Land & synir - 01.04.2002, Side 3
Kvikmyndaskólinn fiyturígamia Sjónvarpshúsið
Við sögðum frá því í síðasta blaði að
stúdíó.is væri líklega að hætta starfsemi
og að sennilega yrði hinu sögufræga
myndveri Sjónvarpsins að Laugavegi 176 fengið
annað hlutverk. Nú höfum við hinsvegar frétt
að til standi að Kvikmyndaskóli íslands, með
Böðvar Bjarka Pétursson í broddi fylkingar,
hyggist taka aðstöðuna yfir sem og rýmið sem
áður hýsti myndbandadeild Sjónvarpsins.
Kvikmyndaskólinn hefur haldið úti öflugri starfsemi um nokkurra
ára skeið og hefur Sigurjón Baldur Hafsteinsson verið ráðinn skóla-
stjóri og Lárus Ýmir Óskarsson kennslustjóri. Böðvar Bjarki verður
áfram helsti forsprakki skólans en hyggst einbeita sér að rekstri kvik-
myndafyrirtækis síns, 20 geitur. Fyrirtækið mun brátt frumsýna hina
umtöluðu heim-ildarmynd “I skóm drekans” og stefnt er að því að
taka upp aðra bíómynd fyrirtækisins í sumar, en eins og lesendur
muna eflaust sendi 20 geitur frá sér kvikmyndina “Gæsapartí” sl.
haust.
Þess ber og að geta að ætlunin er að leigja stúdíóið áfram út til
stakra verkefna, þrátt fyrir starfsemi Kvikmyndaskólans.
I
I
I
I
I
I
I
I
Mánaðarlegir mán udagsfundir
|""élag kvikmyndagerðarmanna hefur hleypt af
1“ stokkunum mánaðarlegum fundum þar sem
I fjallað er um ýmsar hliðar kvikmynda-
gerðar. Fundirnir eru haldnir á efri
hæðinni f Húsi málarans og
hefjast klukkan átta fyrsta
mánudag í hverjum
mánuði.
Fyrsti fundurinn var
haldinn mánudaginn
4. mars og þarvartil
umræðu kvikmynda-
gerð á Digital Video.
Böðvar Bjarki Pétursson
sagði frá vinnslu Gæsa-
partís og Róbert Douglas
sagði frá reynslu sinni af gerð
myndanna íslenski draumurinn og
Maður eins og ég. Sigvaldi Kárason klippari ræddi
um vanda klipparans sem oft er ærin, sérstaklega
ef undirbúningur verka er lélegur. Þá sýndi Ágúst
Jakobsson brot úr nýrri mynd um Eldborgarhátíð-
ina. Fundurinn var fjölsóttur og spunnust töluverðar
umræður (kjölfar framsöguerinda.
Fundarstjóri var Jón Karl Helgason.
Mánudaginn 8. apríl er ætlunin að
skoða stuttmyndagerð á íslandi.
Kristln Pálsdóttir frá Stutt- og
heimildarmyndadeild Kvik-
myndasjóðs mun kynna sam-
keppni um gerð stuttmynda
sem fram fer (sumar og sfðan
VANDRÆDA EEMSAR: Sigvaldi Kára-
son, sem m.a. klippti "Eemsa" (mynd)
Mikaels Torfasonar, tók menn á beinið á
nýlegum mánudagsfundi vegna slælegs
undirbúnings ódýrra stafrænna mynda.
munu nokkrir kvikmyndagerðarmenn sem starfa við
stuttmyndir, heima og erlendis, sýna verk sín og
ræða um formið, vinnuaðferðir og vinnuumhverfi
stuttmyndagerðarmanna.
Mánudaginn 6. maí verður sýnd ný heimildarmynd
eftir Hákon Má Oddsson og Ara Halldórsson sem
nefnist Samræða um kvikmyndir. í myndinni ræða
þeir Ari Halldórsson og Þorgeir Þorgeirson, heiðurs-
verðlaunahafi (slensku kvikmynda- og sjónvarps-
akademíunnar árið 2000, um nokkur grundvallar
hugtök og viðfangsefni klassískrar kvikmyndasögu
með tilvitnunum í verk Þorgeirs. Eftir sýningu mynd-
arinnar, sem er 46 mínútna löng, er ætlunin að
halda áfram samræðu um kvikmyndir með Þorgeiri
og fleiri kvikmyndagerðarmönnum og leggja út af
umræðuefnum myndarinnar.
Kvikmyndagerðarmenn eru hvattir til að koma til
þessara mánudagsfunda, fylgjast með í faginu,
taka þátt f skoðanaskiptum og hitta félagana.
Aðalfundur SÍK lýsir
óánægju með nýjustu
úthlutun Kvikmyndasjóðs
r
Aaðalfundi
SÍK, sem
haldinn var
þann 16. mars s.l.
kom fram mikil óánægja með starfshætti
og forsendur úthlutunar Kvikmyndasjóðs
fyrir árið 2002. Var sérstaklega talað um
tvennt í því sambandi, annars vegar þá
ákvörðun úthlutunarnefnda 2000 og 2001
að virða ekki samkomulag ríkis og kvik-
myndagerðarmanna um að fjármagn skuli
lagt í fimm myndir á ári og að meðaltali 40
milljónir í hverja. Hins vegar að umsækj-
endum skuli úthlutað allt niður f 12.5% af
þeirri upphæð sem þeir sóttu um og töldu
vera nauðsynlega forsendu fyrir fram-
leiðslu myndarinnar og að um úthlutanir
hafi verið tilkynnt opinberlega áður en
framleiðendum gafst tækifæri til að þiggja
eða hafna boði úthlutunarnefndarinnar
um aðrar upphæðir en þær sem sótt var
um.
Einnig kom fram að það væri með öllu
óskiljanlegt afhverju úthlutunarnefnd tók
þá ákvörðun að hunsa 5 mynda regluna og
á þann hátt lækka hlutfall Kvikmynda-
sjóðs í framleiðslukostnaði þeirra mynda
sem þeir styrktu þrátt fyrir að samkomu-
lagið kveði á um hærra hlutfall. Þetta þótti
stangast á við almennan skilning manna
á þeirri þróun sem hefur átt sér stað á
undanförnum árum í möguleikum
fslenskra framleiðslufyrirtækja til fjár-
mögnunar. Aukinheldur þóttu þessar
starfsaðferðir hafa haft í för með sér
opinbera auðmýkingu framleiðenda og
stefna rekstrargrundvelli fyrirtækja þeirra í
hættu.
Fundurinn samþykkti eftirfarandi: “Því
er hér með vísað til stjórnar að leggja til að
hlutfall styrkja Stuttmynda og heim-
ildarmyndasjóðs til framleiðslukostnaðar
sé hækkaður og að lagt sé til að úthlutun-
arnefnd Kvikmyndasjóðs íslands virði og
framfylgi stefnu samnings kvikmynda-
gerðarmanna og ríkisins frá 1998 hvað
varðar upphæðir og fjölda þeirra mynda
sem veitt er framleiðslustyrkir.”
Frekari upplýsingar um aðalfund SÍKer
að finna á www.producers.is.
Truffaut-hátíð í Regnboganum og Sjónvarpinu
I^apríl efnir Sjónvarpið til Fran^ois Truffaut-hátíðar í sam-
vinnu við Góðar stundir, Regnbogann, Alliance Francaise
og franska sendiráðið. Fjórar myndir þessa franska
meistara verða sýndar í Regnboganum og fimm í Sjónvarpinu,
á sunnudagskvöldum í apríl og fram í maí. Opnunarmynd
hátíðarinnar var Les 400 coups (1959), íýrsta bíómynd Truffaut
og var hún frumsýnd í Regnboganum
laugardaginn 6. apríl að viðstaddri
dóttur meistarans, Evu Trauffaut.
Sunnudaginn 7. apríl var haldið mál-
þing um Truffaut og þá um kvöldið
var íýrsta myndin af fimm sýnd í
Sjónvarpinu, Jules et Jim (1961). Að
öðru leyti verður dagskráin sem hér
segir.
I Regnboganum 6.-12. apríl: Les
400 coups (400 högg), Le dernier metro (Síðasta lestin 1980),
L’argent depoche (Vasapeningar 1976) og L’homme qui aimait
lesfemmes (Maðurinn sem elskaði konur 1977).
I Sjónvarpinu 7. apríl til 6. maí: Les 400 coups, Tirezsurle
pianiste (Skjótið píanóleikarann 1960), Jules et Jim, La nuit
américaine (Kvikmyndanætur 1973), L'argent depoche,
L'homme qui aimait lesfemmes og Le Dernier Métro.
LAND&SYNIR 3