gera Ásbrú að góðu vaxtarsvæði til framtíðar. Þú getur skoðað allar eignir sem félagið hefur til sölu á kadeco.is AÐALTRÖÐ 4 Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.kadeco.is Eignin verður til sýnis mánudaginn 25. september næstkomandi milli kl. 13–15. Tilboð óskast eigi síðar en kl. 11 föstudaginn 29. september. Nánari upplýsingar á kadeco.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.