Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.09.2017, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 21.09.2017, Blaðsíða 13
13fimmtudagur 21. september 2017 VÍKURFRÉTTIR ■ Heilsu og forvarnarvikan fer fram á öllum Suðurnesjunum vikuna 2.–8. október. Öll bæjarfélögin á Suðurnesjunum taka þátt í vikunni en Reykja- nesbær hefur staðið fyrir henni undanfarin tíu ár. Markmiðið með heilsu og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum, því er leitað til bæjar- búa, stofnanna og fyrirtækja og allir hvattir til þess að taka þátt. Allir taki höndum saman Guðbrandur Stefánsson íþrótta og æskulýðsfulltrúi í Garði segir að vikan snúist um það að fyrirtæki og stofananir taki höndum saman og efli starfsfólk sitt til þess að hreyfa sig ásamt fjölskyldum sínum „Við von- umst einnig til þess að fyrirtæki og stofnanir kynni starf sitt og bjóði upp á afslætti, skólar setji upp viðburði ásamt íþróttafélögunum. Reykjanes- bær er til dæmis heilsueflandi sam- félag og það væri frábært ef öll bæjar- félögin á Suðurnesjunum myndu verða það líka.“ Vildu fá alla með „Þetta er í tíunda skipti sem Reykja- nesbær heldur þessa viku og við vildum fá öll sveitarfélög á Suður- nesjum til þess að taka þátt í þessu með okkur“, segir Hafþór Birgisson íþrótta og tómstundafulltrúi í Reykja- nesbæ. „Það er svo mikilvægt að fá sem flesta til að taka þátt, tosa alla inn í þetta og allir ættu að sjá tækifæri til þess að gera eitthvað. Að sjálfsögðu ætti eitthvað að vera um að vera allt árið en það er ágætt að hefja veturinn með krafti og setja svona viku af stað.“ Heilsa og forvarnir eru mjög vítt hug- tak og flestir ef ekki allir eru farnir að átta sig á því hvað heilsan skiptir miklu máli. „Við erum svo heppin að vera eitt stórt svæði hér á Suður- nesjunum og ættum í raun og veru að vinna meira saman, það er frábært að allir séu að taka þátt í ár og heilsa og forvarnir koma öllum við, óháð aldri eða öðru“, segir Hafþór. Reykjanesbær er heilsueflandi sam- félag og hefur það verkefni gengið vel. „Við viljum fá fleiri sveitarfélög inn í þetta, hér í Reykjanesbæ eru leik- skólarnir til dæmis heilsueflandi og fóru nýlega að vinna með verkefnið hugarfrelsi.“ Forvarnarvinnan skilar árangri Hafþór segir að það sé alltaf verið að vinna góða forvarnarvinnu en hún sé ekki alltaf sýnileg, það sé mikil- vægt að leyfa öllum að fylgjast með því góða forvarnarstarfi sem fer fram því sú vinna skili sér alltaf. Nú er til dæmis stórt verkefni framundan ekki bara hér á Íslandi heldur í öllum heiminum, það er að sinna forvarnar- starfi eldri borgara. „Við erum að eldast eins og allur heimurinn og því er mikilvægt að hlúa að heilsu og for- vörnum eldri borgara.“ „Árangurinn sem hefur náðst í for- varnarmálum á Suðurnesjum er mjög góður, það er ekki hægt að líkja niður- stöðum kannana saman núna og fyrir nokkrum árum síðan, drykkja hefur minnkað ásamt reykingum. Það er þó stórt verkefni framundan því „veipið“ er orðið ansi vinsælt og við höfum miklar áhyggjur af því hvernig sú þróun er. Munntóbaksnotkun hefur minnkað hjá ungu fólki sem er já- kvætt og sýnir okkur hvað forvarnar- starf hefur góð áhrif.“ Samstarf er mikilvægt Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri frí- stunda- og menningarsviðs Grinda- víkur segist vera mjög ánægð með samstarf bæjarfélaganna í heilsu og forvarnarvikunni. „Allt sem við getum gert saman gerir hlutinn stærri og veigameiri. Grindavík er sterkur íþróttabær og þetta verður mjög flott þegar allt kemur til alls. Það er mikilvægt að fjölskyldur geri eitthvað saman og verður það leiðar- ljósið okkar, viljum að fólk njóti þess að gera eitthvað saman. Handbókin okkar kemur út bráðlega og í henni verður margt fróðlegt að sjá. Okkur lýst líka mjög vel á hugmynd- ina um heilsueflandi samfélag eins og Reykjanesbær er að gera, reynum að gera þessa viku í þeim anda. Svona dagar og vikur geta orðið spennandi þegar við tökum okkur öll saman.“ Viljum fá sem flesta til að taka þátt Fulltrúar sveitarfélaganna hittust til að ræða málin fyrir Heilsu- og forvarnarvikuna í Sandgerði á dögunum. Frá vinstri: Guðbrandur, Stefán, Hafþór, Gunnhildur, Rut og Jóhann. Heilsu- og forvarnarvika framundan á öllum Suðurnesjunum Fimmtán árum síðar er drauma- starfið orðið að veruleika Kolbrún Garðarsdóttir birtist í 3. tölublaði Víkurfrétta þann 17. janúar 2002. Þá hafði hún hafið störf sem afgreiðslustjóri ferðaskrifstofunnar SBK. Kolbrún var þá valin „Maður vikunnar“ af Víkurfréttum og svaraði spurningalista fyrir blaðið. Víkurfréttir höfðu samband við Kolbrúnu, nú 15 árum síðar, og báðu hana að svara sama spurningalistanum. Í dag starfar Kolbrún sem héraðs- dómslögmaður á lögmannsstofunni Völvu en ýmislegt fleira hefur breyst í lífi hennar síðustu 15 árin. Kolbrún 2002: Nafn: Kolbrún Garðarsdóttir. Fædd hvar og hvenær: 9. janúar 1967 í Keflavík. Atvinna: Sölumaður hjá SBK travel. Maki: Eyþór Eiðsson. Börn: Arndís 13 ára, Sóldís 4 ára, fósturbörn: Guðrún 17 ára, Sigurður 10 ára. Hvernig býrð þú? Mjög vel. Hvaða bækur ertu að lesa núna? L í fs- gleði njóttu e f t i r D a l e Carnegie. Hvaða mynd er á músam- ottunni? Grá motta. Uppáhalds spil: Actionary. Uppáhalds tímarit: Gestgjafinn. Uppáhalds ilmur: Blue Marine. Uppáhalds hljóð: Hlátur. Hræðilegasta tilfinning í heimi: Óöryggi. Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug þegar þú vaknar á morgnana? Að vekja hina fjölskyldumeðlimina. Er rússíbani hræðilegur eða spennandi? Hræðilegur. Hvað hringir síminn oft? Misjafnt. Uppáhalds matur: Sjávarfang hvers konar. Súkkulaði eða vanillu? Súkkulaði. Finnst þér gaman að keyra hratt? Já, stundum. Sefur þú með tuskudýr? Nei. Finnst þér óveður spennandi eða hræðilegt? Spennandi. Hver var fyrsti bíllinn þinn? Fiat 1982 árgerð. Ef þú gætir hitt hvern sem er, hver væri það? Njörð bróður. Áfengur drykkur: Hvítvín. Stjörnumerki: Steingeit. Borðar þú stönglana af brokkolí? Já. Ef þú gætir unnið við hvað sem er, hvað væri það? Lögfræði. Ef þú mættir velja hárlit, hver væri hann? Ljós. Hvort er glasið hálftómt eða hálf- fullt? Hálffullt. Uppáhalds bíómyndir: Ítalskar. Notar þú fingrasetningu á lykla- borð? Já. Hvað er undir rúminu þínu? Verndarenglar mínir. Uppáhalds talan: 9. Kolbrún 2017: Atvinna: Lögmaður á Valva lög- menn. Maki: Fráskilin. Börn: Arndís 29 ára, Sóldís 20 ára, stjúpbörn: Guðrún 32 ára og Sig- urður 26 ára. Hvernig býrð þú? Ennþá mjög vel. Hvaða bækur ertu að lesa núna? Náðar- stund eftir Hön- nuh Kent. Hvaða mynd er á músamott- u n n i ? R au ð motta. U p p á h a l d s spil: Guillotine. U p p á h a l d s tímarit: Tímarit lögfræðinga. Uppáhalds ilmur: Patchouli. Uppáhalds hljóð: Hlátur. Hræðilegasta tilfinning í heimi: Vanmáttur. Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug þegar þú vaknar á morgnana? Kaffi. Finnst þér rússíbani hræðilegur eða spennandi? Spennandi. Hvað hringir síminn oft? Misjafnt. Uppáhalds matur? Sjávarfang hvers konar. Súkkulaði eða vanillu? Súkkulaði. Finnst þér gaman að keyra hratt? Já, aðeins of gaman. Sefur þú með tuskudýr? Nei. Finnst þér óveður spennandi eða hræðilegt? Spennandi. Ef þú gætir hitt hvern sem er, hver væri það? Njörð bróður. Áfengur drykkur: Hendriks gin. Borðar þú stönglana af brokkolí? Já. Ef þú gætir unnið við hvað sem er, hvað væri það? Það sem ég sagði fyrir fimmtán árum, lögmennsku. Ef þú mættir velja hárlit, hver væri hann? Ljós. Er glasið hálftómt eða hálffullt? Hálffullt. Uppáhalds bíómyndir: Ævintýra- myndir. Notar þú fingrasetningu á lykla- borð? Já. Hvað er undir rúminu þínu? Verndarenglarnir mínir. Þeir hafa blessunarlega fylgt mér í gegnum lífið. Uppáhalds talan? 9. Heillaður af Reykjanesinu Iñigo Pedrueza Carranza heimsótti Ísland í vor og ferðaðist meðal ann- ars um Reykjanesið, fór í Bláa Lónið, gekk Hópsneshringinn í Grindavík og skoðaði Garðskagavita. Hann tók margar fallegar myndir í ferðinni og virðist hafa heillast af náttúru Ís- lands og Bláa Lóninu. Hann lýsir ferðinni sinni um Reykja- nesið á einstakan hátt en þar segir hann meðal annars að það hafi verið ótrúleg tilfinning að finna kraftinn í jörðinni og hvernig hún öskraði á hann. Honum fannst líka sjóðandi vatnið í jörðinni ótrúlegt sjónarspil. Hann mælir með því að ferðamenn skoði Reykjanesskagann áður en þeir fara í Lónið til þess að undirbúa sig betur fyrir Lónið sjálft. Svona lýsir hann hluta af heimsókn sinni í Bláa Lónið: „Tíminn stöðv- ast og manni líður eins og maður sé staddur í öðrum heimi. Þegar maður lítur í kringum sig er þoka búin að umlykja mann og steikjandi hiti.“ Meðfylgjandi myndir eru frá Facebook-síðu Iñigo.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.