Víkurfréttir - 25.01.2018, Síða 29
29ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 25. janúar 2018 // 4. tbl. // 39. árg.
„Fótboltinn er mitt
helsta áhugamál“
Knattspyrnukonan Dröfn Einarsdóttir var valin íþróttakona Grindavíkur árið 2017, en
hún leikur með knattspyrnuliði Grindavíkur og hefur einnig leikið með yngri landsliðum
Íslands. Dröfn segir að fótboltinn hafi verið sitt helsta áhugamál frá unga aldri og svo sé fé-
lagsskapurinn skemmtilegur.
Titilinn segir Dröfn hafa komið sér á óvart en
hún er afar stolt með nafnbótina. Grindvík-
ingum gekk ágætlega í Pepsi-deildinni í sumar
en stelpurnar komu mörgum á óvart þar sem
þeim var spáð falli af ýmsum spekingum. Þær
enduðu í sjöunda sæti deildarinnar.
„Landsliðsverkefnin með U19 ára landsliðinu
standa upp úr á árinu hjá mér ásamt ágætu
gengi okkar í Pepsi-deildinni. Sigurinn á Íslands-
meisturum Þór/KA er sætasti sigur sumarsins
en við unnum þær á heimavelli 3-2,“ segir hún.
Dröfn er fædd og uppalin í Grindavík og hefur
alla sína tíð spilað með heimaliðinu sínu. „Það er
mjög gott að æfa í Grindavík, mórallinn í liðinu
okkar er góður og stelpurnar eru frábærar.“
Hún segist vera farin að velta framtíðinni aðeins
fyrir sér og að heimurinn sé alltaf að opnast
meira í kvennaknattspyrnunni en margar
stelpur hafa farið til Bandaríkjanna í nám og
stundað knattspyrnu samhliða. „Stelpur er
farnar í atvinnumennsku í Evrópu og er Ingi-
björg Sigurðardóttir, sem lék á sínum yngri
árum með Grindavík, farin til dæmis að leika
með Djurgården. Hún er góð fyrirmynd fyrir
ungar stelpur hér.“
Það kostar mikla vinnu og eljusemi ef maður
ætlar að ná í íþróttum og segir Dröfn að svefn
sé mjög mikilvægur ef maður ætli sér að ná
langt. „Mataræðið skiptir líka máli, svo er það
aukaæfingin sem skapar meistarann.“
„Við stefnum á gullið“
Ólafur Ólafsson var kjörinn íþróttamaður
ársins hjá Grindavík árið 2017, en hann spilar
körfubolta með meistaraflokki karla í Grinda-
vík og er fæddur og uppalinn Grindvíkingur.
Ólafur segir það mikinn heiður að hafa fengið
þessa nafnbót og að þetta hafi verið góður
endir á árinu.
Enginn bjóst við okkur í úrslitum
Þegar Ólafur er spurður hvað standi upp úr á
síðasta ári segir hann það vera árangurinn sem
liðið náði en Grindavík komst í úrslit í körfunni
og lék við KR um það hvort liðið stæði uppi sem
Íslandsmeistari. „Við náðum að koma öllum á
óvart og það var geðveikt að fara svona langt.
Hjá mér stendur líka upp úr að hafa verið valinn
í úrvalslið KKÍ, það var mikill heiður, en fyrst
og fremst var það árangur okkar í körfunni sem
stóð upp úr og þetta var hrikalega skemmti-
legur vetur.“
Einn dagur í einu
Ólafur segir það alltaf gaman að æfa og spila
fyrir uppeldisklúbbinn sinn og hann hefur sett
sér þá reglu að taka bara einn dag í einu því
hann veit ekkert hvað gerist á morgun hjá sér.
„Ég sé það líka fyrir mér á næstu árum að ég
verði betri útgáfa af sjálfum mér með hverjum
deginum sem líður, en ég tek eitt skref í einu.“
Leikur þrjú í DHL höllinni á móti KR í úrslit-
unum segir Ólafur hafa verið sætasti sigurinn
ásamt leik tvö í fjögurra liða úrslitunum gegn
Tindastóli.
Gull en ekki silfur
Grindavík stefnir á gullið í vor eða Íslands-
meistaratitilinn í körfu, en Ólafur segir lykilinn
af góðum árangri vera sá að æfa vel. „Æfa meira
en aðrir, fá góðan svefn, borða hollan og góðan
mat og vera tilbúinn að skuldbinda sig.“
Alltaf jafn skemmtilegt í körfubolta
Ólafur hefur æft körfu frá unga aldri og segir
það alltaf jafn skemmtilegt. „Ég veit ekki hvað
það er sem heillar mig helst við körfuna en
mér finnst þetta bara svo ógeðslega skemmti-
legt. Bara það að koma inn í íþróttahúsið og
fara inn í klefa og hitta strákana er eitt það
skemmtilegasta sem ég geri. Ég gæti ekkert í
körfubolta ef ég hefði ekki gaman af honum og
hefði gaman með þeim sem eru með mér í liði.“
rannveig@vf.is
ÚTBOÐ
Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið
” Heiðargerði – Gatnagerð og lagnir – Endurgerð götu ”.
Verkið er fólgið í endurgerð götunnar Heiðargerði í Vogum sem er íbúðagata í
grónu og fullbyggðu hverfi. Um er að ræða; uppúrtekt í götu og fyrir lögnum,
fyllingar í götustæði og yfir lagnir, söndun og lagningu lagna, tengja lagnir við
núverandi lagnir, útlagning jöfnunarlags undir malbik, malbikun, steypa kant-
stein, helluleggja gangstétt og annað það sem kemur fram á uppdráttum, í
verklýsingu og magnskrá.
Helstu magntölur eru u.þ.b:
Uppúrtekt 1200 m³
Fyllingar 1220 m³
Malbik 605 m²
Fráveitulagnir 118 m
Vatnslagnir 92 m
Verklok skulu vera eigi síðar en þremur mánuðum eftir að verk hefst skv. sam-
þykktri verkáætlun, þó aldrei síðar en 30. september 2018.
Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að
senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@vogar.is eða hringja í síma 440 6200
og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þá útboðsgögnin send í
tölvupósti.
Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtudeginum 25. janúar 2018.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga,
Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en miðvikudaginn 14.
febrúar 2018, kl. 11:30 og verða þá opnuð í viðurvist
þeirra bjóðenda sem þess óska.
ÚTBOÐ
Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið
”Miðsvæði – Gatnagerð og lagnir –2. áfangi”
Verkið er fólgið í gatnagerð í nýju íbúðahverfi á Miðsvæði í Vogum; uppúrtekt
fyrir götum og lögnum, fyllingar í götustæði og yfir lagnir, söndun og lagningu
lagna, leggja lagnir vegna götulýsingar, reisingu ljósataura, útlagning jöfnunar-
lags undir malbik, malbikun, tengja lagnir við núverandi lagnir og annað það
sem kemur fram á uppdráttum, í verklýsingu og magnskrá.
Helstu magntölur eru u.þ.b:
Uppúrtekt 2600 m³
Fyllingar 4700 m³
Malbik 4500 m²
Fráveitulagnir 700 m
Vatnslagnir 425 m
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30. september 2018.
Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að
senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@vogar.is eða hringja í síma 440 6200
og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þá útboðsgögnin send í
tölvupósti.
Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtudeginum 25. janúar 2018.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga,
Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en miðvikudaginn 14.
febrúar 2018, kl. 11:00 og verða þá opnuð í viðurvist
þeirra bjóðenda sem þess óska.