Land & synir - 01.08.2001, Blaðsíða 6

Land & synir - 01.08.2001, Blaðsíða 6
1 Magnoliu (2000) eftir P.T. Anderson er verið að f)alla um guðdóminn, guð sem frelsar alla úr haldi og ánauð og gefur von. Myndin lýsir lífi fólks sem sjónvarpsiðnaðurinn í Los Angeles hefur komið á kaldan klaka. Bent er á utangarðsfólkið sjúka og sorgmædda og að því sé gleðiboðskapurinn ætlaður, til að byggja upp affur það sem brotnað hefur. Eitt frægasta atriðið úr myndinni er froskaplága, þegar froskum rignir af himni, sem er vísun til annarrar plágunar í annarri Mósebók (2. Mós. 8.1-15). Allmargir kvikmyndagerðarmenn hafa fengist við dauðasyndirnar sjö og munu myndir Pólverjans Krystofs Kieslowskis einna þekktastar. Spennuhrollvekjan Sjö (Se7en, 1995) eftir David Fincher vísar til dauðasyndanna sjö. Þar telur andlega truflaður en trúarlega sinnaður maður sig vera sendiboða Guðs til að benda heiminum á hve hann sé ömurlegur og gerir dauðasyndirnar að þema hvers ódæðis. Svíinn Richard Hobert (f. 1951) lauk sjö mynda röð sinni um dauðasyndirnar árið 2000. Sú fyrsta var Gládjekallan (1993) og sú sjöunda Födelsedagen (2000). Handritabankinn mikli Dr. Carl E. Skrade, lútherskur prófessor í trúarbragðafræðum í Ohio, skrifaði 1970: “Nútíma kvikmyndagerðarmenn knýja áhorfendur sína ekki aðeins til að grandskoða ferli eyðileggingar og skyggnast í djúp mannlegs vanda heldur setja þeir líkafram í kvikmyndaforminu tákn endurnýjunarinnar.” " Stjörnustríðs- myndirnar eru einna skýrustu dæmin um meðvitaða og skipulagða boðun skoðana- og siðakerfis. Úr Star Wars: The Phantom Menace. Oft er bent á hefðbundinn kristilegan lista með sautján grundvallar- þáttum sem nota má sem eldsneyti á persónur í drama. Hvort sem handritshöfundar nota listann eða ekki þurfa þeir óhjákvæmilega að hafa nasasjón af og skilning á innihaldi hans til að skerpa persónur. Neikvæðu þættirnir eru náskyldir dauðasyndunum sjö: Dramb, ágirnd, hégómi, ofmcelgi, sjálfsblekking, fall fyrir freistingum, óhlýðni. Jákvæðu þættirnir sem persónur geta túlkað eru samkvæmt þessari uppskrift: Lítillœti, hófsemi, þolinmœði, sakleysi, samúð, miskunn, réttlæti, hugrekki, skilningur á nauðsyn ogfrjáls vilji. Kvikmyndalistin er einn algengasti farvegur samtímans fyrir vangaveltur um dyggðir og syndir. Hugtakalistar í siðakerfi kristninnar og annarra trúarbragða og lífsskoðanakerfa eru eins og innkaupalistar yfir byggingarefni handa höfundum kvikmyndahandrita. Þetta þarf ekki að koma á óvart. 1 aldanna rás hafa trúarbrögðin þróað aðferðir til að skyggna og spanna öll helstu birtingarform mannlegrar breytni og afstöðu til þeirra. Þarna er reynsluinnistæða mannkynsins, handrita- bankinn mikli. Persóna sem hefur brotið reglur, eða langar til að gera það, er heppileg í söguþráð og flækjur bíómyndar. Fólki er off best lýst með því að sýna hvernig það bregst við úrlausnarefnum, "verknaðurinn er persónan" (action is character) eins og Alfred Hitchcock sagði. Þetta verður mun auðveldara ef hetjan er annað hvort gagntekin af réttlætistilfinningu eða sektarkennd - eða stendur frammi fyrir freistingum til að gera eitthvað sem er bannað eða utan hefðar, t.d. vegna trúarskoðana eða embættis. Af þessum sökum hefur oft reynst árangursríkt til að skapa dramatíska spennu í bíómynd að höfða til trúarbragða sem fela ríkulega í sér táknræna helgisiði, leyndardóma og skýrar hefðir um sekt, iðrun og aflausn. Þetta er skýringin á því að kaþólskir prestar og kirkjur þeirra eru miklu algengari í bandarískum bíómyndum en mótmælendaprestar og guðshús þeirra, enda þótt mótmælendur séu miklu fjölmennari í Bandaríkjunum en kaþólikkar. Dauðasyndirnar sjö í kaþólskri hefð eru: Dramb, ágirnd, óskírlíft, öfund, óhóf í mat og drykk, reiði og leti. Gagnstæðar dyggðir eru: Auðmýkt, gjafmildi, siðsemi, góðvild, hófsemi, gæflyndi og dugnaður. Guðspjallamaöurinn Lucas “Georg Lucas (f. 1944) hefur með Stjörnustríðsmyndunum hrært í trúar- og tilvistarhugmyndum mannkynsins af meira afli en aðrir kvikmyndagerðarmenn og kannski meira en nokkur annar einstaklingur í samtímanum. Þessi ferna úr smiðju hans (Star Wars, 1977, The Empire Strikes Back, 1980, The Return of the Jedi, 1983 og Star Wars: Phantom Menace, 1999) er í hópi allra vinsælustu bíómynda sögunnar og hefur því haft gífurleg áhrif á hugsun og skilning jarðarbúa. Stjörnustríðsmyndirnar eru einna skýrustu dæmin um meðvitaða og skipulagða boðun skoðana- og siðakerfis. í þeim eru kenningar svissneska sálkönnuðarins Carls Gustavs Jungs (1875-1961) meðvitað og markvisst framreiddar við hæfi samtímans og tilgangurinn að koma boðskapnum til sem flestra. Lucas þróaði gangverkið í Stjörnu- stríðsmyndunum upp úr hugmyndum Bandaríkjamannsins Josephs Campbell (1904- 1987) og túlkunum hans á goðsagnafræðum Jungs. Lucas hefur verið stjórnarformaður Campbell-stofnunarinnar um árabil og er nú í ráðgjafanefnd hennar (Board Of Advisors). I frægu viðtali Bill Moyers í Time Magazine í apríl 1999 sagði Lucas að hann hefði ekki hugsað sér að Stjörnustríðsmyndirnar leystu eldri trúarbrögð af hólmi né heldur vildi hann viðurkenna að Asíuboðskapur eins og Hindúismi og Búddismi stæði gyðingdómi og kristni framar (en það var aftur á móti skoðun Campbells). Lucas sagði orðrétt: “Ég lít ekkifyrst og fremst á Stjörnustríðsmyndirnar sem trúarleg verk. Ég lít svo á að þær taki til meðferðar öll viðfangsefni sem trúarbrögð snúast um og reyni að einfalda þau oggera að heldur aðgengilegra kerft - og boða að það sé einhver stærri leyndardómur þarnafyrir handan. - Ég setti Máttinn (The Force) í myndina til að vekja ákveðna gerð af andlegheitum í ungu fólki - fremur trú á Guð en trú í samræmi við eitthvert sérstakt trúarbragðakerfi.”12 í Stjörnustríðsmyndunum er stöðug barátta milli góðs og ills, sagt er fýrir um ragnarök eða heimsendi sem hinir trúuðu munu lifa af með hjálp Máttarins (Guðs). Messíasargervingur kemur fram (Luke) og í hinum nýja heimi mun réttlæti ríkja en refsað verða fyrir misgerðir. Eins og í Biblíunni er í þeim fall, þrautaganga, endurlausn og endurkoma. 1 burðargrindum sagnanna eru notast við andstæður tækni og mannlegs eðlis. Lúkas himinfari (Luke Skywalker, oft ranglega nefndur Logi geimgengill á íslensku) er ekki bara nafni framleiðandans og leikstjórans Georgs Lucas. Heiti hans er nokkuð augljós vísun til guðspjallamannsins 6 Land & synir

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.