Land & synir - 01.04.2002, Page 8

Land & synir - 01.04.2002, Page 8
....................smm....................... Dansandi og syngjandi Regína Hákon Gunnarssonjjallar um samnefnda dans- ogsöngvamynd Maríu Sigurðardóttur ogmátarhana inníhefðirþessarar ástsœlu, en nœrútdauðu, kvikmyndagreinar Frumsýning myndarinnar Regínu (María Sigurðardóttir, 2002) skapar nokkur tímamót í íslenskri kvikmyndasögu því að vissu leyti er hún íyrsta íslenska dans- og söngvamyndin. Vissulega má telja Með allt á hreinu (Ágúst Guðmundsson, 1982) til þeirrar greinar líka, en einkenni greinarinnar koma ekki eins sterkt fram í þeirri mynd og raunar fer það eftir því hversu afmarkandi skilgrein- ingu á greininni er notuð hvort hún flokkast með eða ekki. Regína fjallar um samnefnda stelpu (Sigurbjörg Álma Ing- ólfsdóttir) sem upp- götvar að hún getur fengið menn og dýr til að gera það sem hún vill með því að syngja fyrir þau. Galdur Regínu virkar best þegar hún fær hjálp frá Pétri vini sínum (Benedikt Clausen), því hún getur sungið en hann rímað. Hana langar til þess að komast í sumar- búðirnar Regnboga- landið, en Margrét, mamma hennar (Halldóra Geirharðsdóttir), hefur ekki efni á að senda hana. Þá dettur Regínu í hug að reyna að koma mömmu sinni og Atla (Björn Ingi Hilmarsson), sem er pabbi Péturs, saman. Inn í þær fyrir- ætlanir blandast svo alþjóðlegi skartgripa- þjófurinn Ivar (Baltasar Kormákur) sem Regína gómar með hjálp vinar síns. Hver með sínu lagi Gullöld dans- og söngvamynda stóð á fyrri helmingi síðustu aldar. Oft er miðað við 1927 sem upphaf hennar, vegna tilkomu hljóðsins og frumsýningar The Jazz Singer (Alan Crosland, 1927). Talið er að henni hafi lokið um miðjan sjötta áratuginn, um svipað leyti og öld sjónvarpsins hófst. Það koma einstaka myndir eins og Everyone Says I Love You (Woody Allen, 1996), Dancer in the Dark (Lars von Trier, 2000) og Moulin Rouge (Baz Luhrmann, 2001), en þær eru fremur fátíðar síðustu ár. Helst eru það Disney teiknimyndir, The Little Mermaid (John Musker og Ron Clements, 1989), Mulan (Barry Cook og Tony Bancroft, 1998) og fleiri, sem hafa haldið þessu formi á lofti undanfarið. Dans- og söngvamyndir geta verið mjög ólíkar síður um þessar tvær listgreinar og upplifunina af þeim. Ein leið til að skipta þeim upp í hópa er út frá því hvernig dansinn og söngurinn birtist í viðkomandi myndum. I baksviðssöngleiknum svokallaða er oft verið að setja upp sýningu, svo dansinn SÖNBUR 0E DANS: “Sagt hefur verið að tians- og söngvamyndir séu ein sjálfhverfasta kvikmyndagreinin þvíhún fjalli alltaf um sjálfa sig. Hvort sem það er rétt eða ekki, þá vísar Regína mikið til annarra myntia innan sömu greinar”, segirHákon Eunnarsson meðal annars. MYNDIR FRÁ VINSTRI: Regína (Sigurbjörg Alma Ingólfsdéttir) og Pétur (Benedikt Clasuen) verða að finna uppá einhverju skemmtilegu fyrst þau fá ekki að fara í Regnbogalanti; ofsakátir krakkar á leið í Regnbogalandið; skartgripaþjófurinn ívar (Baltasar Kormákur) og Katrín (Sólveig Arnarstiéttir) samverkakona hans. eins og upptalningin hér að ofan ber með sér. Nokkuð gróf skilgreining á þessari kvikmynda- grein gæti verið að í myndunum sem flokkast til hennar hafi dansinn, söngurinn eða hvoru tveggja mikið vægi fyrir fléttuna. Tónlistin hefur þá ekki eingöngu vægi sem aðferð til þess að skapa dramatíska spennu eins og kvik- myndatónlist, heldur oft líka til að segja söguna. Myndirnar sýna dans og söng, en fjalla ekkert og songurinn er skýrður með henni. Það er verið að æfa eða leika verk sem kallar á sönginn og þar með er hægt að halda ákveðnum raunveruleika- tengslum; þetta á til dæmis við um myndina 42nd Street (Lloyd Bacon, 1933) sem hefur verið talinn erkitýpíski baksviðssöngleikurinn. Að vissu leyti á þetta líka við um Með allt á hreinu þar sem hljómsveitirnar spila og syngja aðallega á tónleikum. Svo eru það myndir þar sem samtöl, dans og söngur hafa sama vægi innan framvindu sögunnar. Þetta á til dæmis við um Mary Poppins (Robert Stevenson, 1964) og West Side Story (Robert Wise og Jerome Robbins, 1961). Söngurinn seyðir I myndinni Regína er mamma aðal- persónunnar að setja upp sýningu á elli- heimilinu Sólborg þar sem hún vinnur og því mætti kannski telja hana til einhvers konar 8 LAND & SYNIR

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.