Land & synir - 01.08.2001, Blaðsíða 9

Land & synir - 01.08.2001, Blaðsíða 9
því. Þegar maður er í Róm þá hagar maður sér eins og Rómverji. Það er ná- kvæmlega það sem ég gerði, ég sumblaði með þessu fólki í smá tíma. En það er ekki bara fólkið sem er á Keisaranum, það er svo margt annað fólk sem kemur að. Þannig að það var ekki erfiðasti hjallinn að fara yfir. verkinu sem slíku. Það er einmitt málið bæði með músarmyndina, Hagamúsin, og Lalla Johns. Og reyndar myndina Húsey sem ég gerði fyrst. Það er tíminn sem gerir þessar myndir að því sem þær eru. Það að upplifa einhverja sögu í gegnum tíma það er fyrir okkur Islendinga svolítið sérstakt. Vegna þess að það er mjög sjalfgæft að menn eyði miklum tíma í hlutina, þar sem tímaröðin nær yfir sumar, vetur, vor og haust. Það reyndar gerist í þessum þremur myndum sem ég hef gert. Auðvitað hljóta gæðin að koma í kjölfarið. Þessi yfirlega hlýtur að skila sér einhvern veginn. Það er svo miklu auðveldara að segja sögu, eins og með Lalla Johns, sem gerist á svo löngu tímabili. Það er miklu meiri saga. Það er meiri atburðarrás. Hún verður hraðari. Hún verður skemmtilegri. Það er ekki spurning. Ég fjármagnaði myndina sjálfur. Ég reyndi að fjármagna hana í gegnum Menningarsjóð JJtvarpsstöðva íjórum sinnum, Kvikmyndasjóð fjórum eða fimm sinnum. En henni var alltaf hafnað. Það er ekki fyrr en Kristín Pálsdóttir byrjaði hjá Kvikmyndasjóði að ég sótti um styrk til að kiára hljóðsetningu myndarinnar, en hún var mjög dýr. Þá fékk ég loksins styrk þegar myndin var tilbúin. Þegar búið var að sýna hana. "Ertu að koma? í dýragarðinn? Núna?" Lalli Johns En alltaf þegar verið er að tala um þetta þá er alltaf verið að tala um “þennan hóp”. Þessi hópur hann er ekkert svo stór í myndinni. Þetta er ekkert alltaf á Keisaranum. Eitt leiðir af öðru; Lalli er á hóteli, hann er á sjúkrastofnunum, þannig að þetta er ekki alltaf þar. Þessi mynd fjallar ekki bara um Lalla og “hópinn”. Hún er svo miklu víðtækari en það. Það er enginn spurning að fjárfesting í tíma er mikilvæg og hjálpar "Hvað viltu vita núna? Eðlið? Ætli það sé ekki mjög svipað eðlið með dýrum og mönnum. Eitt veit ég. Ég vann einu sinni í Kaupmannahöfn. Þá prufaði ég að horfast í augu við Ijón. Það varð brjálað. Það klikkaðist. Ég þakkaði mikið fyrir rimlana sem voru á milli. Þá fattaði ég það að við erum alveg eins, dýrin og mennirnir. Að horfast í augu er fyrsta merki um árás. Þau kenndu mér alveg helling bara um það, þú veist...ef mig langar bara í eitthvað smá þá þarf ég ekki annað en að stara lengi á sama manninn. Og hann kemur til mín og segir "Hvað? Á hvað ertu að glápa helvítið þitt?" Þetta er staðreynd. Prufaðu sjálfur. N.N. vinur Lalla Johns Það hefur örugglega haft sitt að segja að það var ekkert handrit skrifað er fylgdi síðan þess- um umsóknum. Myndin er unnin í observational stíl. Þetta var mjög spennandi hugmynd og þetta var ný hugmynd. Hún fór þarna fyrir úthlutananefndir þessara sjóða og ég held bara að þetta hafi bara verið einhverskonar hræðsla við viðfangsefnið. Frekar en það að umsóknin hafi verið slæm eða léleg, því að hún var mjög góð að mínu mati. Ég er bara mjög ánægður með þau viðbrögð sem birtast í einu auglýsingunni um myndina (Morgunblaðið 6. apríl K 2001). Ég hef hins vegar séð margar miklu betri mynd- ir. Þetta er nú kannski skrifað rétt eftir að menn hafa s é ð myndina og verið í g ó ð u skapi. En mér finnst þetta hins vegar stundum of djúpt tekið í árinni. "Tímamótaræma [sicj, heitt snilldarverk..." Ólafur H. Torfason Rás 2 "Snilld frá Atil Ö" Þórarinn Þórarinsson strik.is "[...]Ein af bestu heimildarmyndum, íslenskum." Sæbjörn Valdimarsson Mbl "Lalli Johns [sic] er heimildamynd eins og þær gerast bestar" Hilmar Karlsson DV "Einhver allra besta kvikmynd sem ég hef séð í lífi mínu..." Hreinn Hreinsson kreml.is "Vertu ekki að hlusta þarna! Ég þoli ekki fólk sem er að hlusta á mig." Lalli Johns Ég held að svona umsagnir endurspegli það að fólk verður hissa. Það hefur ekki séð svona áður. Það er að uppgötva eitthvað nýtt. Ég held að það sé málið á bakvið þessar umsagnir. Einnig af því að þetta er ný mynd og þetta er nýtt form. Þetta er form sem hefur lítið verið notað hér á Islandi. Svo er náttúrulega þessi hugmynd, að fylgja eftir utangarðsmanni, að ég held, það hafi líka hækkað slána. Þetta hefur verið tabú hingað til. En það urðu engin ofsafengin viðbrögð. Það er alltaf verið að hækka slána í þessu þjóðfélagi. Við sjáum það bara á Skjá einum og í þessum fjölmiðlum öllum, það er alltaf verið að hækka slána á þessari bannhelgi sem fylgir ákveðnum hlutum. Samanber því sem margir hafa sagt við mig, og haldið því fram, að ég væri að upphefja einhvern glæpamanna til vegs og virðingar. Það er reyndar fólk sem hefur ekki séð myndina. En það er bara rangt. Það var einhver mynd sem Þorsteinn Jónsson gerði um öskukarl. Ég sá hana ekki en ég hafði lesið einhverjar umsagnir um hana. Mér finnst þetta alveg brilljant hugmynd. Það varð allt vitlaust í þjóðfélaginu, af því að það mátti ekki segja frá þessum veruleika. Það var ákveðin bannhelgi við þessum veruleika. Það er einmitt það sem ég held að þessir gagnrýnendur hafa áttað sig á að þarna var verið að festa á ræmu veruleika sem var svolítið nýstárlegur. Og það að þetta sé nýstárlegt ég held að það sé ástæðan fyrir þessari frábæru gagnrýni. "Ert þarna?" Lalli Johns Það freistaði mín ekki að banka uppá og leita skýringa á hlutunum í kerfinu. Það bara átti ekki við þessa mynd. Ef maður hefði bankað upp og leitað skýringa fýrir ákveðnum hlutum þá værum við ekki að endurspegla Lalla Johns sjálfan. Hvernig hans sjónarmið er, heldur væri hann að leita skýringa. Þessi mynd átti bara að vera persónulega heimildarmynd um Lalla Johns. Séð frá hans augum. Hefði ég farið að banka upp og leita skýringa þá hefði þetta orðið allt öðruvísi mynd. í þessu tilfelli var það ekki Land& synir9

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.