Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Blaðsíða 49

Víkurfréttir - 21.12.2017, Blaðsíða 49
49MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. kvöldmatinn okkar sáum við glitta í nokkrar hýenur sem höfðu fundið matarlyktina og fylgdust aðeins með okkur. Svo heyrðum við í ljónum í nokkur hundruð metra fjarlægð. Þessi safaríferð var eins og að vera staddur í einhverri Planet Earth mynd.“ Ferðin reyndist þó ekki eingöngu dans á rósum, þar sem Páll var að öllum líkindum bitinn af kónguló. „Ég fékk blöðrur og varð mjög aumur í höndinni þar sem bitið var.“ Algjörlega þess virði að upplifa sandstorm Í þorpinu Massai í Tansaníu býr einn stærsti ættbálkur landsins en það var næsti staður sem strákarnir heim- sóttu. „Þegar við höfðum séð inn í kofana sem fólkið býr í tókum við eftir því að risastór sandstormur stefndi í áttina til okkar. Hann skall svo á nokkrum mínútum síðar,“ segir Páll og lýsir því þannig að næstu dagar hafi einkennst af skítugu hári og særindum í augum. „En það var al- gjörlega þess virði að fá að upplifa sandstorm.“ Hann segir einnig að þeir hafi verið einstaklega heppnir með þessa safaríferð og séð öll dýr sem hægt hefði verið að sjá. Þjófóttir apar stálu ávöxtum Næst var stefnan sett á paradísar- eyjuna Zanzibar þar sem strákarnir slökuðu á, snorkluðu, syntu með höfr- ungum og nutu lífsins. Malawi var svo næsti áfangastaður þar sem strákarnir vörðu meðal ann- ars nokkrum dögum á ströndum Lake Malawi þar sem þeir til dæmis spiluðu fótbolta með heimamönnum. „Við héldum svo til Zamibíu og gistum á tjaldsvæði í litlum þjóðgarði þar. Á tjaldsvæðinu var nóg af þjófóttum öpum sem stálu ávöxtunum manns um leið og maður leit undan.“ Afríkuferðin endaði svo hjá Viktoríu- fossum þar sem strákarnir fóru meðal annars í teygjustökk úr 111 metra hæð. „Það var það erfiðasta sem við höfum gert.“ Eftir ferðalagið um Afríku er reynsla strákanna af heimsálfunni mjög góð. „Fólkið er svakalega vinalegt og mjög nægjusamt. Þau búa flest í moldar- kofum en eru með bros á vör nánast alltaf þrátt fyrir að hafa ekki mikið á milli handanna.“ Eftir Afríku var ferðinni heitið til Sri Lanka. Vildu leyfa fólkinu sínu að fylgjast með „Við vorum í nokkra daga á suður- ströndinni þar sem við eyddum mestum tíma í sjónum á brim- brettum. Eftir það héldum við norður í átt að fjallgörðum Sri Lanka.“ Þar gistu strákarnir á gistiheimili sem var lengst uppi í fjöllum eða í yfir þúsund metra hæð. „Andrúmsloftið var mjög rólegt og hægt var að slaka vel á meðan maður naut útsýnisins. Við vorum í fjóra daga þar en fórum svo aðeins norðar til þess að klífa Sigiriya-klettinn sem við gerðum fyrripart dags því seinnipartinn flugum við yfir til Tælands.“ Áhugasamir geta fylgst með ferðalagi Arons, Ivans og Páls á Snapchat, en þeir segjast hafa ákveðið að stofna aðganginn svo fólkið þeirra heima á klakanum gæti fylgst með þeim. „Okkur langaði líka að sýna fólkinu heima hvernig þessir staðir eru og þá getur það kannski lært smá af okkar reynslu.“ Á meðan við borðuðum kvöldmatinn okkar sáum við glitta í nokkrar hýenur sem höfðu fundið matar- lyktina og fylgdust aðeins með okkur. Svo heyrðum við í ljónum í nokkur hundruð metra fjarlægð. Magnaður staður í Sri Lanka. Klettur sem sjö búddistar búa á og hugleiða. Páll Erlingur spilar fótbolta með strákunum á ströndinni við Lake Malawi. Mynd: Aritta. Mynd: Issy. Mynd: Issy. Mynd: Issy. Mynd: Issy. Sendum bæjarbúum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.