Víkurfréttir - 25.01.2018, Síða 28
28 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 25. janúar 2018 // 4. tbl. // 39. árg.
HALLGRÍMUR HÆTTIR MEÐ NJARÐVÍK
Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari
kvennaliðs Njarðvíkur í Domino’s-
deild kvenna í körfu er hættur
með liðið, þetta kemur fram í til-
kynningu á Facebook-síðu körfu-
knattleiksfélags Njarðvíkur.
Þar kemur meðal annars fram að
félagið og Hallgrímur hafi komist að
samkomulagi um það að Hallgrímur
stigi til hliðar sem þjálfari liðsins,
hann hafi komið til klúbbsins í byrjun
vetrar með miklum eldmóð en að
árangur liðsins hafi hins vegar verið
undir væntingum, bæði stjórnar og
þjálfarans, og var það hugur beggja
aðila að tími væri kominn á að slíta
samstarfinu.
„Stjórn kkd. UMFN vil koma fram
þökkum til Hallgríms fyrir störf hans
fyrir félagið og þá fagmennsku sem
hann hefur sýnt allt til loka samstarfs-
ins og um leið óskum honum vel-
farnaðar í þeim verkefnum sem hann
tekur sér fyrir næst. Ragnar Halldór
Ragnarsson mun stýra liðinu til loka
tímabils í það minnsta en Ragnar
var aðstoðarþjálfari liðsins á síðasta
tímabili. Við bjóðum Ragnar um leið
velkomin aftur á hliðarlínuna.“
AÐALFUNDUR
MÁNA
Framhaldsaðalfundur Hestamannafélagsins Mána
verður haldinn þriðjudaginn 13. febrúar 2018
kl. 20.00 í Reiðhöll Mána.
Dagskrá:
1. Reikningar 2017
2. Önnur mál
Stjórn Mána
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Byggðasafn – Safnstjóri
Hæfingarstöðin – Hlutastarf við ræstingar
Hljómahöll – Umsjónarmaður veitinga/verkefnisstjóri
Íþróttahúsið við Sunnubraut – Störf í vaktavinnu
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt
gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla:
Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um
auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær –
laus störf.
Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim
er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar
umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.
Aðalfundur
Sjálfstæðisfélags
Sandgerðis
verður haldinn í Vörðunni
miðvikudaginn 31. janúar kl. 20.
Eitt mál er á dagskrá:
Sameining sjálfstæðisfélaganna í Sandgerði og Garði.
Stjórnin
Viðburðir
í Reykjanesbæ
Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan
Fimmtudaginn 25. janúar: Foreldramorgunn í
Bókasafni Reykjanesbæjar kl. 11:00-12:00. Kristín
Maríella kynnir RIE uppeldisaðferðina.
Föstudaginn 26. janúar: Bókabíó kl. 16:30. Ronja
ræningjadóttir eftir sögu Astrid Lindgren verður sýnd.
Tilboð í Ráðhúskaffi; kleinuhringur og kókómjólk á
450 krónur.
Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.
Þriðjudaginn 30. janúar: Námskeið í síðari hluta
Njálssögu kl. 19:30, alls sex skipti. Nauðsynlegt er að
skrá sig í afgreiðslu safnsins eða á sofn.reykjanesbaer.
is/bokasafn. Verð 5.000 kr.- kaffi og meðlæti innifalið.
SMÁAUGLÝSINGAR
ÓSKAST
Er ekki einhver þarna úti sem vill
leigja reglusamri þriggja manna fjöl-
skyldu og einum góðum og ljúfum
voffa 3–4 herbergja íbúð í Reykja-
nesbæ. Öruggar greiðslur, og frábær
meðmæli ef óskað er.
Nánari uppl í sima: 8655719 og
8985752
Skóli í Bandaríkjunum kemur í ljós á næstu mánuðum
AUKAÆFINGIN
SKAPAR
MEISTARANN
- Thelma Dís Ágústsdóttir var valin íþróttakona Reykjanesbæjar 2017
„Það er ótrúlega gaman að fá viðurkenningar þegar maður er búinn að
standa sig vel,“ segir körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir, en hún var
valin íþróttakona Reykjanesbæjar 2017 eftir frábært ár.
Thelma er einn af lykilmönnum meistaraflokks Keflavíkur en hún varð meðal
annars Íslands- og bikarmeistari með flokknum á liðnu ári. Þá var hún einnig
valin besti leikmaður deildarinnar á lokahófi KKÍ og körfuknattleikskona
Keflavíkur. Thelma var í hópi A-landsliðsins í öllum tilfellum á liðnu ári og
hefur nú leikið níu landsleiki.
„Ég hef alltaf haft góða þjálfara, alltaf mætt vel á æfingar og æft aukalega. Ef
metnaðurinn er til staðar og markmiðin eru skýr er allt hægt,“ svarar Thelma
þegar hún er spurð hver lykillinn að svona góðum árangri sé.
Hún segist alltaf hlakka til að fara á æfingar með Keflavík því þær séu svo
skemmtilegar, en alveg frá því hún var lítil hefur íþróttin heillað hana. „Mamma
var í körfubolta svo ég hef í rauninni alist svolítið upp í kringum íþróttina. Það var
því aldrei spurning hvort ég byrjaði að æfa körfubolta þó ég hafi gaman að flestum
öðrum íþróttum,“ segir Thelma, en móðir hennar er Björg Hafsteinsdóttir, ein af bestu
körfuboltakonum í sögu Keflavíkur.
Íslands- og bikarmeistatitlarnir stóðu upp úr á árinu hjá Thelmu en þeir voru fyrstu
stóru titlarnir hjá henni og flestum stelpunum í liðinu. Sætasti sigur ársins segir
Thelma þó hafa verið leikur fjögur á móti Snæfelli þegar Keflvíkingar unnu Íslands-
meistaratitilinn. „Birna var í banni, en hún hafði verið mjög góð í leikjunum á undan
og við hinar þurftum að stíga upp, sem við gerðum. Húsið var líka troðfullt sem gerði
þetta ennþá skemmtilegra.“
Thelma stefnir á það að halda áfram í körfubolta, hvort sem það verði hér á landi eða
erlendis. „Ég hef haft hug á því að fara í skóla í Bandaríkjunum og það kemur í ljós
á næstu mánuðum.“
solborg@vf.is
UTANVALLAR
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is