Fréttablaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Við vonum að við verðum hamingju-söm hér við öruggar aðstæður,“ sagði Sýrlendingurinn Tojan Al Nashy við komuna hingað til lands. Hann er í hópi sýrlenskra og írakskra fjölskyldna, kvóta-flóttamanna, sem boðið var hingað til
lands og setjast að á Vestfjörðum og Austfjörðum.
Það er vonandi að þessar fjölskyldur verði ham-
ingjusamar í nýjum heimkynnum, víðs fjarri þeim
stríðsátökum sem hröktu þær á flótta. Vonandi fá þær
alla þá aðstoð og stuðning sem þær þurfa á að halda frá
gestrisnum Íslendingum. Það verður þó ekki horft fram
hjá því að hér á landi finnst hópur sem sekkur nánast
í tilvistarþunglyndi við tilhugsunina um að flóttafólk
setjist að hér á landi, ekki síst ef það aðhyllist aðra trú
en kristni. Vitneskjan um að reynt sé að létta undir
með flóttafólki, útvega því húsnæði og nauðsynjar
framkallar síðan fordæmingu og upphrópanir eins og:
„Við eigum nóg með okkur! Hér er fullt af bágstöddum
Íslendingum! Af hverju er þeim ekki hjálpað!“ Síðan er
bætt við þessari kostulegu fullyrðingu: „ Ég hef ekkert
á móti þessu fólki en það er ekki eins og við.“ Vand-
lætingarræða viðkomandi heldur síðan áfram og þar
kemur meðal annars fram að afar ískyggilegt sé að inn-
flytjendur sem aðhyllast íslam séu að fjölga sér og ala
upp börn því hætta sé á að múslimar muni fylla landið
með hrikalegum afleiðingum.
Blessunarlega hefur stjórnmálaflokkur þar sem þessi
viðhorf eru ríkjandi ekki komist til valda og vegsemdar
í íslensku samfélagi. Þar með er ekki sagt að þessi
hópur hatursfólks hafi ekki áhrif. Það var ekki síst fyrir
tilstilli þessa kjósendahóps sem Framsóknarflokkur-
inn fékk tvo borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnar-
kosningum eftir að oddviti flokksins, Sveinbjörg Birna
Sveinbjörnsdóttir, hafði látið sérkennileg orð falla
um múslima. Forysta flokksins brást í því máli en nú
er ásýnd Framsóknarflokksins orðin með geðþekkari
hætti en áður var og er það vel.
Fjöldi flokka boðar þátttöku í næstu borgarstjórnar-
kosningum. Þar á meðal er Frelsisflokkurinn en meðal
yfirlýstra markmiða flokksins er að berjast gegn því
sem stofnendur segja vera múslimavæðingu Evrópu.
Með framboði sínu vill flokkurinn forða því að slík
múslimavæðing verði í Reykjavík og hafnar mosku-
byggingu hér á landi. Það stafar víst sérstök hryðju-
verkaógn af því að múslimar fái að iðka trú sína. Flokk-
urinn leggur síðan mikla áherslu á að kristin gildi séu
höfð í hávegum. Það er nokkuð áhyggjuefni fyrir þjóð-
kirkjuna að þeir sem tala hæst um hætturnar sem stafa
af flóttamönnum, og þá sérstaklega múslimum, flokka
sig um leið meðal helstu talsmanna kristni í landinu.
Ansi er það nú einkennilegt og öfugsnúið. Staðreyndin
er vitanlega sú að þessi hópur hatursfólks veit ekkert
um náungakærleik og er gjörsamlega ófær um að setja
sig í spor annarra. Ef þessi hópur hefði einhvern áhuga
á kristnum gildum myndi hann hafa ofarlega í huga
orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég og
þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér
að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“
Þér hýstuð mig
hér á landi
finnst hópur
sem sekkur
nánast í
tilvistarþung-
lyndi við
tilhugsunina
um að flótta-
fólk setjist að
hér á landi
Félagsmenn í MATVÍS
Aðalfundur félagsins verður haldin
miðvikudaginn 14. mars á Stórhöfða 31, kl. 16:00
Venjuleg aðalfundarstörf.
Formannskjör verður rafrænt frá kl. 12. mánudegi 12. mars
til kl. 12. miðvikudags 14. mars.
Kynning á frambjóðendum á vef MATVÍS.
Aðalfundur
Almannavaldið hlýtur að móta stefnu og viðmið á mikilvægustu sviðum velferðar-, fræðslu- og heilbrigðisþjónustu og á fleiri sambærilegum
sviðum. Ríki og sveitarfélög greiða mest af þessari starf-
semi. Eðlilega fara þau þá líka með yfirstjórn, stefnu-
mótun og eftirlit.
En það hæfir vel að frjáls samtök, sjálfseignarstofnan-
ir og aðrir einkaaðilar taki að sér framfylgju og rekstur
þeirra stofnana sem starfa að þessum málum. Reynsla
er ágæt af því að rekstur sé ekki á höndum embættis-
manna.
Þetta getur átt við um t.d. öldrunarstofnanir, hjúkr-
unarheimili, heilsugæslu og læknastofur, uppeldis-
stofnanir, leikskóla, skóla og háskóla, rannsókna- og
ráðgjafarstarfsemi, íþróttastarfsemi, söfn og sýningar-
sali, leikhús og aðra listastarfsemi og ýmislegt fleira.
Það skiptir miklu máli hvernig almannavaldið, ríki og
sveitarfélög, ráðstafar þessum verkefnum. Vanda ber til
samninga um slíka útvistun. Hún verður að lúta skýrum
skilmálum: a) Almannavaldið setur stefnu, viðmið og
mælistikur, og ákvarðar um gæði. b) Almannavaldið sér
um virkt eftirlit, þ.m.t. gæðaeftirlit og fjárhagseftirlit. c)
Almannavaldið hefur rétt til endurskoðunar samninga.
En þessir skilmálar eru ekki fullnægjandi. Við verður
að bæta þessum: d) Sambærilegar mælistikur verði
notaðar í útvistun sem í opinberum stofnunum á sama
sviði. Þetta á m.a. við um umfang og umsvif, magn og
gæði, aukastörf og viðbætur, hagræðingu og greiðslur.
Við þessa skilmála verður líka að bæta þessum: e)
Arður verði ekki greiddur af starfseminni, nema þá
samkvæmt skýrum sértækum heimildarákvæðum
í þjónustusamningi. f ) Sama gildi um greiðslur af
skuldabréfum. Fyrir verða að liggja í samningi m.a.
skýr ákvæði um stofnkostnað og afskriftir, endurnýjun
og þróunarkostnað. g) Laun og þóknanir eigenda og
stjórnenda í víðum skilningi fylgi viðmiðum sem skil-
greind eru sérstaklega í þjónustusamningi.
Vandi er að semja þannig að málefnalegt sé og verki
ekki aðeins til fælingar. Tryggja verður svigrúm og eðli-
lega hvata til þróunar, hagræðingar, gæða og umsvifa,
en starfsemin verður jafnframt að vera laus við arðsókn.
Einkarekstur og útvistun
Jón Sigurðsson
fv. skólastjóri
Tryggja
verður
svigrúm og
eðlilega hvata
til þróunar,
hagræðingar,
gæða og
umsvifa, en
starfsemin
verður
jafnframt að
vera laus við
arðsókn.
Fámennur flokkur
Viðreisn hélt landsþing í Hljóma-
höllinni í Reykjanesbæ núna
um helgina. Þar gafst formanni
flokksins, Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur, færi á að ávarpa
flokksmenn og stefna flokksins
var mótuð. Þorgerður sótti
umboð til flokksmanna til að
gegna embætti formanns og Þor-
steinn Víglundsson var kjörinn
varaformaður. Úr tilkynningum
til fjölmiðla má lesa að þau hafi
bæði fengið rússneska kosningu.
Hins vegar kom ekki fram hversu
mörg atkvæði voru greidd. Ein-
hverjir pólitískir andstæðingar
úr Sjálfstæðisflokknum hafa gert
því skóna að forysta flokksins
þori ekki að viðurkenna hversu
fámennt þingið hafi verið.
Ósáttur Ögmundur
Ögmundur Jónasson, fyrr-
verandi þingmaður VG, tók þátt
í að kynna fund í Safnahúsinu
á laugardaginn þar sem hin
umdeilda blaðakona Vanessa
Beeley ræddi fréttaflutning af
stríðinu í Sýrlandi. Ögmundur
sendi tölvupóst á nokkra frétta-
menn RÚV og mun hafa fengið
heldur kaldar kveðjur frá einum
þeirra. Þessar kveðjur virðist
Ögmundur ekki par sáttur við.
Sakar Ögmundur fréttamanninn
um fordóma, þekkingarleysi og
þöggun. Burtséð frá afstöðu til
málefnisins sem deilt er um, þá er
það merkileg tilbreyting að heyra
í vinstrimanni sem ekki lofsyngur
RÚV. jonhakon@frettabladid.is
1 2 . m a r s 2 0 1 8 m Á N U D a G U r8 s k o ð U N ∙ F r É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN
1
2
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
A
-8
2
1
8
1
F
2
A
-8
0
D
C
1
F
2
A
-7
F
A
0
1
F
2
A
-7
E
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K