Fréttablaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 10
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Stofnuð 1983 35 á r a Fasteignasalan þín í 35 ár Starfsfólk Hraunhamars 1 2 . m a r s 2 0 1 8 m Á N U D a G U r10 s p o r t ∙ F r É t t a B L a ð i ð sport Úrslitaleikur karla Fram 27-35 ÍBV (12-16) Fram: Svanur Páll Vilhjálmsson 6, Arnar Birkir Hálfdánsson 5, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 4, Matthías Daðason 3, Sigurður Þor- steinsson 2, Þorgrímur Smári Ólafs- son 2, Andri Þór Helgason 2, Davíð Reynisson 1, Valdimar Sigurðsson 1, Bjartur Guðmundsson 1. ÍBV: Agnar Smári Jónsson 12, Theo- dór Sigurbjörnsson 8/1, Sigurberg- ur Sveinsson 6, Kári Kristjánsson 4, Andri Heimir Friðriksson 2, Friðrik Hólm Jónsson 1, Róbert Aron Hos- tert 1, Grétar Þór Eyþórsson 1. HaNDBoLti Eyjamenn elska bik- arúrslitaleiki, allavega síðasta árið. Bæði karla- og kvennalið ÍBV eru ríkjandi bikarmeistarar í fótbolta og á laugardaginn tryggði ÍBV sér bikarmeistaratitilinn í handbolta karla með átta marka sigri á Fram, 27-35. Karlalið ÍBV í handbolta hefur farið þrisvar sinnum í úrslita- leikinn og alltaf snúið heim með bikarinn í farteskinu (1991, 2015 og 2018). Úrslitaleikurinn á laugardaginn var jafn framan af. Frammarar byrj- uðu vel en Eyjamenn voru lengi í gang. En um leið og Aron Rafn Eðvarðsson byrjaði að verja í marki ÍBV náði liðið undirtökunum. Eyja- menn kláruðu fyrri hálfleikinn með 7-2 kafla og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-16. Aron Rafn hefur ekki verið upp á sitt besta í vetur en hann sýndi hvers hann er megnugur í leikjunum um helgina og með hann í þessu stuði eru Eyja- menn óárennilegir. Í seinni hálfleik breikkaði bilið og Fram var aldrei líklegt til að koma til baka. Frammarar, sem höfðu spil- að framlengdan undanúrslitaleik gegn Selfossi daginn áður, sprungu á limminu og Eyjamenn lönduðu öruggum átta marka sigri, 27-35. „Ég átti þennan eftir. Ég er búinn að sækja grimmt að honum og þetta er kærkomið,“ segir Arnar Péturs- son, þjálfari ÍBV, við Fréttablaðið eftir leikinn. Þrátt fyrir að hafa verið lengi að, bæði sem leikmaður og þjálfari, var þetta fyrsti bikar- meistaratitill Arnars á ferlinum. Hann er búinn að eltast lengi við þennan hval og klófesti hann loks á laugardaginn. Arnar hrósaði liði Fram og þjálf- ara þess, Guðmundi Helga Pálssyni, í hástert eftir bikarúrslitaleikinn. „Fram spilaði framlengdan leik í gær [á föstudaginn], er að nota færri menn en við og það taldi. En ég vil hrósa Frömmurum. Þetta eru algjör ólíkindatól. Þeir eru að mínu mati með besta þjálfarann í deildinni og einn af þeim betri í íslenskum handbolta í dag. Hann nær ótrú- lega miklu út úr þessum strákum sem eflast undir hans stjórn og verða betri og betri. Þetta er flott og skemmtilegt lið,“ segir Arnar sem var einnig þjálfari ÍBV, ásamt Gunnari Magnússyni, þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2014. Margir leikmenn ÍBV spiluðu vel í bikarúrslitaleiknum, þó enginn betur en Agnar Smári Jónsson. Hann var sjóðheitur, skoraði 12 mörk úr aðeins 13 skotum og átti sinn besta leik síðan í oddaleiknum fræga gegn Haukum fyrir fjórum árum. „Hann er ótrúlegur drengur. Ég veit ekki hvað ég á að segja um hann. Hann elskar þessa leiki og stígur upp í þeim,“ segir Arnar að endingu. ingvithor@frettabladid.is Arnar klófesti loks bikarhvalinn Karlalið ÍBV í handbolta varð bikarmeistari í þriðja sinn eftir 27-35 sigur á Fram á laugardaginn. Þjálfarinn Arnar Pétursson var búinn að bíða lengi eftir bikarmeistaratitli. Agnar Smári Jónsson fór hamförum í úrslitaleiknum, skoraði 12 mörk og reyndist Fram erfiður. Arnar Pétursson var tolleraður af lærisveinum sínum eftir sigurinn í Coca Cola-bikar karla. Þetta er þriðji bikarmeistaratitill ÍBV í karlaflokki. FréttABlAðið/EyÞór 1 2 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 A -6 E 5 8 1 F 2 A -6 D 1 C 1 F 2 A -6 B E 0 1 F 2 A -6 A A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.