Land & synir - 01.04.2002, Page 4
..........................................................
Ævintýri Pawel Gula
Árni ÓlafurÁsgeirsson spjaiiar ivið hinn pólska tökumann kvikmyndarinnar “Maður eins og ég”
Pawel Gula heitir pólskur kvikmynda-
' tökumaður sem kom hingað til lands í
fyrrahaust og tók upp “Mann eins og
mig” Róberts Douglas. Meðhandritshöf-
undur Róberts og aðstoðarleikstjóri
myndarinnar, Árni Ólafur Ásgeirsson,
sem hefur nýlokið námi í kvikmynda-
leikstjórn við Kvikmyndaskólann í Lodz
í Póllandi, spjallaði við kappann fyrir
Land & syni.
ÁÚÁ: Hversvegna valdirðu kvikmyndatöku?
PW: I byrjun vilcíi ég að sjálfsögðu verða leik-
stjóri en skipti fljótt um skoðun er mér gafst
færi á að fylgjast með Kaminski og Spielberg á
tökustað. Þá skildi ég að kvikmyndataka er
bæði tæknilegri og um leið áþreifanlegri en leik-
stjórn. Maður veit einhvernveginn betur hvað
maður er með í höndunum og ég komst að
þeirri niðurstöðu að ég myndi líklega læra
meira um innviði kvikmyndagerðar yfir höfuð
með því að nema töku. Því oftar sem ég fékk
tækifæri á að fylgjast með gerð mynda því
sannfærðari varð ég um að takan væri fyrir mig.
Bæði er það skemmtilegt og svo skemmdi ekki
fyrir hégómagirndinni að tökumaðurinn er
mest áberandi á tökustað.
ÁÓÁ: Hvernig í ósköpunum stóð á því að þú
fékkst aðfylgjast með Kaminski og Spielberg?
PW: Með einskærri heppni. Það æxlaðist þann-
ig að fyrsta mynd sem ég sá gerða var um leið
stærsta mynd sem gerð hefur verið í Póllandi,
Schindler's List. Ég bjó þá í Kraká og stundaði
nám í kvikmyndafræðum við háskólann þar í
borg. Ég var nú ekkert sérstaklega góður nem-
andi því ég var algjör bíófíkill. Við höfðum
afsláttarmiða í öll bíóhúsin í borginni þannig að
ég mætti mjög illa í tíma, ég sat bara í bíó frá
morgni til kvölds. Við vinirnir fréttum að
Spielberg væri að undirbúa mynd í Kraká
þannig að við fórum að sjálfsögðu í statista
prufur fyrir myndina í þeirri von um að fá að
gæjast bak við tjöldin þó ekki væri nema í einn
dag. Það mætti hundruðir í prufu en lukkan var
með mér og ég komst í gegnum fyrstu sigtun,
ógurlega glaður. En þá gerðist kraftaverk. Spiel-
berg kom og valdi mig ásamt nokkrum fleirum
til að leika hina svokölluðu “fjölskyldu
Schindlers” og gegnum allar tökurnar var ég í
bakgrunni Ben Kingsley. Á þennan hátt kynnist
ég síðan Janusz Kaminski og af einhverjum
ástæðum leist honum vel á mig og leyfði mér,
einum manna, að taka ljósmyndir á tökustað og
PAWEL VIB TÖKURÁ “MABUR EINS Ofi ffi”: "Kannski er
flóðbylgja í augnablikinu af vondum myndum gerðum af
amatörum, en kannski gefur það einhverjum bæfileikaríkum
einstakling tækifæri á að koma sinni sögu á framfæri, sem
hann hefði ekki fengið að öðrum kosti. Margir afbestu
leikstjórum sögunnar kláruðu aldrei skóla. ”
fylgjast með tökum meira að segja þegar ég var
ekki að leika. Undir lokin var þetta orðið mjög
skondið, því þá bauð hann mér upp að altarinu,
þ.e. mónitornum og þar sátum við, Spielberg
með aðstoðarmanni sínum, Kaminski og ég.
ÁÓÁ: Varstu semsagt viðriðin Ijósmyndun?
PW: Já, á sama tíma vann ég fyrir mér sem
ljósmyndari þ.e.a.s. ég vann fyrir PAP (The
Polish Press Agency). Það er önnur undarleg
tilviljun sem réði því. Ég hafði frétt af ljós-
myndasamkeppni á þeirra vegum og skráði mig
til þáttöku. Daginn sem ég mætti í keppnina sá
ég strax eftir þeirri ákvörðun, því þar voru
saman komnir einir hundrað ljósmyndarar og
sumir hverjir höfðu fengið myndir sínar birtar í
tímaritum á borð við Time og Newsweek. í
þessum hópi stóð ég með nokkrar amatör
myndir í höndunum og langaði að flýja, en það
varð ekki aftur snúið. Við vorum fimm sem
fengum vinnu og ég skil ekki enn í dag hvers-
vegna ég var einn af þeim.
ÁÓÁ: Því ncest skólinn í Lodz?
PW: Ég hafði sótt um tvisvar áður en nú var ég
kominn með ágæta möppu eftir vinnuna hjá
PAP og eftir ævintýri Schindler's List mætti ég í
inntökuprófið fullur sjálfstrausts. Það þurfti
ekki að spyrja að leikslokum, ég féll aftur út í
fyrsta umgangi.
ÁÓÁ: Geturðu sagt okkur aðeinsfrá þér ogPiotr?
PW: Piotr Sobocinski hitti ég fyrst á Camer-
image (alþjóðleg kvikmyndahátið tileinkuð kvik-
myndatöku og er haldin í lok nóvember ár hvert í
borginni Lodz (www.camerimage.pl) - innsk.
ÁÓÁ). Hann var þá tökumaður Kieslowski og
þeir komu til að sýna Rauðan. Á blaðamanna-
fundi eftir sýninguna spurði ég hann allra
mögulegra tæknilegra spurninga og þannig
mundi hann eftir mér er ég nálgaðist hann eftir
fundinn. Hann spurði mig strax hvort ég ætlaði
að sækja um skólann. Ég sagðist hafa sótt nógu
oft um þennan blessaða Lodz skóla og nú vildi
ég reyna að finna skóla í Bandaríkjunum. Hann
ýtti á mig að sækja samt aftur um í Lodz. Á
hátíðina þetta árið komu margir af fremstu
tökumönnum heims, Storaro, Wexler, Zsig-
mond og Hall. Ég hafði kynnst Conrad Hall
nokkrum dögum áður og hann hafði náð að
kveikja í meiri áhuga hjá mér á tökum en
nokkru sinni fyrr. Ég vissi að ég yrði að komast
í einhvern skóla, sama hvað það kostaði. I
kjölfarið hafði Hall lofað mér að kanna fyrir
mig skóla fyrir vestan. Tveimur vikum síðar fór
ég til að taka myndir fyrir blaðagrein um pólsk-
ungverska mynd The Seventh Room sem var
mjög stór mynd á pólskan mælikvarða. Ég
mæti á tökustað og bak við kameruna situr
enginn annar en Piotr. Hann kallar mig til sín
og spyr mig hvort ég vilji hanga nokkra daga á
setti; “kannski lærirðu eitthvað”. Nokkrum
dögum síðar mæti ég á tökustað með ljós-
myndamöppuna mína til að sýna Piotr. Hann
fletti fljótt í gegnum hana án þess að segja orð.
Aðstoðarmaður hans var ungur gæi, nýút-
skrifaður frá Lodz, og hann spyr mig hvort ég
eigi við einhverjar sjóntruflanir að stríða,
myndirnar séu ónýtar og ég geti gleymt því að
gerast tökumaður. í lok dags kemur Piotr svo
aftur til mín og segist loksins hafa tíma, nú skuli
hann líta aftur á möppuna. Við setjumst niður
og hann flettir rólega og vandlega í gegn og
segir svo; “kæri vinur, í gær fékk ég að vita að ég
er útnefndur til Óskarsverðlauna (fyrir
Rauðan), það er mjög mikill heiður og draumur
hvers tökumanns, en þú ert með nokkrar
myndir hér sem ég myndi aldrei geta sagt
hvernig þú lýsir”. Ég efast um að það sé rétt en
meiri innblástur hefur engin veitt mér, hvorki
fyrir né síðar.
ÁÓÁ: Hvað svo?
PW: Ég fylgdist með tökum til enda og Piotr
skipaði mér nánast að sækja aftur um Lodz, en
4 LAND & SYNIR