Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Blaðsíða 33

Víkurfréttir - 21.12.2017, Blaðsíða 33
33MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. Tónlistin á ennþá stóran stað í hjarta mínu og á síðustu árum hef ég endur- nýjað kynnin við tónfræðina í gegnum tónlistarnám barna minna. Ég á marga vini meðal starfandi tónlistar- manna á Íslandi og hef síðustu árin skipulagt tónleikaröð með íslenskum jazztónlistarmönnum í Lúxemborg og komið að framkvæmd Jazzhátíðar Reykjavíkur sem stjórnarmaður. Tón- listin heldur áfram að auðga líf mitt. UNA STEINSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Ætli ég endi ekki sem undirleikari hjá Kór eldri borgara Ég var 10 ára gömul þegar ég hóf nám í tónlistarskól- anum og klár- aði minnir mig 6. stig en hætti þegar ég hóf nám í Háskóla Íslands. Þessi ár mín í skólanum eru mér mjög eftirminnileg. Bæði var námið skemmtilegt en um leið erfitt. Ég held að það sé óhætt að segja að Tónlistarskóli Keflavíkur, síðar Reykjanesbæjar, hafi verið í fram- varðasveit tónlistarskóla á landinu. Þarna var einvalalið kennara og upp- eldið í skólanum nokkuð strangt, þá undir stjórn Herberts H. Ágústs- sonar. Hann var ekkert lamb að leika við, svona í minningunni, og einn af þessum sterku landnemum á Ís- landi í tónlistinni, kom frá Þýskalandi. Maður lærði nú á hann svona eftir því sem maður varð eldri og sjálfs- traustið jókst. Það voru nú stundir þar sem manni langaði nú bara að hætta þessu en íþróttir voru t.a.m. annað áhugasvið hjá mér. Ég man að ég reiddist skólastjóranum verulega þegar hann vildi ekki gefa mér frí í hljómfræði á miðvikudögum til að sækja æfingar í unglingalandsliðinu á sama tíma, það voru stærstu von- brigðin. En ekki sé ég eftir því að hafa haft úthaldið og í dag er tónlistin mér mikið áhugamál. Bæði glamra ég mér til gamans á píanóið og hefur áhugi minn á klassíska tónlist fylgt mér í lífinu. Námið mitt í tónlistarskólanum var mjög góð fjárfesting, sem mér þykir vænt um. Helga Laxness er líklega sá kennari sem ég man mest eftir en hún var systir skáldsins Halldórs Kiljan Laxness. Ég man sérstaklega eftir því hvað neglurnar hennar voru langar og það var pínu vont þegar hún var að stjórna puttunum á mér á píanóinu, það var hennar aðferð. Aðrir kennarar komu til sögunnar, eins og Rögnvaldur Sigurjónsson, en Ragnheiður Skúladóttir var nú mesta stjarnan í mínum huga. Bæði var hún róleg og yfirveguð og kenndi manni mikið með sinni hægversku ró, sem átti vel við mig. Það sem mér fannst mesta stemningin og skemmtunin í skólanum var þegar maður var að spila undir eða með samnemendum sínum eða almennt í samfélaginu, eins og í kirkjunni eða með kórum, við skólaslit o.s.frv. Kannski verð ég bara undirleikari ein- hvern tímann hjá kór eldri borgara, hver veit? SIGURÐUR SÆVARSSON Tónskáld og skólastjóri Kennarinn át smur- brauð og reykti tvær sígarettur á eftir Mamma kenndi alla tíð í Tón- listarskólanum í Keflavík, þannig að það má segja að ég hafi alist upp þar. Ég byrjaði sex ára í forskóla. Síðan tók við fiðlunám hjá gömlum Þjóðverja sem kom hingað til lands til að spila með Sinfóníuhljómsveit- inni, Feldman að nafni. Hann kenndi í kjallaranum í gamla Sjálfstæðishús- inu við Hafnargötu. Spilatíminn minn lenti á kaffitímanum hans þannig að hann borðaði smurbrauðið sitt á meðan ég spilaði og reykti svo tvær sígarettur á eftir. Þetta varð til þess að ég náði mikilli leikni í að lesa nótur í slæmu skyggni. Ég stundaði nám á fiðlu þangað til um 12 ára aldur. Þá tók við ansi gott hlé, eða þar til ég hóf söngnám hjá Árna Sighvatssyni. Eftir nokkur ár hjá honum hóf ég söngnám í Nýja tónlistarskólanum, þar sem ég er núna skólastjóri, og lauk þaðan 8. stigs prófi. Eftir það stundaði ég nám í söng og tónsmíðum við Boston Uni- versity og lauk þaðan meistaraprófi í báðum greinum. Ég fór strax að kenna eftir námið: í Keflavík, Njarðvík, Garði og Reykja- vík. Síðan var ég ráðinn skólastjóri í Garði árið 2000 og árið 2002 var ég svo ráðinn skólastjóri Nýja tón- listarskólans. Hvað varðar tónsmíðarnar hef ég mest einbeitt mér að mannsröddinni. Má þar nefna tvær óperur og nokkur stór verk fyrir kór, hljómsveit og ein- söngvara. Áhugasamir geta hlustað á tóndæmi á heimasíðu minni www. sigurdursaevarsson.com. HULDA G. GEIRSDÓTTIR Dagskrárgerðarmaður á RÚV Að dröslast með tenór- horn úr efstu byggðum Ég stundaði nám í tónlistar- skólanum sam- hliða grunn- skólanáminu, byrjaði í blokk- f l a u t u n á m i eins og flestir og lærði svo á bæði fiðlu og tenórhorn. Ég minnist tónlistarskólans alltaf með hlýju þó þetta hafi oft og tíðum verið hörkupúl, ekki síst að labba úr efstu byggðum bæjarins alla leið niður að sjó nánast, dröslandi hljóð- færunum með sér (tenórhornið er ágætlega stórt sko!) en það var alveg þess virði. Tónlistarnámið hefur nýst mér á margan máta í gegnum tíðina og ég hef lengi séð eftir því að hafa ekki haldið áfram að spila. Kannski ég taki upp þráðinn og gangi í lúðrasveit á gamals aldri, aldrei að vita! Kennar- arnir voru vissulega eftirminnilegir, en þeir Viðar Alfreðsson og Jónas Dagbjartsson voru mínir uppáhalds- kennarar, hlýir og skemmtilegir og frábærir tónlistarmenn báðir tveir. Herbert H. Ágústsson var vissulega eftirminnilegur og hann kom inn með aga sem við pottormarnir höfðum kannski gott af því að kynnast. Svo var ofsalega gaman að vera í lúðrasveit- inni og þar átti maður marga góða félaga sem maður heldur jafnvel enn sambandi við í dag. Þó það hafi ekki verið svo gaman í rauntíma þá brosir maður nú í kampinn þegar maður hugsar um allar skrúðgöngurnar í skítaveðri og kulda þar sem maður þrammaði með lúðurinn um bæinn. Það má segja að ég starfi óbeint við tónlist í dag í starfi mínu sem dag- skrárgerðarmaður í útvarpi. Ég hef líka verið viðriðin hljómsveitabrans- ann og verið umboðsmaður hljóm- sveita svo dæmi sé tekið og tónlist er eitt af mínum aðaláhugamálum. Þó rokkið- og poppið séu þar fyrir- ferðarmest þá kenndi tónlistarnámið mér að meta klassíkina líka og ég er mjög þakklát fyrir allt sem ég lærði í Tónlistarskólanum í Keflavík því það hefur nýst mér á ótal mörgum sviðum í lífinu. Ég gleðst mikið yfir bættri aðstöðu Tónlistarskólans í dag og hvet alla til að nýta sér möguleika til tónlistarnáms því það er frábært. Frá skreyttum sölum bresku yfirstéttarinnar yfir í lokaðar geðdeildir fyrir börn og unglinga SIGRÚN SÆVARSDÓTTIR Stjórnandi við Guildhall School of Music and Drama Ég hóf tónlistarnám 5 ára en þá fékk ég að vera hálfgerð „súkkulaðikleina“ í forskólanum hjá Viðari Alfreðssyni horn- og trompetleikara. Eftir það tók við nám á hin ýmsu hljóðfæri þar til ég snéri mér að píanóinu. Svo stofnaði Karen Sturlaugsson létt- sveitina og vantaði básúnuleikara. Hún tilkynnti mér að ég gæti alveg tekið það hlutverk að mér, og þar sem ég var afskaplega hlýðið barn, bættist básúnan við. Í tónlistarskól- anum eignaðist ég ævilanga vini og lærði svo ótal margt sem ég ekki hefði lært í annarskonar námi eða tómstundaiðju. Í dag rek ég meistaranám við einn virtasta tónlistarháskóla í heimi, Guildhall School of Music and Drama í London. Það er hlutverk sem mig hefði aldrei órað fyrir að myndi liggja fyrir mér, en einhvern veginn þróuðust hlutirnir þannig. Námið sem ég stýri heitir Masters in Lead- ership, þar sem nemendur læra að skapa ný verk í samstarfi við listafólk frá öðrum listgreinum, menningar- heimum eða hinn almenna borgara. Á 20 ára ferli mínum hef ég samið tónlist með fólki á öllum aldri og í stórkostlega mismunandi aðstæðum. Andstæðurnar í því umhverfi sem ég fæ aðgang að eru lyginni líkastar. Frá skreyttum sölum bresku yfir- stéttarinnar yfir í lokaðar geðdeildir fyrir börn og unglinga. Frá kvenna- fangelsi í Portúgal yfir í listasetur í regnskógum Balí - og allt þar á milli. Verkefnið sem stendur mér næst er hljómsveitin The Messengers, sem er 25 manna hljómsveit skipuð nemendum Guildhall og fólki sem er að vinna sig upp úr heimilisleysi. Hljómsveitin hefur tekið upp fyrir alþjóðlegt útgáfufyrirtæki í eigu Da- vid Byrne, spilað á þekktasta jazz klúbbi London, The Jazz Cafe, og spilað á aðalsviðinu á útifestivali fyrir 19 þúsund manns. Tækifærin koma ekki vegna bakgrunns hljóm- sveitarmeðlima, heldur vegna þess að hljómsveitin er góð og fólk vill heyra í henni. Ég er stolt af því. Ég er afskaplega þakklát fyrir það uppeldi og þau tækifæri sem ég fékk í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þar fékk ég ekki eingöngu tónlistar- menntun, heldur einnig að þróa með mér það sjálfstraust og leiðtoga- og samskiptahæfni sem hefur gert mér kleift að starfa með öllum þeim ara- grúa af fólki sem ég hef kynnst í mínu starfi. Ég vona að skólinn haldi áfram að hlúa að þroska og menntun komandi kynslóða um ókomna tíð. Til hamingju með áfangann. Karlakór Keflavíkur, Keflavíkurkvartett, Jón Kristinsson, Ólafur Guðmundsson, Haukur Þórðarson, Ragnheiður Skúladóttir. Ljósm.: Heimir Stígsson Sjómannadaguruinn 4. júní 1950 á Hafnargötunni í Keflavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.