Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 21.12.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. Niðurstöður á sýnatöku í jarðvegi við Flugvelli sýndu að ekki var um verulega mengaðan jarðveg að ræða og engin þrávirk efni fundust. Samanburður var m.a. gerður á öðrum jarðvegi innan og utan bæjarmarka. Áfram verður fylgst með jarðveginum á svæðinu, fyrstu umsóknir um framkvæmdir á svæðinu liggja nú þegar hjá byggingafulltrúa Reykjanesbæjar. Þegar vinna hófst við gerð bygginga- lóða og gatna á Flugvöllum í Reykja- nesbæ, hverfi ofan Iðavallar sem ætlað er verslun og þjónustu kom í ljós mikið magn af úrgangi á svæðinu. Tjara fannst í litlu mæli á afmörkuðum stað ásamt því að stór hluti úrgangs á svæðinu tengdist sjósókn og byggingarfram- kvæmdum frá því Eyjahverfið var að byggjast upp. Verkfræðistofan VERKÍS sá um að hafa umsjón með mælingum á svæðinu og voru jarðvegssýni tekin á mörgum stöðum. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja (HES) er einnig í samstarfi en HES hefur eftirlit með mengunar- svæðum á Suðurnesjum. Bakgrunnsýni voru tekin ásamt jarð- vegssýnum á Flugvöllum til að meta náttúrulegan styrk málma í jarðveg- inum á öðrum svæðum innan bæjar- félagsins og einnig á öðrum stöðum til samanburðar, tekin voru sýni á Miðnesheiðinni og Vatnsleysuströnd. Niðurstöður sýndu að jarðvegurinn á svæðinu var ekki verulega meng- aður og engin þrávirk efni fundust á svæðinu sem skiptir mestu máli. Skipulagsstofnun staðfesti að flutn- ingur á uppúrtekt væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum eftir að niður- stöður rannsókna lágu fyrir og gaf HES heimild til flutnings af efninu. Áfram verður fylgst með þegar jarð- vegur verður numinn af svæðinu og þegar lóðarframkvæmdir hefjast mun verða stíft eftirlit með fram- kvæmdum. Vitað er hvar tjara gæti leynst og verður það svæði sérstaklega vaktað þegar framkvæmdir hefjast á því svæði. Lokaúttekt hefur farið fram á Flugvöllum og er nú svæðið klárt til byggingarframkvæmda. FLUGVELLIR TILBÚNIR TIL BYGGINGAFRAMKVÆMDA - byggingafulltrúi kominn með nokkrar umsóknir á borð til sín orft yrir Aðalgötu og Flugvelli. Gatan Flugvellir nær frá Aðalgötu og yfir á Þjóðbraut. Svæðið er skipulagt fyrir verslun og þjónustu en þarna mun einnir rísa ný slökkvistöð. Fremst er ný bensínstöð ÓB við Aðaltorg. Nýr Páll Jónsson GK 7 til Vísis hf í Grindavík Útgerðarfyrirtækið Vísir hf í Grinda- vík skrifaði á dögunum undir samn- ing við skipasmíðastöðina Alkor í Gdansk í Póllandi vegna smíðar á nýju línuskipi fyrir fyrirtækið. Nýja skipið verður 45 metra langt og 10,5 metrar að breidd, þrjú þilför verða á því og verður það búið Catepillar aðalvél. Skipið tekur um 420 kör í lest og verða fjórtán eins manns klefar í skipinu. Smíði þess hefst í janúar á næsta ári og áætlað er að smíðum ljúki um mitt ár 2019. Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is GLEÐILEGA HÁTÍÐ HITTUMST HRESS Á NÝJU ÁRI FORRÉTTIR Síldarsalöt, þrjár tegundir Reyktur lax með piparótarsósu Grafinn lax með sinnepssósu Sjávarréttasalat Heitreyktur lax með kornasinnepshjúp Villibráðarpaté AÐALRÉTTIR Kæst skata og tindabikkja Skötustappa Siginn fiskur Plokkfiskur Saltfiskur Hangikjöt með uppstúf MEÐLÆTI Hnoðmör, hamsatólg, lauksmjör, hrásalat, laufabrauð, rúgbrauð, kartöflusalat, grænar baunir, rauðkál EFTIRRÉTTUR Ris a la mande SKÖTUHLAÐBORÐ Í Officeraklúbbnum 23. desember frá 11.30 til 14.00 Verð kr. 3.950,- Allir velkomnir Borðapantanir í síma 421-4797
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.