Land & synir - 01.08.2001, Blaðsíða 8

Land & synir - 01.08.2001, Blaðsíða 8
Þorfinnur Guðnason segir allt af létta um gerð myndarinnar "Þorfinnur Guðnason kynn[ir] til sögunnar mann sem er lifandi goðsögn í undirheimum Reykjavíkur. Hann á að baki langan og óslitinn sakaferil sem hófst árið 1969. Síðan þá hefur hann hlotið 35 refsidóma fyrir ýmiskonar smáafbrot. Hann hefur setið á bakvið lás og slá í samtals 17 ár. Og nú er hann búin að fá nóg. Hann ætlar að snúa við blaðinu, og hætta öllu. Hætta að drekka, dópa og stela." Upphafsskilti í Lalla Jones (2001) " [Lalli Johns] er bara svo léttur á því. Maður eiginlega fattar það ekki beint hvernig hann getur komið fram." N.N. vinur Lalla Johns Eg heimsótti Lalla Johns. Sýndi myndina fyrir fullu húsi á Litla Hrauni. Og hérna, það var nú ekki alveg að marka Lalla, hann var svolítið stoned. En, það voru þarna einir fjórir menn sem voru með aukahlutverk í myndinni. Ég náði tali af tveimur þeirra sem tóku þessari mynd afskaplega vel. Einn þeirra er dópfíkill í myndinni. Hefur snúið baki við því núna og er orðinn AA maður. Er svona að reyna að byggja sig upp og ætlar ekki að fara aftur út í þjóðfélagið með sama gamla hugarfarið. Hann sagði einmitt að þetta væri mjög góður spegill fyrir sjálfan sig. Hann, og reyndar annar, morðinginn í myndinni sem að strauk af Litla Hrauni með Lalla, sögðu báðir nokkurn veginn það sama að þetta væri mjög heiðarleg mynd. "Númer eitt, tvö og þrjú að hata engan. Nema þá sjálfan sig. En það er fyrirgefið...!" Lalli Johns Þeir voru mjög sáttir við sitt hlutverk í myndinni, sem kom mér reyndar mjög á óvart. En þetta eru náttúrulega harðjaxlar sem hafa farið inn og út um hliðið á Litla Hrauni sennilega undanfarin tuttugu ár. Það verður gaman að fylgjast með þvi hvort að Haukur, en það kemur fram í myndinni hvað hann heitir, standi við sín stóru orð um að snúa baki við þessu líferni og hefja nýtt líf. Hann segist vera orðinn þreyttur á þessu. Þetta eru einu viðbrögðin sem að ég hef fengið frá öðru fólki. Jú, reyndar fékk ég einnig á frumsýningunni viðbrögð en það 8 Land & synir komu tveir til mín sem voru með pínulítil hlutverk og þeir óskuðu mér hjartanlega til hamingju með mynd- ina. É g nefnilega bjóst við að hugsanlega gæti þetta haft einhvers- konar eftirmála. Að það yrði ein- hver eftirsjá hjá fólki. En hingað til hef ég ekki heyrt í neinum sem kemur fram myndinni að hann sjái eftir því að taka þátt í henni. "Hverskonar djöfuls sígaretta er þetta?" Lalli Johns 1 minningunni var þetta erfitt verkefni. Þetta tók tíma. Það voru nokkrir úr kunningjahóp Lalla sem vildu alls ekki vera með og þá voru þeir bara sniðgengnir. Þeir voru ekkert með. Ég spurði alla sem ég var að mynda hvort þeim væri ljóst hvað ég væri að gera. En effir að hafa setið að sumbli með Lalla og haft tökuvélina með mér í eitt ár eða svo þá var kjarninn kominn af þeim sem ætluðu að vera með. Þetta fjallar svolítið um það að ná trausti fólksins. Það þýðir ekkert að labba inná svona stað eins og Keisarann með yfirlæti eða hroka eða með einhverskonar fýrir- fram ákveðnar hugmyndir um þetta fólk. Það verður að setjast niður með því. Það verður að sumbla ð

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.