Myndmál - 01.03.1984, Qupperneq 6
Asdís Thoroddsen og Bessi Bjarnason í SKILABOÐ TIL SÖNDRU. Frekar átakalítil
og skortir töluverðan kraft til að úr verði gott bíó.
...ogsmápælingar...
Hér eftir má búast við að þrjár til fjórar
kvikmyndir birtist á ári hverju frá inn-
lendum aðilum. Smæð markaðarins gerir
kvikmyndagerðarmönnum allerfitt fyrir því
takmörk eru fyrir hvað hægt er að ná inn
af peningum sem nota má til að fjármagna
næsta verkefni. Satt að segja standa málin
þannig að þeir sem sjá um bíómyndasmíðar
hér á landi mega þakka fyrir að fá uppí
kostnað og halda húsum sínum. 3(M0
þúsund manns þarf til að standa undir
bíómynd af ódýrustu gerð en slíkur fjöldi
samsvarar þeirri aðsókn sem er á vinsæl-
ustu erlendu bíómyndirnar. Að vísu hafa
flestar þær 13 íslensku bíómynda sem
sýndar hafa verið frá janúar 1980 til des-
ember 1983 farið langt yfir þetta mark og
a.m.k. tvær þeirra ef ekki fleiri, náð inn yfir
100 þúsund manns (Land og Synir og Með
Allt á Hreinu). Engu að síður er áhættan
alltof mikil og algerlega óviðunandi að
menn þurfi að veðsetja aleiguna í hvert
skipti sem mynd er gerð. Fólki finnst ekki
lengur nóg að myndin sé íslensk, efnið þarf
að höfða til þess á einhvern hátt. Þá virðist
auðveldasta leiðin að detta í pytt ódýrra
formúlumynda sem eiga næga aðsókn vísa.
Slíkar myndir eiga auðvitað allan rétt á sér,
en nauðsynlegt er að svigrúm sé til að
ráðast í metnaðarmeiri verkefni.
Tilkoma Kvikmyndasjóðs gerði íslenskar
bíómyndir að veruieika og nauðsynlegt er
að sjóðurinn verði áfram sem traustastur
bakhjarl þeirra. Einnig er afar mikilvægt að
Kvikmyndasjóður hugi að stuðningi við
smærri verkefni, heimildamyndir o.þ.h. og
hafi ekki síst náið samstarf við Sjónvarpið.
Kvikmyndasafnið þarfnast líka góðrar að-
hlynningar og bættrar aðstöðu því þar eru
unnin verk sem seint verða ofmetin.
Þeim íslendingum fer fjölgandi sem halda
utan tii náms í kvikmyndagerð. Sem stendur
hafa flestir starfandi kvikmyndagerðarmenn
hér á landi nóg að gera en hugsanlegt er
að það breytist innan fárra ára. Því verður
að fara að huga að sköpun fleiri atvinnu-
tækifæra og þar er komið að þætti Sjón-
varpsins.
Það er afar mikilvægt fyrir þróun ís-
lenskrar kvikmyndagerðar að Sjónvarpið
ræki margfalt betur hlutverk sitt sem fram-
leiðandi fjölbreytilegrar eigin dagskrár.
Yngri kvikmyndagerðarmenn þurfa að fá að
spreyta sig á gerð stuttmynda og heimilda-
mynda áður en þeir ráðast útí stærri verk-
efni. Markaður fyrir slíkt efni er bundinn
við Sjónvarpið og það er engin spurning
um hvort landsmenn kjósi íslenskar
myndir, þeir væru jafnvel reiðubúnir að
greiða mun hærri afnotagjöld. Sjónvarpið
þarf einnig að þvo af sér meðalmennsku-
stimpilinn sem fylgt hefur stofnuninni alltof
lengi og dregið úr trú fólks á henni.
Það er, að ég held, óhagganleg staðreynd,
að íslenskar bíómyndir eru komnar til að
vera. íslenskir bíóáhorfendur taka innlend-
ar myndir yfirleitt fram yfir jafnvel vinsæl-
ustu Hollywood framleiðslu en hljóta um
leið að gera þá kröfu til kvikmyndagerðar-
manna að þeir séu jafnan reiðubúnir að
gefa sjálfumsér spark í afturendann til að
kvikmyndin megi þroskast og dafna meðal
annarra menningarþátta hér á hjara verald-
ar...
ÁSGRÍMUR SVERRISSON
Erlendur kvikmyndaamáll 1983
Erlendar kvikmyndir sýndr hér á árinu 1983 spönnuðu (sem
jafnan) alla gœðaflokka. Sú ánœgjulega þróun á sér stað að
myndirnar berast hingað til lands œ fyrr en áður og Reykjavík er
jafnvel farin að taka þátt í heimsfrumsýningum stórborganna.
Kvikmyndahátíð Listahátíðar hefur einnig unnið sér fastan sess
sem árlegur viðburður og er það vel.
4. FIRSTBLOOD. Leikstjóri: Ted Kotcheff.
Sylvester Stallone er sem fæddur í hlutverk
grænhúfuhermannsins nýkominn frá Viet-
nam. Kotcheff lyftir rútíneruðu spennu-
myndaformi í hærri hæðir og vekur um leið
upp sjónarhorn sem fáir gefa gaum, sumsé
hvað verður um sérþjálfaða atvinnumorð-
ingja Bandaríkjahers sem sendir eru heim
að loknu stríði og er ætlað að liía meðal
fólks í stað þess að drepa það?
5. EINFALDI MORÐINGINN. Leikstjóri:
Hans Alfredsson. Geysilega áhrifarík og
sérkennileg sænsk mynd um mann sem
talinn er íáviti sökum talgalla og hvernig
hann bregst við þeim atburðum sem að-
stæðurnar þröngva uppá hann.
6. THE WALL. Leikstjóri: Alan Parker.
Parker galdrar fram magnað bíó þegar
hann lýsir þugrenningum Roger Waters,
eins meðlima hljómsveitarinnar Pink Fioyd,
allt frá barnæsku til fægðar og frama.
Sviðsetningin er öll í „SkonrokksstiT án
þess þó að skorta innra líf.
7. ROCKYIII. Leikstjóri: Sylvester Stall-
one. Einfaldlega skothefdur sjóbissniss.
Skyldi nokkur eiga eftir að leika það eftir
Stallone að gera þrjár myndir í röð um
sama efnið, sem allar eru hver annari betri?
Og nú er hann að gera þá fjórðu...
8. THE OUTSIDERS. Leikstjóri: Francis
Ford Coppola. Það er aðeins á færi snillings
á borð við Coppola að gera jafn áhrifaríka
stemmningsmynd úr jafn lítilfjörlegu efni.
Stórgott kvikmyndaverk.
9. GANDHI. Leikstjóri: Richard Attenbor-
ough. Tuttugu ára streð Attenboroughs við
þetta verkefni bar fullan ávöxt. Minning og
hugsjónir Gandhis hafa nú eignast ódauð-
legan minnisvarða.
10. ANDRA DANSEN. Leikstjóri: Lárus
Ýmir Óskarsson. Lítið ævintýri, fullt af
bragðgóðum hugmyndum sem unnið er úr
af smekkvísi og fágun. Með þessari fyrstu
mynd sinni í fullri lengd telst Lárus Ýmir
til þess hóps kvikmyndagerðarmanna sem
vænta má afreka af í framtíðinni.
Af öðrum eftirminnilegum myndum má
nefna POLTERGEIST, hrollvekju Steven
Spieibergs og Tobe Hoopers, REDS eftir
Warren Beatty, MERRY CHRISTMAS MR.
LAWRENCE eftir Nagisha Oshima, TESS eftir
Roman Polanski, BLUE THUNDER eftir John
Badham, HEAVENS GATE eftir Michael Cim-
ino og SOPHIE'S CHOICE eftir Alan J. Pakula.
ÁSGRÍMUR SVERRISSON
Listi yfir bestu erlendu bíómyndirnar
sem sýndar voru 1983 og undirritaður
barði augum, lítur svona út:
1. MISSING. Leikstjóri: Costa-Gavras.
Costa-Gavras vekur upp óhugnanlegt and-
rúmsloft valdaránsins í Chile árið 1973 og
leikur Sissy Spacek og Jack Lemmon í
hlutverkum venjulegra Bandaríkjamanna
sem uppgötva illvirki eigin ríkísstjórnar á
erlendri grund, er hreint út sagt stórkost-
legur.
2. THE STUNT MAN. Leikstjóri: Richard
Rush. Þessi mynd er perla. Rush bregður
upp andrúmsiofti sem ekki er hægt að lýsa
með orðum, þetta er bíó eins og bíó á að
vera. Peter O’Toole og Steve Railsback fara
á kostum í aðalrullunum.
3. TOOTSIE. Leikstjóri: Sidney Pollack.
Dustin Hoffman og Jessica Lange sýna
snilldartakta ásamt mörgum öðrum (þ.á m.
leikstjóranum sjálfum) í einni bestu gaman-
mynd síðari ára. Fjórar stjörnur fyrir frá-
bæra hugmynd og úrvinnslu.
6 MYNDMÁL