Myndmál - 01.03.1984, Page 12
Mótmælafundur fyrir framan hús forsáetisráðherra. Arnar Jónsson (Gunnar) og Tinna Gunnlaugsdóttir (Ugla).
—-----/---------------------------------
Ornólfur Arnason, framkvæmdastjóri Atómstöðvarinnar:
„Teljum að efni þessarar kvikmyndar eigi
brýnt erindi við fólk almennt í heiminum. “
og skemmtanaskatt. Bara söluskatturinn ætti að vera
næg upphæð til að standa undir framleiðslu a.m.k.
þriggja til fjögurra mynd á ári. Þó það virðist vera há
tala miðað við aðrar stærri þjóðir þá held ég að það sé
alger nauðsyn til að koma þessum iðnaði á legg og safna
þeirri reynslu og þekkingu sem nauðsynleg er til að gera
vandaðar myndir sem eiga möguleika á útflutningi.
Ugla litast um í húsi organistans.
SP: Nú var œthmin að mynda í fyrrasumar. Huað breytti
því?
Ö: Það var margt sem hjálpaðist að. Fjármögnunin var
ekki komin í höfn og einnig vildum við gjarnan hafa
lengri tíma til að gera handritið betur úr garði. Satt að
segja gerðum við holskurð á handritinu eftir þann tíma
sem við ætluðum að vera byrjaðir að filma upphaflega
og gerbreyttum ailri meðhöndlun á þessu efni.
SP: Framleiðslukostnaður myndarinnar mun vera um
13-14 miljónir. Þýðir það ekki að þið þurfið yfir 100.000
manns til að standa undir kostnaði?
Ö: Jú, ætii við þyrftum ekki röskiega 100.000 manns, þó
ekki sé hægt að fullyrða alveg um það því miðaverðið
er ekki ákveðið enn.
SP: Hvernig hyggist þið ná uppí kostnað?
Ö: Það væri auðvitað lang þægilegast ef við fengjum á
annað hundrað þúsund manns til að sjá myndina hér
innanlands, en við myndum nú ekki láta þar við sitja þó
slíkt tækist, heldur höfum við alltaí stefnt að því að
dreifa myndinni á erlendum markaði, ekki bara af
fjárhagslegum ástæðum heldur einnig vegna þess að við
teljum að efni þessarar kvikmyndar eigi brýnt erindi við
íólk almennt í heiminum.
Svo verður 1 íka að taka með í reikninginn að talsverður
hluti kostnaðarins er tilkominn vegna erlendu útgáfunn-
ar af myndinni. Ef við hefðum einungis stefnt á íslenskan
markað hefði myndin orðið a.m.k. tuttugu ef ekki
þrjátíu prósent ódýrari.
SP: Nú hefur ekkert gengið of vel að selja íslenskar
myndir erlendis. Hvernig hyggistþið koma Atómstöðinni
á markað?
Ö: Nú, það eru náttúrlega ýmis ráð tii að koma myndinni
á markað, en ég vildi nú fyrst svara þessu þannig að
efnið, þ.e. skáldsaga Halldórs Laxness, hefur verið gefin
út í á þriðja tug landa og í sumum þessara landa hefur
hún komið út í 15-17 skipti og allt frammá síðustu ár.
Sömuleiðis fjallar Atómstöðin um efni sem er á hvers
manns vörum þetta árið og ágerist enn, þ.e.as. hættu á
atómstyrjöld og því vandamáli sem litlar þjóðir standa
frammi fyrir þegar þau þurfa að taka afstöðu til ágangs
stórveldanna, þannig að við vonumst til að efni myndar-
innar hafi meiri slagkraft heldur en hingað til hefur verið
í okkar myndum og nú er ég ekkert að leggja dóm á
gæði myndanna í sjálfu sér. En varðandi það hvað við
höfum gert fyrir utan það að velja þetta efni, þá get ég
nefnt að við tókum snemma þá ákvörðun, þegar okkur
var ijóst umfang verkefnisins, að gera ráðstafanir til að
reyna að tryggja að útlendingar gætu notið myndarinnar.
Og þá tókum við semsagt þá ákvörðun að gera myndina
í tveimur útgáfum og láta þá íslenska leikara tala ensku
í annarri útgáfunni.
SP: Þáttur erlendra aðila?
Ö: Við erum ekki með neina erlenda fjárfestingu í
myndinni. Við gerðum nú nokkuð til þess á tímabili,
sérstaklega þegar við vorum orðnir nokkuð hræddir um
að okkur myndi reynast ókleift að hrinda bátnum úr vör,
að reyna að íá erlenda aðila til að leggja fé í fyrirtækið
og sjá þá væntanlega um erlenda dreifingu í leiðinni.
Við vorum næstum búnir að fá Bresku Kvikmyndastofn-
unina til að láta okkur hafa u.þ.b. helminginn af fram-
leiðslukostnaðinum, en á síðustu stundu strandaði málið
á því að þeir vildu að við notuðum að einhverju leyti
12 MYNDMÁL