Land & synir - 01.08.2001, Blaðsíða 7

Land & synir - 01.08.2001, Blaðsíða 7
r.c 1 Kirkjur eða trúarleg efni í nokkrum íslenskum bíómyndum 1962-2001 Leikstjóri Verk Dæmi um efni I Ágúst Guðmundsson Land og synir, 1980 Jarðarför föðurins I Dansinn, 1998 Brúðkaupsveisla, prestur, deilur v. andláts Hrafn Gunnlaugsson Hrafninn flýgur, 1984 Heiðni / kristni I skugga hrafnsins, 1988 Miðaldakristni 1 Hvíti víkingurinn, 1991 Kristnitaka 1 Hin helgu vé, 1993 Titiilinn, fornmannshaugurinn ' Myrkrahöfðinginn, 1999 Skálholtsskóli, biskup, prestur, galdramál I Þorsteinn Jónsson Atómstöðin, 1984 Kirkja, jarðarför (beinamálið) I Kristin Jóhannesdóttir Á hjara veraldar, 1983 Táknmál I Svo á jörðu sem á himni, 1992 Titillinn úr faðirvorinu ■ i Egill Eðvarðsson Húsið, 1983 Draugagangur, miðilsstarfsemi I Hilmar Oddsson Tár úr steini, 1995 Atriði í kirkju I Friðrik Þór Friðriksson Kúrekar norðursins 1984 Messa I Börn náttúrunnar, 1991 Jarðarför l I Bíódagar, 1994 Jarðarför ■ Á köldum klaka, 1995 Jarðarför, jarðarfarasöfnun, Betlehem-leikrit ■ 1 1 Djöflaeyjan, 1996 Titillinn Englar alheimsins, 2000 Titillinn I Guðný Halldórsdóttir Kristnihald undir jökli, 1989 Biskupar, prestar, kirkja ■ Gísli Snær Erlingsson Ikingút, 1999 Prestsfjölskylda ■ 1 Ragnar Bragason Fíaskó, 2000 Prédikari, safnaðarformaður, samkoma Lúkasar sem beitti sér fyrir himnaförum (himnaríkisvist) og sameinaði einnig þrjá aðra mikilvæga þætti: Lúkas var læknir (bjargvættur), myndlistarmaður (og er því verndardýrlingur myndlistarmanna og þar með myndbrellumeistara) og skrifaði Postulasöguna (um góðu baráttuna við erfiðleika og andstæðinga annars staðar í heims- veldinu). Að þessu sögðu er ljóst að nafnið Lúkas hentar hetjunni í Stjörnustríðsmyndunum betur en flest önnur. Joseph Campbell hélt því fram að allar miklar goðsögur og sagnir þyrfti að endursegja með hverri kynslóð og fagnaði því að það væri Lucas að gera með Stjörnustríðsmyndunum í kvikmyndaforminu, á tungumáli okkar tíma. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson hefur gert grein fýrir hugmyndum Campbells í bókinni Heimur kvikmyndanna þar sem hann beitir skilgreiningatækni hans á Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson.13 Campbell hafði umtalsverð áhrif á nýaldar- hreyfingarnar en margir gagnrýna verk hans fyrir slaka fræðimennsku og fordóma, víða glittir í hrifningu hans á Nietzsche og ekki fór hann ekki í launkofa með andúð sína á gyðingum. Það þarf því ekki að koma á óvart að margir hafa talið Stjörnustríðsmyndirnar ódrátt hinn mesta í heila- búum fólks. Af hverju goðsagnir? Fjarri fer því að sátt sé um mikilvægi goðsagna. Ýmisr telja þær hættulegar og afglöp að hampa þeim. Mörg goðsögnin er þá túlkuð sem frumstæð og úrelta réttlæting á skiptingu fólks í stéttir, eftir uppruna og kynþætti, efnahag og útliti. Réttilega er því bent á að goðsagnalegt innihald margra kvikmynda sé helst til þess fallið að viðhalda íhaldssömu hugtakakerfi og völdum, tryggja stéttaskiptingu, kynja- og kynþáttamismunun. 1 mörgum goðsagnakenndum bíó- myndum eru ofbeldi og hefndir einmitt réttlætt á þeim forsendum. Goðsagnirnar eru í þessum skilningi notaðar til að fela andstæðurnar í því sem almennt er trúað og tekið sem sannleikur í samfélaginu. I greiningu kvikmynda í bálka (genres) má t.d. líta þannig á að vestrar, kúrekamyndir og skyldar ræmur gegni því aðalhlutverki að sætta mótsagnirnar milli siðmenningar og siðleysis sem ríki í bandarísku samfélagi. Hinn raunverulegi boðskapur myndanna beinist að því að fá áhorfendur til að samþykkja beitingu ofbeldis til að unnt sé að framfýlgja reglu. í langflestum vestrum yfirgefur hetjan sem beitti ofbeldinu svæðið. Hún er óhreint verkfæri. Ýmsir hafa fyrir satt að skýringin á hinum gífurlegu vinsældum Stjörnustríðsmyndanna og annarra mynda þar sem farið er inn á lendur trúarbragða og goðsagna sé að á áttunda áratugnum hafi hefðbundin trúarbrögð og stofnanir þeirra ekki lengur geta slökkt þorsta mannkynsins effir andlegu fóðri. Georg Lucas segist meðvitaður um þetta og að það versta sem hann geti hugsað sér sé að ungt fólk hafi ekki nægan áhuga á leyndardómum lífsins til að spyrja: "Er Guð til eða ekki til?" Að minnsta kosti ætti það að vera forvitið og meðvitað um spurningarnar og að það sé mikilvægt að trúa. Hetjan, Messíasargervingurinn Lúkas himinfari, boðar sífellt að ekki dugi að treysta á rökleiðslur og skynsemi, það verði að trúa. Hins vegar segir Lucas að kvikmyndir og bíóferðir geti ekki komið í stað trúarlegrar reynslu og trúarbragða. íslenskt trúmálabíó Á tímabilinu 1962-2001 hafa verið frumsýndar 65 íslenskar bíómyndir. Án þess að hafa gert sérstaka greiningu á þeim sýnist mér að trúarbrögð og/eða helgisiðir hafi komið á alláberandi hátt fyrir í a.m.k. 18 þeirra (28%). Með því að túlka efni og innihald má eflaust hækka þessa tölu. Það má því fullyrða að íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafi tappað þokkalega af handritabanka hinnar gyðing-kristnu hefðar. Sérstaka stöðu hefur Friðrik Þór Friðriksson. Hann starfaði níu sumur hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur og mikið er um jarðarfarir í myndum hans, meira að segja jarðarfarasöfnun (ljósmyndarinn í Á köldum klaka). Var svo komið að á alþjóðavettvangi heyrðist orðatiltækið "Just another funeral-film" um myndir Friðriks Þórs á tímabili. Hann er sólginn í andstæður eins og fleiri leikstjórar. Það er þó eflaust tilviljun að andstæðan djöflar/englar birtist í heiti tveggja myndanna (Djöflaeyjan, Englar alheimsins). Höfundur er kviktnyndagagnrýnandi Rásar 2. Netfang: olafurht@centrum.is. Greinin er byggð á erindi um "Hið heilaga í samtímanum" sem flutt var á málþingi um kirkjuarkitektúr á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju 26. maí 2001. Hún birtist hér nokkuð stytt en hana er að finna í heild á vefsíðu L&S, www.producers.is TILVÍSANIR: 1 Martin Scorsese, Interviews. Ritstj. Peter Brunette. Univ. Press of Mississippi 1999, 122. 2 A Personal Journey With Martin Scorsese Through American Movies. Faber & Faber, 1997, 166. 3 Andy Dougan: Martin Scorsese. Orion, London 1997, 28. 4 Alls hefur Martin Scorsese gert um 20 bíómyndir, auk stutt- og heimildarmynda, og meðal hinna þekktari eru Mean Streets (1973), Taxi Driver (1976), Raging Bull (1980), The Color of Money (1986), Goodfellas (1990), Cape Fear (1991), The Age of Innocence (1993) og Casino (1995). 5 Ásgrímur Sverrisson leikstýrði m.a. einum hluta bíómyndarinnar Villiljósa (2001) og er góðkunnur sem gagnrýnandi bæði í Sjónvarpi og DV. 6 Bréf í tölvupóstlista Deus ex cinema, rannsóknarhóps um trúarstef l kvikmyndum, 1. maí 2001. 7 John R. May: Introduction to New Image of Religious Film (ritstj.). Sheed & Ward , Kansas City 1997, ix. 8 Joseph Marty: "Toward a Theological Interpretation and Reading of Film: Incarnation of the Word of God - Relation, Image, Word," New Image, 135-136. 9 M. Darrol Bryant: "Cinema, Religion, and Popular Culture", Religion in Film. University of Tennessee Press, Knoxville, 1982, 112. 10 John Lyden: "To Commend or To Critique? The Question of Religion and Film Studies". The Journal of Religion and Film, Vol. 1, No. 2 - 1997. 11 Carl Skrade: "Theology and Films", Celluloid and Symbols, ritstj. John C. Cooper og Carl Skrade. Philadelphia 1970), 21. - Skrade er prófessor í trúarbragðafræðum við Capital University, Columbus, Ohio, sem er stærsti háskóli tengdur Lútherskirkjum 1 Bandarlkjunum. 12 "Of Myth and Men," Time, 26.apríl 1999, 92. 13 Sigurgeir Orri Sigurgeirsson: "Börn goðsögunnar". Heimur kvikmyndanna, Forlagið, art.is, Reykjavlk 1999, 958-961. Land & synir 7

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.