Fréttablaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 4
Umboðsaðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433
www.jeep.is - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
JEEP GRAND CHEROKEE
MEST VERÐLAUNAÐI JEPPI Í HEIMI
®
Staðalbúnaður m.a: Led/BI-Xenon framljós, 8,4” snertiskjár með bakkmyndavél,
fjarlægðarskynjarar framan og aftan, hiti í sætum, lykillaust aðgengi og ræsing,
rafdrifin framsæti, stillanleg aftursæti, tölvustýrð sjálfvirk miðstöð með loftkælingu,
regnskynjari, aðgerðastýri, raddstýrt útvarp o.mfl.
DÍSEL 3.0L V6 250 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING
HÁTT OG LÁGT DRIF
VERÐ FRÁ: 8.990.000 KR.
Sý
nd
ur
b
íll
á
m
yn
d
G
ra
nd
C
he
ro
ke
e
Su
m
m
it.
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
Stjórnmál Þorsteinn Víglundsson
tekur við embætti varaformanns
Viðreisnar eftir að hafa hlotið 98,5
prósent atkvæða á landsþingi flokks-
ins í Reykjanesbæ í gær. Þá var Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir endur-
kjörinn formaður með 95,3 prósent
atkvæða. Þorsteinn tekur við emb-
ættinu af Jónu Sólveigu Elínardóttur,
sem gaf ekki kost á sér áfram.
Í stjórnmálaályktun Viðreisnar
segir að Íslendingar skuli ljúka
samningaviðræðum um fulla aðild
að Evrópusambandinu og bera
aðildarsamning undir þjóðina. Þá
segir að fæðingarorlof skuli vera eitt
ár og fjöbreytt dagvistunarúrræði
skuli standa börnum til boða frá tólf
mánaða aldri. - jhh
Þorsteinn í
forystusveit
Frakkland Naumur meirihluti
flokksmanna frönsku Þjóðfylkingar-
innar samþykkti í gær að taka upp
nafnið Þjóðarbandalagið eftir að
Marine Le Pen formaður lagði nafn-
breytinguna til á flokksþingi.
Með breytingunni, og breyttum
áherslum, vill Le Pen reyna að losna
við kynþáttahyggju-, gyðingahaturs-,
og hommahatursstimpilinn sem
hefur fylgt þessum flokki franskra
þjóðernishyggjumanna.
„Nafnið Þjóðfylkingin á sér mikla
og stórkostlega sögu sem ekki er hægt
að afneita. En þið vitið það fullvel að
fyrir mörgum frönskum kjósendum
er nafnið sálfræðilegur þröskuldur
sem er erfitt að yfirstíga,“ sagði Le Pen.
Faðir hennar og stofnandi flokks-
ins, Jean-Marie Le Pen, er hins vegar
afar ósáttur við breytinguna. – þea
Flokkur Le Pen
fær nýtt nafn
Þorsteinn
Víglundsson
framkvæmda-
stjóri SA, Samtaka
atvinnulífsins.
Lilja Alfreðsdóttir,
mennta- og
menningarmála-
ráðherra.
menntamál „Eitt af helstu mark-
miðum samræmdra prófa er að
aðstoða skóla, foreldra, mennta-
kerfið og samfélagið í heild við að
bæta skólastarf og ef við höfum
ekki aðgang að mælitækjunum þá
fellur það markmið náttúrulega
um sjálft sig,“ segir Páll Hilmarsson
sem kvartaði til úrskurðarnefndar
um upplýsingamál eftir að Mennta-
málastofnun hafnaði beiðni hans
um aðgang að samræmdu prófi sem
lagt var fyrir son hans í fjórða bekk.
Í reglugerð, um framkvæmd
samræmdra prófa, sem sett var í
tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, er
tiltekið að Menntamálastofnun
sé heimilt að útbúa svokallaðan
prófabanka og í þeim tilgangi er
prófi skipt í tvennt, annars vegar
eru spurningar og hins vegar svör.
Stofnuninni er samkvæmt reglu-
gerðinni, ekki skylt að veita aðgang
að spurningunum heldur einungis
svörunum.
„Mér finnst ekki boðlegt að það
sé hægt að leggja próf fyrir börn og
bjóða síðan bæði mér og skólanum
að segja: Þessu tiltekna barni gekk
svona og svona. Við spurningu nr. 4
gaf barnið svarið sex og við spurn-
ingu nr. 7 gaf barnið svarið átta, en
þú færð ekki að sjá spurninguna.“
Úrskurðarnefndin tók mál Páls
fyrir og óskaði upplýsinga frá
Menntamálastofnun sem vísaði
til annarrar synjunar á samskonar
beiðni, sem væri einnig til með-
ferðar hjá úrskurðarnefndinni.
Þá var í svari stofnunarinnar vísað
til 10. gr. upplýsingalaga sem tiltek-
ur meðal annars próf sem heimilt er
að undanskilja frá rétti borgaranna
til upplýsinga.
Páll telur reglugerð ráðherra og
svör Menntamálastofnunar stang-
ast á við upplýsingalög enda beri að
túlka ákvæði 10. gr. laganna þannig
að próf geti aðeins verið undanþeg-
in þessum rétti borgaranna þangað
til þau eru lögð fyrir. Eftir það eigi
að veita aðgang að þeim.
Páll bendir einnig á 27. gr. grunn-
skólalaga sem tiltekur að nem-
endur og foreldrar eigi rétt á upp-
lýsingum um niðurstöður mats,
matsaðferðir og mælitæki við mat
á árangri og framförum nemenda.
Í nýlegum úrskurði úrskurðar-
nefndarinnar um aðgang að eldri
prófum var ekki fallist á þau rök
Háskóla Íslands að þar sem prófin
breyttust mjög lítillega milli ára
myndi aðgangur að eldri prófum
hafa það í för með sér að prófin
yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki
árangri sínum þar sem þau væru á
almannavitorði.
Í niðurstöðu nefndarinnar segir
hins vegar að umrædd próf, geti
ekki talist fyrirhuguð í skilningi
laganna og aukin vinna við gerð
nýrra prófa geti ekki vikið frá
meginreglu um aðgang borgara að
upplýsingum. Háskólanum var því
gert að veita aðgang að umbeðnum
prófum.
Páll hefur beðið niðurstöðu
nefndarinnar frá því í nóvem-
ber. Hann vísar til fyrri úrskurða
nefndarinnar og er bjartsýnn á að
nefndin úrskurði sér í vil.
adalheidur@frettabladid.is
Menntamálastofnun veiti
aðgang að samræmdu prófi
Faðir barns í fjórða bekk kærði synjun um aðgang að samræmdu prófi til úrskurðarnefndar um upplýsinga-
mál. Hann segir synjunina brjóta í bága við grunnskólalög og upplýsingalög. Telur markmið samræmdra
prófa fara fyrir lítið ef aðgangur að mælitækjunum er bannaður.
Páll Hilmarsson kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um
aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Fréttablaðið/Vilhelm
menntamál Lilja Alfreðsdóttir,
mennta- og menningarmálaráð-
herra, fundaði með fulltrúum
Menntamálastofnunar (MMS) um
helgina vegna þeirrar stöðu sem upp
er komin varðandi samræmd próf
níundu bekkinga.
Í vikunni þreyttu nemar í 9. bekk
samræmd próf en tölvukerfi MMS
réði ekki við álagið sem hlaust af
próftöku í ensku og íslensku. Aðeins
stærðfræðiprófið gekk snurðulaust
fyrir sig. Fulltrúar hagsmunaaðila
munu funda í menntamálaráðuneyt-
inu vegna málsins á miðvikudag.
„Við erum að kanna hver lagaleg
staða þessara prófa er en í vinnslu
eru lögfræðiálit hvað það varðar.
Meginmarkmiðið er að við getum
eftir samráðsfundinn skýrt stöðu og
gildi þessara prófa með hagsmuni
nemenda að leiðarljósi,“ segir Lilja.
Þorsteinn Sæberg, formaður
Félags skólastjórnenda, segir við
Fréttablaðið að hann telji ekki
ástæðu til að börnin taki prófin á
nýjan leik.
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
það verður einhver uppákoma í
kringum samræmda próftöku. Þetta
er í raun óásættanlegt klúður. Ég efa
ekki að ráðherra skoði þetta mál
sérstaklega. Hún lýsti því yfir að hún
hefði verulegar áhyggjur af þessari
framkvæmd og ég deili þeim áhyggj-
um með henni,“ segir Þorsteinn.
Lilja segir að ráðuneytið muni ekki
hafa álit á neinum tillögum fyrr en
stöðumat liggi fyrir. Réttindi og staða
nemenda, með hagsmuni þeirra að
meginmarkmiði, sé forgangsatriði.
„Við erum að fara yfir hvað fór
úrskeiðis og hver ber ábyrgðina á
því. Brýnast er núna að endurvinna
traust á MMS og ráðuneytið er að
vinna að aðgerðum sem miða að því
marki,“ segir Lilja. – jóe
Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin
1 2 . m a r S 2 0 1 8 m á n U d a G U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
1
2
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
A
-7
3
4
8
1
F
2
A
-7
2
0
C
1
F
2
A
-7
0
D
0
1
F
2
A
-6
F
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K