Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 21.12.2017, Blaðsíða 16
16 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. Oakley-skíðagleraugu, margar gerðir, verð frá kr. 7.800 Oakley-hjálmar, margar gerðir og litir, verð frá kr. 19.700 Gestir gengu út úr Keflavíkurkirkju glaðir og komnir í dálítið jólaskap eftir tónleika Heru Bjarkar og Arnars Dórs „Ilmur af jólum“ sem haldnir voru í síðustu viku. Mikil stemning var í kirkjunni þar sem alls kyns jólalög voru flutt og sögur sagðar inn á milli. Tónleikarnir hafa verið árlegir hjá Heru Björk nú í fjögur ár, en nafn tónleikanna tengist fyrstu plötu Heru sem bar sama heiti. Nú í ár flutti hún tónleikana í fyrsta sinn víðs vegar um landið þar sem hún fékk söngvara úr heimabyggð með sér í lið. Arnar Dór er Keflvíkingur í húð og hár og segir það alltaf sérstakt að fá að syngja í Keflavíkurkirkju. „Það er alltaf sér- stakt að koma heim.“ Meðfylgjandi myndir af tónleikunum tók Sólborg Guðbrandsdóttir. Arnar Dór og Hera Björk slógu í gegn í Keflavíkurkirkju Guðríður Hafsteinsdóttir er mikið jólabarn og elskar allt við jólin, hún ætlar að vera fyrr á ferðinni í ár en vanalega að kaupa jólagjaf- irnar en yfirleitt er hún á síðasta snúningi í jólagjafainnkaupum. Guðríður er klæðskeri og kjólasveinn og vinnur sem dresser í Þjóð- leikhúsinu um þessar mundir en dresser sér um að hjálpa við búningaskipti á sýningum, draumur hennar er þó að vinna við búninga- gerð. Ertu mikið jólabarn? Já, ég mjög mikið jólabarn, elska allt við jólin! Heldur þú fast í gamlar jóla- hefðir? Já, ég reyni það, en finnst líka gaman að byrja á nýjum hefðum og breyta til (það getur samt verið erfitt). Hvað er ómissandi á jól- unum? Hamborgarhryggur- inn hjá mömmu og pabba og fjölskylduboðið á annan í jólum. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina? Samveran með fjölskyldunni, hátíðleg tónlist og jólaljósin sem lýsa upp skammdegið. Bakar þú smákökur fyrir jólin? Ég reyni að gefa mér tíma til þess, oftast eru það lakkríst- oppar og engiferkökur. Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar? Oft er ég á síðasta snúning á Þorlák með gjafirnar, en ég ætla að bæta úr því í ár og vera búin mun fyrr. Hvenær setur þú upp jólatréð? Þegar ég var barn þá skreyttum við jólatréð oftast sirka þremur dögum fyrir jól, en á seinni árum hef ég skreytt það í byrjun aðventu. Mér finnst að það eigi að fá að njóta sín alla aðventuna. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Stiga sleðinn sem ég fékk sirka tíu ára og klæðskera skærin mín sem ég fékk fyrir tveimur árum. Þeirri gjöf fylgdi flókinn en skemmti- legur ratleikur um allt húsið þar til loks ég fann skærin. Hvenær eru jólin komin fyrir þér? Þegar aðventan byrjar, mér finnst hún svo yndisleg og alveg jafn mikill hluti af jólunum. Hamborgarhryggurinn er ómissandi á jólunum AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.