Land & synir - 01.08.2001, Blaðsíða 5

Land & synir - 01.08.2001, Blaðsíða 5
Það er samt algengt að jafnt kirkjufólk, menningarvitar og fræðimenn afgreiði sérstaklega dægurræmur ("afþreyingarbíómyndir") sem hismi og vantreysti þeim til að framreiða nokkurt hollmeti yfirleitt. Þessum rýnum sést iðulega yfir hvaða sögu er verið að segja, hvaða boðskap verið að flytja. Þeir "horfa á fingurinn þegar spekingurinn bendir til stjarnanna" eins og fíflið í grísku dæmisögunni. Staðreyndin er sú að kvikmyndir geta verið voldug opinberun og hreyft við kvikunni í sálardjúpinu. Þær höfða þá ekki aðeins til tilfinninga. Einn helsti styrkur þeirra er nefnilega að geta vakið meðvitund um leyndardóma og hið óræða. Þær efla þannig skynjun á "hið heilaga", það er að segja æðri handanveruleika. Kvikmyndagerðarmenn eru einatt vísvitandi eða meðvitundarlaust að vinna með þessi efni og taka afstöðu, jafnvel í léttustu dægurræmum. Er bíóið kirkja? Kannski í vissum skilningi. Kvikmyndin er þó eina listgreinin sem enn þykir hér almennt ekki hæf í kirkju. (Undantekning mun t.d Langholtskirkja, meðan safnaðarheimilið var jafnframt notað sem kirkja). Erlendis þekkjast ræmur í guðshúsum. Prestssonurinn Uwe Penckert, forstöðumaður Kvikmyndasambands Saxlands (Filmverband Sachsen) í Dresden, mætti á Stuttmyndadaga í Reykjavík í maí 2001 með þýskar ræmur. Uwe gaf sér tíma til að sækja með mér setningu Kirkju- listahátíðar í Hallgrímskirkju og tjáði mér að á sínum heimaslóðum hefðu þeir nokkrum sinnum sýnt gamlar, þöglar bíómyndir í kirkju- byggingum og talið hafa farið vel á því. Ég sé ekki fram á að í kirkjur verði almennt sett THX-hljómkerfi á næstunni. Bandaríkjunum, er einn talsmanna þess að léttvægar vinsældabíómyndir séu merkilegur farvegur fyrir hollan boðskap. Líta beri á þær, eins og hvern kristinn mann, sem "bœði réttlátar og syndsamlegar” (simul justus et peccator), Guð hafi réttlætt manninn þótt hann sé syndari og þar með geti hann verið verkfæri Guðs fýrir náðina þrátt fyrir mannlegan ófullkomleika. Ófullkomnar vinsældamyndir séu mörgum gluggar til hins yfirskilvitlega og flytji mikilvæg skilaboð.10 Hér skal líka bent á tvö dæmi um boðunarmyndir sem engan veginn teljast dægurræmur. Tólf apar (Twelve Monkeys, 1995) eftir Terry Gilliam á að gerast árið 2035. Þá skrimtir það 1% sem eftir er af mannkyninu neðanjarðar en yfirborðið er óbyggilegt vegna veirufárs sem drap 99% jarðarbúa. Þarna skall sem sé á nútíma syndaflóð og helvíti er á yfirborði jarðar. Orsökin að pínu mannfólksins var leit þess að þekkingu, skilningstréð enn einu sinni, nú í formi vísindaiðkana. Paradísar- hugmyndirnar eru um hina hreinu jörð fyrir fárið. Vísindamenn senda James Cole (Bruce Willis) aftur í tímann til að athuga hvernig þetta gerðist og vara fólk við. Hann er sem sé yfirnáttúrleg vera með erindi og vitanlega stimplaður geðveikur fýrir heimsslitaboðskap sinn. Kristsnáttúra hetjunnar er undirstrikuð í myndinni með því að láta hana hafa upphafsstafina JC (Jesus Christ). I myndinni Armageddon (1998) eftir Michael Bay leikur Bruce Willis svo annan og skýrari Kristsgerving, geimfara sem fær opinberun frá NASA og fórnar sjálfum sér úti í geimnum til að bjarga jörðinni. 3(frh. á ncestu síðu) “Kvikmyndin endurvekur tilfmninguna fyrir leyndardómum með því að láta okkur hrífast afþvt sem ekki er augljóst, sem er handan sjónar og reynslu. Kvikmyndin gefur hið ósýnilega í skyn... Þannig tengir kvikmyndin okkur við hina Ijóðrœnu og trúarlegu tjáningu þess að vera manneskja... Allt sem er mannlegt, sérhver tenging við heiminn og náttúruna, semfjallað er um á listrænan máta í kvikmyndum verður Ijóð, saga, endurlestur, tillaga að skilningi, hátíð - í stuttu máli það sem líkistfyrsta skrefi trúarlegrar upplifunar.”' Margir kvikmyndagerðarmenn reyna að koma á framfæri trúarlegri sýn á veröldina og venja áhorfendur við hana. Og hér er verið að tala um tilgang og nálgun sem er oft mismunandi skýr á yfirborðinu, en ekki efnið í "trúarlegum bíómyndum" eftir ffásögnum Biblíunnar eða um presta, söfhuði og kirkjulegar athafnir. Darrol Bryant, lútherskur kennari í trúarbragða- og menningarfræðum í Ontario, Kanada, skrifar: “Hið viðamikla andlega mikilvægi kvikmynda er ekki aðallega fólgið í innihaldi eða viðfangsefnum þeirra heldur hvernig við skynjum kvikmyndir sem slíkar - reynsla okkar af reglu og samræmi í þeim er andstæða daglegrar lífsreynslu okkar.”9 Stríðsmyndir vekja t.d. margs konar hugrenningatengsl, ekki bara um bardaga og frið, ranglæti og réttlæti, heldur líka um fórn, traust, þrautseigju og náungakærleik. I flestum stríðsátakamyndum er einhverjum eða kannski öllum ofboðið og því vekja þær spurningar og heilabrot sem lifa með áhorfandanum áfram. Vísiská-ræmur (Sci-Fi, vísindaskáldsagnamyndir) innihalda iðulega þætti um aðsteðjandi ógn, oft heimsendi, og síðan frelsun og frelsara. Eins og sjá má í töflunni um vinsælustu bíómyndir sögunnar eru þær flestar í hópi slíkra verka. John Lyden, lútherskur guðfræðiprófessor í Boðun í bíóinu Fulltrúar trúarhópa eru oft á varðbergi gagnvart dægurmenningu og óttast að hún sé hluti afsiðunar og hvetji til ósóma. John May, ritstjóri tímaritsins "New Image of Religious Film", hefur af þessu tilefni beint því til kirkjufólks að það eigi fremur að líta á dægurmenninguna sem vænlegan samherja í því ferli að útbreiða gleðiboðskapinn.7 Joseph Marty hefur orðað það svo ágætlega í tímaritinu að kvikmyndir vekji "hinn trúarlega sinnaða mann" (homo religiosus) vegna þess að, eins og hann skrifar: LÍKAMI KRISTS: Martin Scorsese segir: "Blóð er mjög mikilvægt i kirkjunni. Blóðið er lífskrafturinn, kjarninn, fórnin." Frá tökum á kvikmynd Scorsese, Síðasta freisting Krists. Jesús er leikinn af Willem Dafoe. Land & synir 5

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.